Aukum þátttökurétt í atvinnulífinu Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 24. mars 2022 07:31 Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu. Á fjórða milljón einstaklinga hafa flúið Úkraínu og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir einstaklinga séu um þessar mundir á flótta innan landamæranna. Fyrir ekki svo löngu birti úkraínsk kona færslu á samfélagsmiðli sem sýnir vel hryllinginn sem fólk upplifir en hún og fjölskylda hennar náðu að flýja þennan sama dag: „Ekki fara, Rússar skjóta bíla óbreyttra borgara, ástandið breytist alltaf. Ef vegtálmi er úkraínskur núna þýðir það ekki að hann verði ekki rússneskur eftir klukkutíma, vertu þar sem þú ert.“ Hugrökk móðir mín og bróðir fóru að spyrja rússnesku hermennina í götunni okkar hvort þeir myndu hleypa okkur út. Ég veit ekki enn hvernig fór, hafði ekki tíma til að spyrja. En á einhverjum tímapunkti, þegar þeir voru ÞAR, fyrir utan kjallarann, fyrir utan húsið, í þorpinu, heyrðist flautandi hljóð og nokkur mjög há sprengjuhljóð, mjög nálægt. Ég hélt að þetta væru endalokin.’’ Það er ógnvænlegt fyrir okkur sem búum í nokkuð öruggu smáríki á Norðurhvelinu að lesa svona lagað og algengt er að menn spyrji sig hvað stjórnvöld og einstaklingar geta gert til að hjálpa. Staðan á Íslandi fyrr og nú Þó nokkur fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til Íslands. Verið er að vinna í því að skapa þeim sem allra bestu aðstæður. Dómsmálaráðherra ákvað fljótlega eftir að stríðið hófst að virkja 44. grein í útlendingalögum í fyrsta sinn til þess að veita íbúum Úkraínu vernd án tafar og skjóta þjónustu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa einnig lyft grettistaki á undanförnum vikum við móttöku flóttafólks. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem bent er á að að Úkraínubúar sem hingað koma fái fyrst um sinn dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða en að því fylgi ekki atvinnuleyfi. Aftur á móti geti fólkið mögulega fengið alþjóðlega vernd eða annars konar ótímabundin réttindi til dvalar með tímanum – en að þetta geri það að verkum að fólk með dvalarleyfi á þessum grunni á oft erfitt með að komast inn á íslenskan vinnumarkað. Árið 2013 kom fram í frétt að kvensjúkdómalæknir frá Úkraínu hafði ekki fengið starfsréttindi sín metin hjá Útlendingastofnun. Það skiptir máli að fólkið sem flúið hefur Úkraínu og leggur leið sína til Íslands fái vinnu við hæfi ef það getur unnið og kýs að hefja störf sem fyrst. Vissulega þarf samt sem áður margt af flóttafólkinu eflaust á áfallahjálp að halda og stuðning við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, koma sér fyrir á nýju heimili og fá tækifæri til að læra íslensku. Réttast væri að veita flóttafólki rétt til þátttöku í atvinnulífinu. Með því er hægt að létta á kerfinu og minnka kostnað. Á sama tíma minnkar félagsleg einangrun, fólk fær fleiri tækifæri til þess að tengjast samfélaginu og verður hér til lengri tíma. Búið er að spá því að í framtíðinni verði skortur á vinnuafli hér á landi og því er skynsemdarráð að veita fólki aukin tækifæri til atvinnuþátttöku. Því fólk er auðlind og flóttafólk er engin undantekning á því. Höfundur er Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu. Á fjórða milljón einstaklinga hafa flúið Úkraínu og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir einstaklinga séu um þessar mundir á flótta innan landamæranna. Fyrir ekki svo löngu birti úkraínsk kona færslu á samfélagsmiðli sem sýnir vel hryllinginn sem fólk upplifir en hún og fjölskylda hennar náðu að flýja þennan sama dag: „Ekki fara, Rússar skjóta bíla óbreyttra borgara, ástandið breytist alltaf. Ef vegtálmi er úkraínskur núna þýðir það ekki að hann verði ekki rússneskur eftir klukkutíma, vertu þar sem þú ert.“ Hugrökk móðir mín og bróðir fóru að spyrja rússnesku hermennina í götunni okkar hvort þeir myndu hleypa okkur út. Ég veit ekki enn hvernig fór, hafði ekki tíma til að spyrja. En á einhverjum tímapunkti, þegar þeir voru ÞAR, fyrir utan kjallarann, fyrir utan húsið, í þorpinu, heyrðist flautandi hljóð og nokkur mjög há sprengjuhljóð, mjög nálægt. Ég hélt að þetta væru endalokin.’’ Það er ógnvænlegt fyrir okkur sem búum í nokkuð öruggu smáríki á Norðurhvelinu að lesa svona lagað og algengt er að menn spyrji sig hvað stjórnvöld og einstaklingar geta gert til að hjálpa. Staðan á Íslandi fyrr og nú Þó nokkur fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til Íslands. Verið er að vinna í því að skapa þeim sem allra bestu aðstæður. Dómsmálaráðherra ákvað fljótlega eftir að stríðið hófst að virkja 44. grein í útlendingalögum í fyrsta sinn til þess að veita íbúum Úkraínu vernd án tafar og skjóta þjónustu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa einnig lyft grettistaki á undanförnum vikum við móttöku flóttafólks. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem bent er á að að Úkraínubúar sem hingað koma fái fyrst um sinn dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða en að því fylgi ekki atvinnuleyfi. Aftur á móti geti fólkið mögulega fengið alþjóðlega vernd eða annars konar ótímabundin réttindi til dvalar með tímanum – en að þetta geri það að verkum að fólk með dvalarleyfi á þessum grunni á oft erfitt með að komast inn á íslenskan vinnumarkað. Árið 2013 kom fram í frétt að kvensjúkdómalæknir frá Úkraínu hafði ekki fengið starfsréttindi sín metin hjá Útlendingastofnun. Það skiptir máli að fólkið sem flúið hefur Úkraínu og leggur leið sína til Íslands fái vinnu við hæfi ef það getur unnið og kýs að hefja störf sem fyrst. Vissulega þarf samt sem áður margt af flóttafólkinu eflaust á áfallahjálp að halda og stuðning við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, koma sér fyrir á nýju heimili og fá tækifæri til að læra íslensku. Réttast væri að veita flóttafólki rétt til þátttöku í atvinnulífinu. Með því er hægt að létta á kerfinu og minnka kostnað. Á sama tíma minnkar félagsleg einangrun, fólk fær fleiri tækifæri til þess að tengjast samfélaginu og verður hér til lengri tíma. Búið er að spá því að í framtíðinni verði skortur á vinnuafli hér á landi og því er skynsemdarráð að veita fólki aukin tækifæri til atvinnuþátttöku. Því fólk er auðlind og flóttafólk er engin undantekning á því. Höfundur er Reykvíkingur
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun