„Mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2022 11:31 Róbert Aron Magnússon, Robbi Kronik, er kominn út í pólitíkina. Vísir/vilhelm Sumir segja að Róbert Aron Magnússon sé andlit Hip Hop senunnar á Íslandi. Flestir þekkja hann undir nafninu Robbi Kronik en hann hélt úti útvarpsþættinum Kronik í yfir tuttugu ár. Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann bjó í mörg ár í London þar sem hann rak meðal annars Búlluna þar í borg. Róbert hefur í gegnum árin öðlast ró í sínu lífi og segist vera orðinn betri manneskja. „Síðustu ár hef ég farið í rosalega mikla sjálfsskoðun. Það er mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn. Ef maður tekur einhverja ákvörðun hér, var hún rétt eða röng. Eftir að ég varð fertugur þá fór ég að komast meira í sátt við sjálfan mig,“ segir Robbi og heldur áfram. „Kapphlaupið frá því að vera tuttugu og upp í fjörutíu ára er rosalega mikið og frekar mikið sjálfselskt ef maður getur sagt það. Eftir að maður verður fertugur fer maður að hugsa þetta svolítið öðruvísi og það hefur mér þótt svolítið gaman.“ Klippa: Einkalífið - Róbert Aron Magnússon Hann segist mögulega hafa verið hrokafullur í kringum tvítugsaldurinn og án efa barnalegur. „Þetta er bara hluti af því að maður hélt að maður vissi allt og það er bara hluti af þessu þroskaferli sem maður fer í gegnum. Svo er bara lífið, að fara í gegnum lífið er bara reynsla. Maður þarf að læra af mistökunum sem maður gerir í lífinu og það er skóli sem hefur hjálpað mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Robbi einnig um upphaf Kronik, árin í London, veitingarbransann hér á landi og komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins en hann tekur sjálfur þátt í stjórnmálunum hér á landi í fyrsta sinn núna um helgina þar sem hann býður sig fram í 6.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig ræðir Robbi um samband sitt við Hólmfríði kærustuna sína og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann bjó í mörg ár í London þar sem hann rak meðal annars Búlluna þar í borg. Róbert hefur í gegnum árin öðlast ró í sínu lífi og segist vera orðinn betri manneskja. „Síðustu ár hef ég farið í rosalega mikla sjálfsskoðun. Það er mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn. Ef maður tekur einhverja ákvörðun hér, var hún rétt eða röng. Eftir að ég varð fertugur þá fór ég að komast meira í sátt við sjálfan mig,“ segir Robbi og heldur áfram. „Kapphlaupið frá því að vera tuttugu og upp í fjörutíu ára er rosalega mikið og frekar mikið sjálfselskt ef maður getur sagt það. Eftir að maður verður fertugur fer maður að hugsa þetta svolítið öðruvísi og það hefur mér þótt svolítið gaman.“ Klippa: Einkalífið - Róbert Aron Magnússon Hann segist mögulega hafa verið hrokafullur í kringum tvítugsaldurinn og án efa barnalegur. „Þetta er bara hluti af því að maður hélt að maður vissi allt og það er bara hluti af þessu þroskaferli sem maður fer í gegnum. Svo er bara lífið, að fara í gegnum lífið er bara reynsla. Maður þarf að læra af mistökunum sem maður gerir í lífinu og það er skóli sem hefur hjálpað mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Robbi einnig um upphaf Kronik, árin í London, veitingarbransann hér á landi og komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins en hann tekur sjálfur þátt í stjórnmálunum hér á landi í fyrsta sinn núna um helgina þar sem hann býður sig fram í 6.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig ræðir Robbi um samband sitt við Hólmfríði kærustuna sína og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira