Upphitun Seinni bylgjunnar: „Valsararnir líta ógeðslega vel út“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 15:01 FH-ingar þurfa að gera mun getur gegn Val í kvöld til að eiga meiri möguleika en í undanúrslitaleik bikarsins. vísir/hulda margrét Gríðarleg spenna er á toppi Olís-deildar karla í handbolta nú þegar fram undan eru fimm síðustu umferðirnar á aðeins þremur vikum. Algjör lykilleikur í bráttunni um sæti í úrslitakeppninni er í Safamýri í kvöld. Stórleikur FH og Vals, og lykilleikur á milli Fram og KA, standa upp úr í kvöld en öll átjánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og umferðin svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á morgun. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferð kvöldsins og má sjá þáttinn hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 18. umferð Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30. Ásgeir sagði Valsmenn einfaldlega með mikið fleiri vopn en FH, eins og sýndi sig í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum. Þar keyrðu Valsmenn yfir FH-inga í seinni hálfleik og nýttu sér það að Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon meiddust: Staðan í Olís-deild karla fyrir leiki kvöldsins. „Það kom ekkert þegar þeir duttu út. Lítið framlag frá allt of mörgum. FH-ingarnir verða að vera fullmannaðir ef þeir ætla að eiga einhvern séns, og þeir þurfa að halda út í sextíu mínútur. Það verður áskorun og spurning hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem meiðast. Valsararnir líta ógeðslega vel út. Þeir eru hrikalega flottir og ef maður horfir fram næstu vikur þá er Valur klárlega liðið sem þarf að vinna ef menn ætla sér einhverja titla. Það er ekki nokkur spurning,“ sagði Ásgeir. „Fáránlega mikill meðbyr“ með KA sem getur skilið Fram eftir Fram og KA mætast í ekki síður mikilvægum leik en með sigri næði KA fimm stiga forskoti á Fram í slagnum um 8. sætið, það síðasta í úrslitakeppninni. „Þá myndum við nokkurn veginn vita hvaða lið verða í úrslitakeppninni. Ég sé Framarana ekki koma til baka úr því. Fyrir þá er þetta fyrsti úrslitaleikurinn í að komast í úrslitakeppnina. Það hlýtur að hafa verið markmiðið fyrir tímabilið,“ sagði Ásgeir. Hann var á svæðinu þegar KA komst í og lék úrslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrr í mánuðinum og upplifði gulbláa stemningu eins og hún gerist best: „Það var ótrúleg stemning KA-megin. Ótrúlega vel mætt á pallana, holningin á liðinu allt önnur og komin svakaleg barátta og vilji, eitthvað extra, í þá. Það er einhver breyting í gangi hjá KA núna, fáránlega mikill meðbyr með þeim, og ef þeir spila rétt úr þessu gætu þeir nýtt þennan meðbyr til að klára deildina vel og það veit á gott fyrir úrslitakeppnina.“ Olís-deild karla FH Valur KA Fram Seinni bylgjan Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Stórleikur FH og Vals, og lykilleikur á milli Fram og KA, standa upp úr í kvöld en öll átjánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og umferðin svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á morgun. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferð kvöldsins og má sjá þáttinn hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 18. umferð Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30. Ásgeir sagði Valsmenn einfaldlega með mikið fleiri vopn en FH, eins og sýndi sig í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum. Þar keyrðu Valsmenn yfir FH-inga í seinni hálfleik og nýttu sér það að Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon meiddust: Staðan í Olís-deild karla fyrir leiki kvöldsins. „Það kom ekkert þegar þeir duttu út. Lítið framlag frá allt of mörgum. FH-ingarnir verða að vera fullmannaðir ef þeir ætla að eiga einhvern séns, og þeir þurfa að halda út í sextíu mínútur. Það verður áskorun og spurning hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem meiðast. Valsararnir líta ógeðslega vel út. Þeir eru hrikalega flottir og ef maður horfir fram næstu vikur þá er Valur klárlega liðið sem þarf að vinna ef menn ætla sér einhverja titla. Það er ekki nokkur spurning,“ sagði Ásgeir. „Fáránlega mikill meðbyr“ með KA sem getur skilið Fram eftir Fram og KA mætast í ekki síður mikilvægum leik en með sigri næði KA fimm stiga forskoti á Fram í slagnum um 8. sætið, það síðasta í úrslitakeppninni. „Þá myndum við nokkurn veginn vita hvaða lið verða í úrslitakeppninni. Ég sé Framarana ekki koma til baka úr því. Fyrir þá er þetta fyrsti úrslitaleikurinn í að komast í úrslitakeppnina. Það hlýtur að hafa verið markmiðið fyrir tímabilið,“ sagði Ásgeir. Hann var á svæðinu þegar KA komst í og lék úrslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrr í mánuðinum og upplifði gulbláa stemningu eins og hún gerist best: „Það var ótrúleg stemning KA-megin. Ótrúlega vel mætt á pallana, holningin á liðinu allt önnur og komin svakaleg barátta og vilji, eitthvað extra, í þá. Það er einhver breyting í gangi hjá KA núna, fáránlega mikill meðbyr með þeim, og ef þeir spila rétt úr þessu gætu þeir nýtt þennan meðbyr til að klára deildina vel og það veit á gott fyrir úrslitakeppnina.“
Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30.
Olís-deild karla FH Valur KA Fram Seinni bylgjan Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira