Helena Sverrisdóttir: Ég er gífurlega stolt af þessum stelpum Árni Jóhannsson skrifar 19. mars 2022 22:05 Helena og stöllur hennar fagna titlinum. Vísir/Bára Dröfn Helena Sverrisdóttir var virkilega ánægð með liðsheildina þegar Haukar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Þær lögðu Breiðablik 88-81 í Smáranum í hörkuleik en varnarleikur og reynsla liðsins kláraði verkefnið í fjórða leikhluta en leikurinn var jafn nánast allar 40 mínúturnar. Helena sjálf var með nærrum því þrefalda tvennu en hún skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. „Viljinn var bara þvílíkt til staðar hjá okkur “, sagði Helena þegar hún var spurð hvað hafi skorið úr um sigurvegara í kvöld. „Við lentum í smá áfalli á fimmtudaginn þegar við missum Keiru [Robinson] í meiðsli en við vorum bara ótrúlega samheldnar og flottar í kvöld.“ Helena Sverrisdóttir var einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu.Vísir/Bára Dröfn Helena skoraði ekki nema níu stig í undanúrslitunum á móti Njarðvík en endaði með 19 stig í kvöld en öll stigin hennar voru mjög mikilvæg. Hvað breyttist á milli leikja? „Við erum bara með frábæra leikmenn og aðrir voru að skora á fimmtudaginn. Ég þurfti ekki að skora eins mikið þá. Í kvöld þá þurfti ég að skora aðeins meira og þá fundu þær mig meira í kvöld. Við erum bara með frábært lið og ég er gífurlega stolt af þessum stelpum í dag og ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með þær.“ En hvað gerir svona sigur fyrir liðið upp á loka átökin í deildinni? „Bara gríðarlega mikið. Við spilum án Keiru sem er okkar aðalleikstjórnandi og vara leikstjórnandinn okkar Jana [Falsdóttir] kemur inn og stendur sig ógeðslega vel. Allir bara stigu upp og gerðu rosalega vel í dag. Þá var Helena spurð hvort það væri nokkuð að verða þreytt að vinna titla en Helena stígur varla inn á völlinn hér á landi nema að vinna titil. Bekkurinn hjá Haukum hvetur samherja sína áfram.Vísir/Bára Dröfn „Af hverju ætti það að vera þreytt. Svona á þetta að vera. Þetta geggjað gaman. Nú er maður komin með dóttur í stúkuna sem er búin að vera eiginlega spenntari en ég fyrir möguleikanum að vinna bikar. Þetta er bara ógeðslega gaman“, sagði sú besta skælbrosandi. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Helena sjálf var með nærrum því þrefalda tvennu en hún skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. „Viljinn var bara þvílíkt til staðar hjá okkur “, sagði Helena þegar hún var spurð hvað hafi skorið úr um sigurvegara í kvöld. „Við lentum í smá áfalli á fimmtudaginn þegar við missum Keiru [Robinson] í meiðsli en við vorum bara ótrúlega samheldnar og flottar í kvöld.“ Helena Sverrisdóttir var einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu.Vísir/Bára Dröfn Helena skoraði ekki nema níu stig í undanúrslitunum á móti Njarðvík en endaði með 19 stig í kvöld en öll stigin hennar voru mjög mikilvæg. Hvað breyttist á milli leikja? „Við erum bara með frábæra leikmenn og aðrir voru að skora á fimmtudaginn. Ég þurfti ekki að skora eins mikið þá. Í kvöld þá þurfti ég að skora aðeins meira og þá fundu þær mig meira í kvöld. Við erum bara með frábært lið og ég er gífurlega stolt af þessum stelpum í dag og ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með þær.“ En hvað gerir svona sigur fyrir liðið upp á loka átökin í deildinni? „Bara gríðarlega mikið. Við spilum án Keiru sem er okkar aðalleikstjórnandi og vara leikstjórnandinn okkar Jana [Falsdóttir] kemur inn og stendur sig ógeðslega vel. Allir bara stigu upp og gerðu rosalega vel í dag. Þá var Helena spurð hvort það væri nokkuð að verða þreytt að vinna titla en Helena stígur varla inn á völlinn hér á landi nema að vinna titil. Bekkurinn hjá Haukum hvetur samherja sína áfram.Vísir/Bára Dröfn „Af hverju ætti það að vera þreytt. Svona á þetta að vera. Þetta geggjað gaman. Nú er maður komin með dóttur í stúkuna sem er búin að vera eiginlega spenntari en ég fyrir möguleikanum að vinna bikar. Þetta er bara ógeðslega gaman“, sagði sú besta skælbrosandi.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35