Stórslys í laxeldi engum að kenna Elvar Örn Friðriksson skrifar 19. mars 2022 13:01 Í vikunni gaf Matvælastofnun (MAST) út yfirlýsingu þar sem taldar voru upp ástæður fyrir þeim gríðarlega laxadauða sem hefur átt sér stað í Dýrafirði undanfarið. Laxadauðinn er sá mesti frá upphafi á Íslandi og kemur hann í kjölfar ársins 2021 sem var metár í laxadauða í sjókvíaeldi. Þetta vafasama met hljóðaði upp á ríflega 3 milljónir eldislaxa. MAST hefur, eða á að hafa,eftirlit með starfsemi sjókvíaeldis en þrátt fyrir þessi gríðarlegu afföll, stóraukningu í laxalús, aukna eiturefnanotkun og myndefni af dauðum botni í Dýrafirði telur MAST að allt sé með felldu. Hvað þarf eiginlega að gerast til að MAST telji að ekki sé allt með felldu? Skoðum aðeins nokkur dæmi frá síðustu tveimur árum. Í febrúar 2020 drápust yfir 90.000 laxar hjá Arnarlaxi og þá kom MAST með þá yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hemil á ástandinu. Í júní 2021 drápust um 400.000 laxar í sjókvíum við Ísland, MAST hélt því fram að það væri engin ein skýring á þessu, heldur sitt lítið af hverju. Ekki var dauði dýranna flokkaður sem óeðlilegur eða eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar. Í ágúst 2021 birtist myndefni sem Veiga Grétarsdóttir tók af illa sködduðum löxum í íslenskum sjókvíum. MAST brást við með því að taka undir með sjókvíaeldisfyrirtækjum og saka Veigu um brot á sóttvarnarreglum. Enn þótt ekki ástæða til þess að athuga hvort allt væri með felldu. Nú seinast drápust um 500.000 laxar í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði og MAST bregst við á sama hátt og áður. Þetta er ekki fyrirtækjunum eða eldisaðferðinni að kenna. Þessi fullkomna meðvirkni „eftirlitsaðila“ með mengangi iðnaði er óásættanleg. MAST á að hafa óháð eftirlit með þessari starfsemi sem er mjög umdeild og meirihluti þjóðarinnar lítur neikvæðum augum (könnun Gallup frá september, 2021). Það er löngu sannað að sjókvíaeldi hefur neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika, lúsameðferð hefur neikvæð áhrif á önnur skeldýr, laxalús drepur sjógönguseiði villtra fiska, eldislaxar sleppa og hrygna með villtum löxum og úrgangurinn streymir óhindrað út í hreina firði og drepur botnlífið. Hlutlaust og strangt eftirlit er nauðsynlegt og það er réttur fólks að fá að vita hvaða áhrif þetta hefur á náttúruna. Hlutverk MAST er ekki að vernda ímynd mengandi sjókvíaeldisfyrirtækja eða hlaupa undir bagga með þeim. Það er enginn annar iðnaður sem MAST hefur eftirlit með sem kemst upp með það að milljónir dýra í þeirra haldi drepist án þess að það hafi afleiðingar. Það versta er að þetta mun gerast aftur og aftur. Það er eðli sjókvíaeldis. Áður en við vitum verða firðir dauðir, margar milljónir eldislaxa dauðir og villtur lax kominn í útrýmingarhættu. Verður laxeldinu ekki heldur um að kenna þá? Eða verður kannski MAST bara kennt um? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Umhverfismál Lax Elvar Örn Friðriksson Tengdar fréttir Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni gaf Matvælastofnun (MAST) út yfirlýsingu þar sem taldar voru upp ástæður fyrir þeim gríðarlega laxadauða sem hefur átt sér stað í Dýrafirði undanfarið. Laxadauðinn er sá mesti frá upphafi á Íslandi og kemur hann í kjölfar ársins 2021 sem var metár í laxadauða í sjókvíaeldi. Þetta vafasama met hljóðaði upp á ríflega 3 milljónir eldislaxa. MAST hefur, eða á að hafa,eftirlit með starfsemi sjókvíaeldis en þrátt fyrir þessi gríðarlegu afföll, stóraukningu í laxalús, aukna eiturefnanotkun og myndefni af dauðum botni í Dýrafirði telur MAST að allt sé með felldu. Hvað þarf eiginlega að gerast til að MAST telji að ekki sé allt með felldu? Skoðum aðeins nokkur dæmi frá síðustu tveimur árum. Í febrúar 2020 drápust yfir 90.000 laxar hjá Arnarlaxi og þá kom MAST með þá yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hemil á ástandinu. Í júní 2021 drápust um 400.000 laxar í sjókvíum við Ísland, MAST hélt því fram að það væri engin ein skýring á þessu, heldur sitt lítið af hverju. Ekki var dauði dýranna flokkaður sem óeðlilegur eða eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar. Í ágúst 2021 birtist myndefni sem Veiga Grétarsdóttir tók af illa sködduðum löxum í íslenskum sjókvíum. MAST brást við með því að taka undir með sjókvíaeldisfyrirtækjum og saka Veigu um brot á sóttvarnarreglum. Enn þótt ekki ástæða til þess að athuga hvort allt væri með felldu. Nú seinast drápust um 500.000 laxar í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði og MAST bregst við á sama hátt og áður. Þetta er ekki fyrirtækjunum eða eldisaðferðinni að kenna. Þessi fullkomna meðvirkni „eftirlitsaðila“ með mengangi iðnaði er óásættanleg. MAST á að hafa óháð eftirlit með þessari starfsemi sem er mjög umdeild og meirihluti þjóðarinnar lítur neikvæðum augum (könnun Gallup frá september, 2021). Það er löngu sannað að sjókvíaeldi hefur neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika, lúsameðferð hefur neikvæð áhrif á önnur skeldýr, laxalús drepur sjógönguseiði villtra fiska, eldislaxar sleppa og hrygna með villtum löxum og úrgangurinn streymir óhindrað út í hreina firði og drepur botnlífið. Hlutlaust og strangt eftirlit er nauðsynlegt og það er réttur fólks að fá að vita hvaða áhrif þetta hefur á náttúruna. Hlutverk MAST er ekki að vernda ímynd mengandi sjókvíaeldisfyrirtækja eða hlaupa undir bagga með þeim. Það er enginn annar iðnaður sem MAST hefur eftirlit með sem kemst upp með það að milljónir dýra í þeirra haldi drepist án þess að það hafi afleiðingar. Það versta er að þetta mun gerast aftur og aftur. Það er eðli sjókvíaeldis. Áður en við vitum verða firðir dauðir, margar milljónir eldislaxa dauðir og villtur lax kominn í útrýmingarhættu. Verður laxeldinu ekki heldur um að kenna þá? Eða verður kannski MAST bara kennt um? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun