Stúdent lagði Vörð í deilu um bótaupphæð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 11:59 Dómurinn féllst á kröfu stúdentsins um að miða ætti framlag í lífeyrissjóð við 11,5 prósent. Hann féllst þó ekki á að miða ætti bætur við meðallaun viðskiptafræðinga frekar en miðgildi launa viðskiptafræðinga. Vísir/Vilhelm Stúdent sem lenti í bílslysi árið 2018 og átti bara eftir að skila BS-ritgerð til að klára háskólanámið, lagði tryggingafélagið Vörð í héraðsdómi í vikunni. Stúdentinn fór fram á að bætur, sem henni voru greiddar, miðuðust við meðallaun viðskiptafræðinga sem hann var við það að verða. Stúdentinn lenti í umferðarslysi árið 2018 þegar sendibíll hemlaði skyndilega fyrir framan hann, sem gat ekki forðað árekstri. Stúdentinn hlaut varanlegt líkamstjón í slysinu og er varanleg örorka hans metin 10 prósent. Enginn ágreiningur er um bótaskyldu Varðar vegna slyssins. Ágreiningurinn snýr að því hvort bæturnar ættu að reiknast út frá meðaltekjum viðskiptafræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga frá árinu 2017 launum stúdenta eða út frá miðgildi heildarlauna viðskiptafræðinga. Stúdentinn vildi meina að miða ætti í bótaútreikningum við meðaltekjur viðskiptafræðinga sem lokið hafa BS-gráðu en samkvæmt því yrðu mánaðarlaun 757 þúsund krónur. Ef tekið væri mið af miðgildi grunnlauna viðskiptafræðinga væru mánaðarlaun 700 þúsund krónur. Stúdentinn fór fram á, að tilteknum aldri hans, örorkustigs, launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs, 16.747.460 krónur í bætur. Þegar fyrrnefnd kjarakönnun hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga var gerð var framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðs 9,25 prósent en það hækkaði og var komið í 11,5 prósent. Dómurinn féllst ekki á það að miða ætti við meðaltekjur en ekki miðgildi mánaðarlauna viðskiptafræðinga. Dómurinn telur skýrt að marktækur munur á miðgildi og meðaltali launanna sé afleiðing þess að einstakir launaháir aðilar hafi laun umfram dæmigerð laun viðskiptafræðinga. Dómurinn féllst hins vegar á að framlag í lífeyrissjóð í útreikningnum ætti að miða við 11,5 prósent eða 317.984 krónur, í stað 9,25 prósenta sem áður voru. Verði var því gert að greiða stúdentnum þær 317.984 krónur. Dómsmál Tryggingar Kjaramál Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Stúdentinn lenti í umferðarslysi árið 2018 þegar sendibíll hemlaði skyndilega fyrir framan hann, sem gat ekki forðað árekstri. Stúdentinn hlaut varanlegt líkamstjón í slysinu og er varanleg örorka hans metin 10 prósent. Enginn ágreiningur er um bótaskyldu Varðar vegna slyssins. Ágreiningurinn snýr að því hvort bæturnar ættu að reiknast út frá meðaltekjum viðskiptafræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga frá árinu 2017 launum stúdenta eða út frá miðgildi heildarlauna viðskiptafræðinga. Stúdentinn vildi meina að miða ætti í bótaútreikningum við meðaltekjur viðskiptafræðinga sem lokið hafa BS-gráðu en samkvæmt því yrðu mánaðarlaun 757 þúsund krónur. Ef tekið væri mið af miðgildi grunnlauna viðskiptafræðinga væru mánaðarlaun 700 þúsund krónur. Stúdentinn fór fram á, að tilteknum aldri hans, örorkustigs, launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs, 16.747.460 krónur í bætur. Þegar fyrrnefnd kjarakönnun hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga var gerð var framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðs 9,25 prósent en það hækkaði og var komið í 11,5 prósent. Dómurinn féllst ekki á það að miða ætti við meðaltekjur en ekki miðgildi mánaðarlauna viðskiptafræðinga. Dómurinn telur skýrt að marktækur munur á miðgildi og meðaltali launanna sé afleiðing þess að einstakir launaháir aðilar hafi laun umfram dæmigerð laun viðskiptafræðinga. Dómurinn féllst hins vegar á að framlag í lífeyrissjóð í útreikningnum ætti að miða við 11,5 prósent eða 317.984 krónur, í stað 9,25 prósenta sem áður voru. Verði var því gert að greiða stúdentnum þær 317.984 krónur.
Dómsmál Tryggingar Kjaramál Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira