Innlent

Jóhannes Björn er látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhannes Björn er fallinn frá.
Jóhannes Björn er fallinn frá.

Jóhannes Björn Lúðvíksson, rithöfundur og samfélagsrýnir, varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York borg í Bandaríkjunum að morgni sunnudagsins 13. mars síðastliðinn. 

Fréttablaðið greinir frá andláti Jóhannesar Björns.

Hann lætur eftir sig einn son, Róbert Jóhannesson, sem hann eignaðist með Þóru Ásbjörnsdóttur og eiginkonu sína Beth Sue Rose.

Jóhannes Björn lét til sín taka af miklum krafti á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum allt til dánardægurs. Þá var hefur bók hans Falið vald verið lýst sem einni umtöluðustu þjóðmálarýni seinni áratuga.

Jóhannes Björn var sérstaklega áberandi í umræðunni á árunum í kringum fjármálahrunið 2008. Þá var hann afar góður skákmaður og þótti á sínum tíma eitt mesta efni sem fram hafði komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×