„Hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. mars 2022 18:31 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur það ekki hafa verið mistök að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Ef hemja hafi átt útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins hefði þurft gríðarlega strangar takmarkanir til. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gera megi betur í heilbrigðisþjónustu við landsbyggðina. Hans hugur er þessa dagana hjá aðstandendum tveggja ára stúlku sem lést eftir baráttu við Covid fyrr í mánuðinum. Foreldrar stúlkunnar sögðu sögu sína í kvöldfréttum okkar síðasta sunnudag. Þeir segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. Sjálf búa þau á Þórshöfn en þegar dóttir þeirra veiktist var næsti læknir á Kópaskeri í um 70 kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þetta er auðvitað bara mikill harmleikur og hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Málið er nú á borði landlæknis sem er að hefja á því rannsókn. „Og á meðan er það nú svona bara venjan að tjá sig ekki frekar um slík tilvik en já, alveg örugglega margt sem við getum gert betur í að þjónusta landsbyggðina,“ segir Willum. Hann segir brýnt að reyna að bæta stöðuna þar og vill einblína á landsbyggðina á næstunni. „Já, alltaf. Og þetta er bara viðvarandi verkefni og við eigum auðvitað bara að hlusta og læra og reyna að gera betur,“ segir hann. Ekki mistök að aflétta öllu Nú er rétt tæpur mánuður síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt. Síðan þá hefur borið talsvert á umræðu um andlát vegna Covid-19 enda hefur þeim fjölgað gríðarlega með tilkomu ómíkron-afbrigðisins eins og sjá má á þessu grafi: Hér má sjá vöxtinn sem orðið hefur í andlátum vegna Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins. Embætti landlæknis Hafa verður í huga að margfalt fleiri hafa smitast af veirunni á sama tíma og þegar tíðni dauðsfalla er skoðuð kemur í ljós að hlutfallslega látast nú mun færri eftir baráttu við Covid en nokkru sinni fyrr. Eins og sjá má voru fyrri afbrigðin margfalt alvarlegri en ómíkron þrátt fyrir færri dauðsföll í heildina. Þá smituðust nefnilega miklu færri. Embætti landlæknis Heilbrigðisráðherra sér ekki eftir að hafa aflétt öllum takmörkunum enda hefði þurft mikið til að hemja nýja afbrigðið. „Þá hefði það þurft bara nánast að loka samfélaginu og við vorum hér, bara að minna á það, með 10 manna samkomutakmarkanir en þá var útbreiðsla smita mikil,“ segir Willum. Þannig það voru ekkert mistök að aflétta öllu? „Nei, ég met það ekki. Það voru afléttingar, við tókum þetta í skrefum. Við fórum varlegar en flestar aðrar þjóðir ég minni á það líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Byggðamál Langanesbyggð Tengdar fréttir Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00 Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Foreldrar stúlkunnar sögðu sögu sína í kvöldfréttum okkar síðasta sunnudag. Þeir segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. Sjálf búa þau á Þórshöfn en þegar dóttir þeirra veiktist var næsti læknir á Kópaskeri í um 70 kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þetta er auðvitað bara mikill harmleikur og hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Málið er nú á borði landlæknis sem er að hefja á því rannsókn. „Og á meðan er það nú svona bara venjan að tjá sig ekki frekar um slík tilvik en já, alveg örugglega margt sem við getum gert betur í að þjónusta landsbyggðina,“ segir Willum. Hann segir brýnt að reyna að bæta stöðuna þar og vill einblína á landsbyggðina á næstunni. „Já, alltaf. Og þetta er bara viðvarandi verkefni og við eigum auðvitað bara að hlusta og læra og reyna að gera betur,“ segir hann. Ekki mistök að aflétta öllu Nú er rétt tæpur mánuður síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt. Síðan þá hefur borið talsvert á umræðu um andlát vegna Covid-19 enda hefur þeim fjölgað gríðarlega með tilkomu ómíkron-afbrigðisins eins og sjá má á þessu grafi: Hér má sjá vöxtinn sem orðið hefur í andlátum vegna Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins. Embætti landlæknis Hafa verður í huga að margfalt fleiri hafa smitast af veirunni á sama tíma og þegar tíðni dauðsfalla er skoðuð kemur í ljós að hlutfallslega látast nú mun færri eftir baráttu við Covid en nokkru sinni fyrr. Eins og sjá má voru fyrri afbrigðin margfalt alvarlegri en ómíkron þrátt fyrir færri dauðsföll í heildina. Þá smituðust nefnilega miklu færri. Embætti landlæknis Heilbrigðisráðherra sér ekki eftir að hafa aflétt öllum takmörkunum enda hefði þurft mikið til að hemja nýja afbrigðið. „Þá hefði það þurft bara nánast að loka samfélaginu og við vorum hér, bara að minna á það, með 10 manna samkomutakmarkanir en þá var útbreiðsla smita mikil,“ segir Willum. Þannig það voru ekkert mistök að aflétta öllu? „Nei, ég met það ekki. Það voru afléttingar, við tókum þetta í skrefum. Við fórum varlegar en flestar aðrar þjóðir ég minni á það líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Byggðamál Langanesbyggð Tengdar fréttir Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00 Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00
Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12