Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2022 21:04 Þessi mynd segir meira en nokkur orð um húsakostinn og aðstöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi, sem er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. Nemendur og starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi boðuðu til fjölmenns málþings í gær um framtíð skólans. Skólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt í 66 ár, eða til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. 116 nemendur eru á Reykjum í dag í staðarnámi og fjarnámi. Þeir og starfsfólk vilja að skólinn verði aftur gerður að sjálfstæðum skóla. Í dag eru allar húsbyggingar skólans og gróðurhús nánast ónýt enda hefur lítill sem engin peningur verið settur í viðhald síðustu ár. Gróðurhúsin á Reykjum eru meira og minna ónýt en þar fer verknám nemenda m.a. fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eiginlega bara þannig að við erum búin að fá nóg. Húsin okkar eru ekki boðleg eins og þau eru. Það eru lek hús og það er ekki hægt að halda uppi hita í uppeldisstöðvunum þar sem við eigum að vera að læra að rækta, þannig að nei, þetta er ekki í lagi,“ segir Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum. Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddný Harðardóttir, alþingismaður er ósátt við stöðuna á Reykjum. „Eitt sem við getum gert strax, það er að setja aukið fjármagn í húsbyggingar hér og bæta aðstöðuna, sem er algjörlega óviðunandi og við höfum fengið að sjá og heyra um á þessu málþingi,“ segir Oddný. Fram kom á málþinginu að springi ljósapera á Reykjum þá fáist ekki leyfi hjá yfirstjórn Landbúnaðarháskólans að kaupa nýja peru og skipta um. „Já, það sér hver maður að svona gengur þetta ekki lengur, bætir Oddný við. Guðríður Helgadóttir, starfsmaður á Reykjum en hún sagði söguna um ljósaperuna á málþinginu, sem ekki fékkst leyfi ttil að kaupa og skipta um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði fundinn og sagði að búið væri að ákveða að skólinn á Reykjum muni færast undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi næsta haust. Það sættir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sig alls ekki við en þingmaðurinn er verðandi dómsmálaráðherra þegar kjörtímabilið er hálfnað. Alþingismennirnir Oddný Harðardóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sóttu m.a. málþingið á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég biðla til Ásmundar Einars Daðasonar, menntamálaráðherra að snúa þessari ákvörðun til baka. Ég vill sjá sjálfstæðan öflugan skóla, garðyrkju-, umhverfis og loftlagsmála á Reykjum í Ölfusi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður. Garðyrkjunámið mun færast á Selfoss haustið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Alþingi Landbúnaður Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira
Nemendur og starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi boðuðu til fjölmenns málþings í gær um framtíð skólans. Skólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt í 66 ár, eða til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. 116 nemendur eru á Reykjum í dag í staðarnámi og fjarnámi. Þeir og starfsfólk vilja að skólinn verði aftur gerður að sjálfstæðum skóla. Í dag eru allar húsbyggingar skólans og gróðurhús nánast ónýt enda hefur lítill sem engin peningur verið settur í viðhald síðustu ár. Gróðurhúsin á Reykjum eru meira og minna ónýt en þar fer verknám nemenda m.a. fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eiginlega bara þannig að við erum búin að fá nóg. Húsin okkar eru ekki boðleg eins og þau eru. Það eru lek hús og það er ekki hægt að halda uppi hita í uppeldisstöðvunum þar sem við eigum að vera að læra að rækta, þannig að nei, þetta er ekki í lagi,“ segir Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum. Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddný Harðardóttir, alþingismaður er ósátt við stöðuna á Reykjum. „Eitt sem við getum gert strax, það er að setja aukið fjármagn í húsbyggingar hér og bæta aðstöðuna, sem er algjörlega óviðunandi og við höfum fengið að sjá og heyra um á þessu málþingi,“ segir Oddný. Fram kom á málþinginu að springi ljósapera á Reykjum þá fáist ekki leyfi hjá yfirstjórn Landbúnaðarháskólans að kaupa nýja peru og skipta um. „Já, það sér hver maður að svona gengur þetta ekki lengur, bætir Oddný við. Guðríður Helgadóttir, starfsmaður á Reykjum en hún sagði söguna um ljósaperuna á málþinginu, sem ekki fékkst leyfi ttil að kaupa og skipta um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði fundinn og sagði að búið væri að ákveða að skólinn á Reykjum muni færast undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi næsta haust. Það sættir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sig alls ekki við en þingmaðurinn er verðandi dómsmálaráðherra þegar kjörtímabilið er hálfnað. Alþingismennirnir Oddný Harðardóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sóttu m.a. málþingið á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég biðla til Ásmundar Einars Daðasonar, menntamálaráðherra að snúa þessari ákvörðun til baka. Ég vill sjá sjálfstæðan öflugan skóla, garðyrkju-, umhverfis og loftlagsmála á Reykjum í Ölfusi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður. Garðyrkjunámið mun færast á Selfoss haustið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Alþingi Landbúnaður Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira