Vald hins þögla meirihluta Helgi Áss Grétarsson skrifar 21. mars 2022 11:01 Öldruð kona kom í heimsókn á kosningaskrifstofu mína sl. laugardag. Hana hafði ég aldrei hitt áður. Eigi að síður vildi hún kjósa mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tíma tók að skrá hana í flokkinn. Á meðan upplýsti hún mig um hvernig þjónusta Reykjavíkurborgar hefði verið síðustu tvö æviár maka hennar en hann féll frá fyrir fáeinum misserum síðan. Í sem skemmstu máli, bar gesturinn heimaþjónustu sveitarfélagsins ekki vel söguna. Umönnun sjúklingsins hefði því í of miklum mæli lent á hennar herðum. Vandi konunnar var raunverulegur. Slík viðfangsefni vekja áhuga minn. Þau vil ég reyna leysa. Tíst smáfugla Á föstudagskvöldum er skemmtiþáttur hjá Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmaður þess þáttar heldur úti tíst-reikningi (twitter-aðgangi). Viðkomandi var eitt sinn borgarfulltrúi. Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem „öfgafemínistatussu sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári. Sú vísis-grein laut í grunninn að mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreindra einstaklinga. Sá boðskapur er sígildur og fellur vel að þeirri stjórnmálastefnu að taumhald verður að vera á valdbeitingu gagnvart þeim einstaklingum sem sökum eru bornir. Hornsteinar siðaðs samfélags byggja á þessu grundvallaratriði. Jákvætt er að árangur minn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. helgi hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Sem dæmi hefur áðurnefnd grein mín frá júlí 2021 verið mest lesna greinin á visir.is síðan sunnudaginn 20. mars 2022. Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman. Friðhelgi kjörklefans Í prófkjörsbaráttunni fann ég fyrir miklum velvilja í minn garð. Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér. Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina. Fyrir þann stuðning verð ég ævivarandi þakklátur. Höfundur lenti í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór 18.–19. mars 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Öldruð kona kom í heimsókn á kosningaskrifstofu mína sl. laugardag. Hana hafði ég aldrei hitt áður. Eigi að síður vildi hún kjósa mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tíma tók að skrá hana í flokkinn. Á meðan upplýsti hún mig um hvernig þjónusta Reykjavíkurborgar hefði verið síðustu tvö æviár maka hennar en hann féll frá fyrir fáeinum misserum síðan. Í sem skemmstu máli, bar gesturinn heimaþjónustu sveitarfélagsins ekki vel söguna. Umönnun sjúklingsins hefði því í of miklum mæli lent á hennar herðum. Vandi konunnar var raunverulegur. Slík viðfangsefni vekja áhuga minn. Þau vil ég reyna leysa. Tíst smáfugla Á föstudagskvöldum er skemmtiþáttur hjá Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmaður þess þáttar heldur úti tíst-reikningi (twitter-aðgangi). Viðkomandi var eitt sinn borgarfulltrúi. Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem „öfgafemínistatussu sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári. Sú vísis-grein laut í grunninn að mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreindra einstaklinga. Sá boðskapur er sígildur og fellur vel að þeirri stjórnmálastefnu að taumhald verður að vera á valdbeitingu gagnvart þeim einstaklingum sem sökum eru bornir. Hornsteinar siðaðs samfélags byggja á þessu grundvallaratriði. Jákvætt er að árangur minn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. helgi hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Sem dæmi hefur áðurnefnd grein mín frá júlí 2021 verið mest lesna greinin á visir.is síðan sunnudaginn 20. mars 2022. Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman. Friðhelgi kjörklefans Í prófkjörsbaráttunni fann ég fyrir miklum velvilja í minn garð. Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér. Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina. Fyrir þann stuðning verð ég ævivarandi þakklátur. Höfundur lenti í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór 18.–19. mars 2022.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun