Stúdent lagði Vörð í deilu um bótaupphæð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 11:59 Dómurinn féllst á kröfu stúdentsins um að miða ætti framlag í lífeyrissjóð við 11,5 prósent. Hann féllst þó ekki á að miða ætti bætur við meðallaun viðskiptafræðinga frekar en miðgildi launa viðskiptafræðinga. Vísir/Vilhelm Stúdent sem lenti í bílslysi árið 2018 og átti bara eftir að skila BS-ritgerð til að klára háskólanámið, lagði tryggingafélagið Vörð í héraðsdómi í vikunni. Stúdentinn fór fram á að bætur, sem henni voru greiddar, miðuðust við meðallaun viðskiptafræðinga sem hann var við það að verða. Stúdentinn lenti í umferðarslysi árið 2018 þegar sendibíll hemlaði skyndilega fyrir framan hann, sem gat ekki forðað árekstri. Stúdentinn hlaut varanlegt líkamstjón í slysinu og er varanleg örorka hans metin 10 prósent. Enginn ágreiningur er um bótaskyldu Varðar vegna slyssins. Ágreiningurinn snýr að því hvort bæturnar ættu að reiknast út frá meðaltekjum viðskiptafræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga frá árinu 2017 launum stúdenta eða út frá miðgildi heildarlauna viðskiptafræðinga. Stúdentinn vildi meina að miða ætti í bótaútreikningum við meðaltekjur viðskiptafræðinga sem lokið hafa BS-gráðu en samkvæmt því yrðu mánaðarlaun 757 þúsund krónur. Ef tekið væri mið af miðgildi grunnlauna viðskiptafræðinga væru mánaðarlaun 700 þúsund krónur. Stúdentinn fór fram á, að tilteknum aldri hans, örorkustigs, launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs, 16.747.460 krónur í bætur. Þegar fyrrnefnd kjarakönnun hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga var gerð var framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðs 9,25 prósent en það hækkaði og var komið í 11,5 prósent. Dómurinn féllst ekki á það að miða ætti við meðaltekjur en ekki miðgildi mánaðarlauna viðskiptafræðinga. Dómurinn telur skýrt að marktækur munur á miðgildi og meðaltali launanna sé afleiðing þess að einstakir launaháir aðilar hafi laun umfram dæmigerð laun viðskiptafræðinga. Dómurinn féllst hins vegar á að framlag í lífeyrissjóð í útreikningnum ætti að miða við 11,5 prósent eða 317.984 krónur, í stað 9,25 prósenta sem áður voru. Verði var því gert að greiða stúdentnum þær 317.984 krónur. Dómsmál Tryggingar Kjaramál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stúdentinn lenti í umferðarslysi árið 2018 þegar sendibíll hemlaði skyndilega fyrir framan hann, sem gat ekki forðað árekstri. Stúdentinn hlaut varanlegt líkamstjón í slysinu og er varanleg örorka hans metin 10 prósent. Enginn ágreiningur er um bótaskyldu Varðar vegna slyssins. Ágreiningurinn snýr að því hvort bæturnar ættu að reiknast út frá meðaltekjum viðskiptafræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga frá árinu 2017 launum stúdenta eða út frá miðgildi heildarlauna viðskiptafræðinga. Stúdentinn vildi meina að miða ætti í bótaútreikningum við meðaltekjur viðskiptafræðinga sem lokið hafa BS-gráðu en samkvæmt því yrðu mánaðarlaun 757 þúsund krónur. Ef tekið væri mið af miðgildi grunnlauna viðskiptafræðinga væru mánaðarlaun 700 þúsund krónur. Stúdentinn fór fram á, að tilteknum aldri hans, örorkustigs, launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs, 16.747.460 krónur í bætur. Þegar fyrrnefnd kjarakönnun hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga var gerð var framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðs 9,25 prósent en það hækkaði og var komið í 11,5 prósent. Dómurinn féllst ekki á það að miða ætti við meðaltekjur en ekki miðgildi mánaðarlauna viðskiptafræðinga. Dómurinn telur skýrt að marktækur munur á miðgildi og meðaltali launanna sé afleiðing þess að einstakir launaháir aðilar hafi laun umfram dæmigerð laun viðskiptafræðinga. Dómurinn féllst hins vegar á að framlag í lífeyrissjóð í útreikningnum ætti að miða við 11,5 prósent eða 317.984 krónur, í stað 9,25 prósenta sem áður voru. Verði var því gert að greiða stúdentnum þær 317.984 krónur.
Dómsmál Tryggingar Kjaramál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira