Þetta sagði varaforsætisráðherra Úkraínu, Iryna Vereshchuk, við kröfu Rússa um að Úkraínumenn gæfu Maríupól upp á bátinn, gegn því að fá að komast örugglega frá borginni.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.
Helstu vendingar:
- Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja Pólland á föstudag, í kjölfar fundar í Brussel með leiðtogum Nató, G7-ríkjanna og Evrópusambandsríkjanna.
- Biden mun ræða við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu í dag, í síma eða um fjarfundabúnað.
- Sendiherra Kína í Bandaríkjunum neitaði því í viðtali við CBS að Kínverjar hefðu séð Rússum fyrir vopnum og skotfærum og að stjórnvöld í Pekíng hygðust gera allt sem þau gætu til að draga úr átökunum í Úkraínu.
- Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir Rússa sækja að Odessa frá Krímskaga en hafa lítið orðið ágengt á síðustu viku.
- Ammóníuleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí er sagður hafa mengað útfrá sér á 2,5 kílómetra svæði. Lekinn hófst eftir árásir Rússa á Sumykhimiprom-efnaverksmiðjuna.
