Grunnvatn – hin falda auðlind Jórunn Harðardóttir skrifar 22. mars 2022 07:00 Í dag 22. mars halda Sameinuðu þjóðirnar upp á alþjóðlegan dag vatnsins þrítugasta árið í röð. Meginmarkmið dagsins er að hvetja alþjóðasamfélagið til að beina sjónum sínum að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6, þ.e. að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Í ár beinist athyglin að grunnvatni, sem er aðalundirstaða drykkjarvatns á jörðinni auk þess sem það er notað í matvælaframleiðslu, iðnaði og uppbyggingu hreinlætisaðstöðu um heim allan. Eru þetta sjálfsögð gæði sem við getum gengið að sem vísu? Er alltaf nóg, sama hvað af er tekið, og er í öllum tilfellum á vísan að róa með gæði vatnsins? Ein af mikilvægari auðlindum Íslands er sá fjársjóður sem býr í heitu og köldu grunnvatni. Gæði vatnsins eru forsenda heilbrigðs lífs, bætir aðstæður og líðan og er undirstaða mikilvægra framleiðsluferla hér á landi. Grunnvatn er sömuleiðis undirstaða heilbrigðra vistkerfa s.s. vatnsfalla og votlendis og ofnotkun þess eða álag getur haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Grunnvatn er því mikilvæg auðlind hér á landi og nauðsynlegt að tryggja gæði þess og aðgengi. Á Íslandi er talið að um 20% af afrennsli landsins, eða 1000 m3/s, renni fram sem grunnvatn. Hér eins og annars staðar í heiminum er grunnvatn langstærstur hluti neysluvatns og er að auki einn af grunnþáttum stöðugleika í orkuframleiðslu margra vatnsaflsvirkjana. Gott vatn í nægilegu magni er ekki sjálfsagt. Aðeins í fyrrasumar léku þurrkar bændu illa á Norður- og Austurlandi. Þekkt eru hér á landi mun fleiri tilfelli þar sem vatn hefur haft veruleg áhrif á lífsgæði okkar en menn gera sér grein fyrir allt fram á daginn í dag. Í nóvember 1906 kom upp taugaveiki í Reykjavík og varð að faraldri á skömmum tíma. Í kjölfarið var lögð mikil áhersla á því að bæta neysluvatn Reykvíkinga og fljótlega var lagst í gerð vatnsveitu. Í dag er 95% af neysluvatni okkar grunnvatn og yfirleitt dreift til notenda án sérstakrar meðhöndlunar eða hreinsunar. Hér á landi hefur lengi vel verið horft til grunnvatns sem ótakmarkaðrar auðlindar og hafa Íslendingar löngum verið stoltir af hinu hreina vatni sem vellur fram í uppsprettum á hálendisbrúninni sem og úr krönunum heima við. Er þá ótalið heita grunnvatnið sem notað hefur verið til hitaveitu um land allt. En er grunnvatnið í raun ótakmarkað og jafn hreint og tært og ímynd þess segir til um? Hvert er raunverulegt álag á grunnvatn? Hversu mikið vitum við í raun um þessa földu auðlind? Álag á vatn er margskonar og er skilgreint í lögum um stjórn vatnamála sem allt sem hefur áhrif á ástand og aðgengi vatns. Í þessu sambandi má nefna álag vegna mengunar, nýtingar og breytinga á aðstæðum vegna framkvæmda. Mikil vatnstaka getur breytt náttúrulegri grunnvatnsstöðu sem getur rýrt gæði vatnsins, t.d. orsakað það að sjór eða mengun fari inn í grunnvatnið. Einnig getur magn vatns verið takmarkandi fyrir þá notkun sem áætluð er. Þetta á einkum við þar sem vatnstaka er mikil s.s. í grennd við höfuðborgarsvæðið en einnig þar sem veitirinn er viðkvæmur fyrir röskun, eins og t.d. víða á Reykjanesskaganum þar sem ferskvatnið liggur sem linsa ofan á sjó. Með meiri umsvifum í vatnsfrekum iðnaði, t.d. fiskeldi, ylrækt og annarri matvælaframleiðslu er ljóst að álag á magnstöðu grunnvatns fer sífellt vaxandi. Sömuleiðis eykst hættan á mengun grunnvatns með útbreiðslu byggðar inn á landsvæði nálægt stórum grunnvatnsstraumum, auknum ferðalögum inn á viðkvæm grunnvatnssvæði sem áður voru utan alfaraleiðar og vatnstöku, og/eða -breytinga tengdum vatnsafls- og jarðhitavirkjunum. Þá er ónefnd ógnin sem getur stafað af breyttu veðurfari með hærri tíðni aftakaúrkomu og þurrkatímabila sem hefur þegar sýnt sig að getur haft veruleg áhrif á bæði mengun og magnstöðu grunnvatns. En hvaða gögn höfum við í höndunum til að stýra álagi á grunnvatn? Umsóknum um leyfi vegna vatnstöku fjölgar frá ári til árs samtímis og mælingum sem gefa upplýsingar um mengun og magn grunnvatnsauðlindarinnar fækkar jafnt og þétt. Verulegt fjármagn vantar til að gera heildrænt mat á grunnvatnsauðlindinni, og til að meta breytingar á grunnvatni í tíma og rúmi, bæði vegna nýtingar og náttúrulegra breytinga. Á sama tíma eru sífellt gerðar meiri kröfur um sjálfbærni vatnstöku sem og vottun og upprunamerkingu. Á degi vatnsins hvetur Íslenska vatnafræðinefndin til umræðu um þessa mikilvægu auðlind Íslendinga og áréttar að horfa þurfi til framtíðar í skipulagi og nýtingu til að hægt verði að tryggja gæði og aðgengi að þessari mikilvægu en földu auðlind til framtíðar. Gæði hennar eru ekki sjálfgefin. Íslenska vatnafræðinefndin fer með alþjóðasamstarf á sviði vatnafræði innan vébanda UNESCO og er skipuð fulltrúum frá helstu stofnunum og hagaðilum sem tengjast vatni á einn eða annan hátt, þ.e., Hafrannsóknastofnun, Háskóla Íslands, Íslenska vatnafræðifélaginu, Landsvirkjun, Orkustofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun, og Veðurstofu Íslands. Fyrir hönd Íslensku vatnafræðinefndarinnar, Jórunn Harðardóttir Höfundur er formaður Íslensku vatnafræðinefndarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Í dag 22. mars halda Sameinuðu þjóðirnar upp á alþjóðlegan dag vatnsins þrítugasta árið í röð. Meginmarkmið dagsins er að hvetja alþjóðasamfélagið til að beina sjónum sínum að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6, þ.e. að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Í ár beinist athyglin að grunnvatni, sem er aðalundirstaða drykkjarvatns á jörðinni auk þess sem það er notað í matvælaframleiðslu, iðnaði og uppbyggingu hreinlætisaðstöðu um heim allan. Eru þetta sjálfsögð gæði sem við getum gengið að sem vísu? Er alltaf nóg, sama hvað af er tekið, og er í öllum tilfellum á vísan að róa með gæði vatnsins? Ein af mikilvægari auðlindum Íslands er sá fjársjóður sem býr í heitu og köldu grunnvatni. Gæði vatnsins eru forsenda heilbrigðs lífs, bætir aðstæður og líðan og er undirstaða mikilvægra framleiðsluferla hér á landi. Grunnvatn er sömuleiðis undirstaða heilbrigðra vistkerfa s.s. vatnsfalla og votlendis og ofnotkun þess eða álag getur haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Grunnvatn er því mikilvæg auðlind hér á landi og nauðsynlegt að tryggja gæði þess og aðgengi. Á Íslandi er talið að um 20% af afrennsli landsins, eða 1000 m3/s, renni fram sem grunnvatn. Hér eins og annars staðar í heiminum er grunnvatn langstærstur hluti neysluvatns og er að auki einn af grunnþáttum stöðugleika í orkuframleiðslu margra vatnsaflsvirkjana. Gott vatn í nægilegu magni er ekki sjálfsagt. Aðeins í fyrrasumar léku þurrkar bændu illa á Norður- og Austurlandi. Þekkt eru hér á landi mun fleiri tilfelli þar sem vatn hefur haft veruleg áhrif á lífsgæði okkar en menn gera sér grein fyrir allt fram á daginn í dag. Í nóvember 1906 kom upp taugaveiki í Reykjavík og varð að faraldri á skömmum tíma. Í kjölfarið var lögð mikil áhersla á því að bæta neysluvatn Reykvíkinga og fljótlega var lagst í gerð vatnsveitu. Í dag er 95% af neysluvatni okkar grunnvatn og yfirleitt dreift til notenda án sérstakrar meðhöndlunar eða hreinsunar. Hér á landi hefur lengi vel verið horft til grunnvatns sem ótakmarkaðrar auðlindar og hafa Íslendingar löngum verið stoltir af hinu hreina vatni sem vellur fram í uppsprettum á hálendisbrúninni sem og úr krönunum heima við. Er þá ótalið heita grunnvatnið sem notað hefur verið til hitaveitu um land allt. En er grunnvatnið í raun ótakmarkað og jafn hreint og tært og ímynd þess segir til um? Hvert er raunverulegt álag á grunnvatn? Hversu mikið vitum við í raun um þessa földu auðlind? Álag á vatn er margskonar og er skilgreint í lögum um stjórn vatnamála sem allt sem hefur áhrif á ástand og aðgengi vatns. Í þessu sambandi má nefna álag vegna mengunar, nýtingar og breytinga á aðstæðum vegna framkvæmda. Mikil vatnstaka getur breytt náttúrulegri grunnvatnsstöðu sem getur rýrt gæði vatnsins, t.d. orsakað það að sjór eða mengun fari inn í grunnvatnið. Einnig getur magn vatns verið takmarkandi fyrir þá notkun sem áætluð er. Þetta á einkum við þar sem vatnstaka er mikil s.s. í grennd við höfuðborgarsvæðið en einnig þar sem veitirinn er viðkvæmur fyrir röskun, eins og t.d. víða á Reykjanesskaganum þar sem ferskvatnið liggur sem linsa ofan á sjó. Með meiri umsvifum í vatnsfrekum iðnaði, t.d. fiskeldi, ylrækt og annarri matvælaframleiðslu er ljóst að álag á magnstöðu grunnvatns fer sífellt vaxandi. Sömuleiðis eykst hættan á mengun grunnvatns með útbreiðslu byggðar inn á landsvæði nálægt stórum grunnvatnsstraumum, auknum ferðalögum inn á viðkvæm grunnvatnssvæði sem áður voru utan alfaraleiðar og vatnstöku, og/eða -breytinga tengdum vatnsafls- og jarðhitavirkjunum. Þá er ónefnd ógnin sem getur stafað af breyttu veðurfari með hærri tíðni aftakaúrkomu og þurrkatímabila sem hefur þegar sýnt sig að getur haft veruleg áhrif á bæði mengun og magnstöðu grunnvatns. En hvaða gögn höfum við í höndunum til að stýra álagi á grunnvatn? Umsóknum um leyfi vegna vatnstöku fjölgar frá ári til árs samtímis og mælingum sem gefa upplýsingar um mengun og magn grunnvatnsauðlindarinnar fækkar jafnt og þétt. Verulegt fjármagn vantar til að gera heildrænt mat á grunnvatnsauðlindinni, og til að meta breytingar á grunnvatni í tíma og rúmi, bæði vegna nýtingar og náttúrulegra breytinga. Á sama tíma eru sífellt gerðar meiri kröfur um sjálfbærni vatnstöku sem og vottun og upprunamerkingu. Á degi vatnsins hvetur Íslenska vatnafræðinefndin til umræðu um þessa mikilvægu auðlind Íslendinga og áréttar að horfa þurfi til framtíðar í skipulagi og nýtingu til að hægt verði að tryggja gæði og aðgengi að þessari mikilvægu en földu auðlind til framtíðar. Gæði hennar eru ekki sjálfgefin. Íslenska vatnafræðinefndin fer með alþjóðasamstarf á sviði vatnafræði innan vébanda UNESCO og er skipuð fulltrúum frá helstu stofnunum og hagaðilum sem tengjast vatni á einn eða annan hátt, þ.e., Hafrannsóknastofnun, Háskóla Íslands, Íslenska vatnafræðifélaginu, Landsvirkjun, Orkustofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun, og Veðurstofu Íslands. Fyrir hönd Íslensku vatnafræðinefndarinnar, Jórunn Harðardóttir Höfundur er formaður Íslensku vatnafræðinefndarinnar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun