Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 18:56 Frá kosningavöku Ragnhildar Öldu í gær. Håkon Broder Lund Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. Ragnhildur Alda sóttist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en laut í lægra haldi fyrir mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur. „Frá mínum dýpstu hjartarótum langar mig að þakka öllum þeim sem kusu mig og lögðu baráttunni lið, innilega fyrir hjálpina! Sterk liðsheild og feiknaöflugur stuðningsmannahópur skilaði okkur þessum stóra sigri og magnaða árangri - og það á örstuttum tíma. Ég er gríðarlega stolt af árangrinum, en hann er fyrst og fremst ykkur að þakka sem lögðuð hönd á plóg og veittuð mér stuðning og traust í kjörklefanum,“ skrifar Ragnhildur Alda á Facebook. Ragnhildur Alda var fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili. Hún segir að fyrir „tiltölulega ungan og óþekktan varaborgarfulltrúa“ hafi verið á brattan að sækja, allt frá upphafi. Því séu niðurstöður prófkjörsins sigur í sjálfu sér. Stuðningsmenn hennar séu hreyfiafl og bjart sé fram undan fyrir flokkinn í borginni. „Ég er virkilega hreykin af því trausti sem mér hefur verið sýnt og af því að tilheyra þessum glæsilega hópi sjálfstæðismanna. Niðurstöðurnar sýndu og sönnuðu að okkar málflutningur átti sannarlega erindi við kjósendur.“ Þakkar Hildi fyrir drengilega baráttu Í færslunni þakkar Ragnhildur Alda mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa, fyrir drengilega baráttu. Þá óskar hún öllum þeim sem hrepptu sætu á listanum til hamingju, „Úr prófkjörinu kemur öflugur listi af nýliðum og reynsluboltum sem ég hlakka til að starfa með. Framundan er vinna kjörnefndar en hún hefur það mikilvæga verkefni að raða upp sigurstranglegum lista fyrir næstu kosningar,“ skrifar Ragnhildur Alda. Næstu dagar fari í nauðsynlega hvíld, og það að svara þeim kveðjum og skilaboðum sem hún hafi fengið en ekki haft tíma til að svara í hamagangi kosningabaráttunnar. „Kæru vinir, verkefnið nú er að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borgarstjórn og að því þurfum við öll að vinna. Með samstöðuna að vopni verðum við alda breytinga í þágu borgarbúa,“ skrifar Ragnhildur Alda að lokum. Ragnhildur Alda þakkar fyrir stuðninginn.Håkon Broder Lund Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ragnhildur Alda sóttist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en laut í lægra haldi fyrir mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur. „Frá mínum dýpstu hjartarótum langar mig að þakka öllum þeim sem kusu mig og lögðu baráttunni lið, innilega fyrir hjálpina! Sterk liðsheild og feiknaöflugur stuðningsmannahópur skilaði okkur þessum stóra sigri og magnaða árangri - og það á örstuttum tíma. Ég er gríðarlega stolt af árangrinum, en hann er fyrst og fremst ykkur að þakka sem lögðuð hönd á plóg og veittuð mér stuðning og traust í kjörklefanum,“ skrifar Ragnhildur Alda á Facebook. Ragnhildur Alda var fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili. Hún segir að fyrir „tiltölulega ungan og óþekktan varaborgarfulltrúa“ hafi verið á brattan að sækja, allt frá upphafi. Því séu niðurstöður prófkjörsins sigur í sjálfu sér. Stuðningsmenn hennar séu hreyfiafl og bjart sé fram undan fyrir flokkinn í borginni. „Ég er virkilega hreykin af því trausti sem mér hefur verið sýnt og af því að tilheyra þessum glæsilega hópi sjálfstæðismanna. Niðurstöðurnar sýndu og sönnuðu að okkar málflutningur átti sannarlega erindi við kjósendur.“ Þakkar Hildi fyrir drengilega baráttu Í færslunni þakkar Ragnhildur Alda mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa, fyrir drengilega baráttu. Þá óskar hún öllum þeim sem hrepptu sætu á listanum til hamingju, „Úr prófkjörinu kemur öflugur listi af nýliðum og reynsluboltum sem ég hlakka til að starfa með. Framundan er vinna kjörnefndar en hún hefur það mikilvæga verkefni að raða upp sigurstranglegum lista fyrir næstu kosningar,“ skrifar Ragnhildur Alda. Næstu dagar fari í nauðsynlega hvíld, og það að svara þeim kveðjum og skilaboðum sem hún hafi fengið en ekki haft tíma til að svara í hamagangi kosningabaráttunnar. „Kæru vinir, verkefnið nú er að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borgarstjórn og að því þurfum við öll að vinna. Með samstöðuna að vopni verðum við alda breytinga í þágu borgarbúa,“ skrifar Ragnhildur Alda að lokum. Ragnhildur Alda þakkar fyrir stuðninginn.Håkon Broder Lund
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira