Stefna á að allir bílar fari út á laugardag til að tæma pappa og plast Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 16:26 Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum og hafa bláu og grænu tunnurnar til að mynda ekki verið tæmdar vikum saman. Vísir/Vilhelm Sorphirða í Reykjavík er talsvert á eftir áætlun vegna ýmissa þátta, þar á meðal veðurs og veikinda starfsmanna, en verið er að vinna upp tafirnar. Hirða á pappa og plasti hefur legið niðri undanfarnar vikur en er nú aftur komin í gang. Reiknað er með að það taki þrjár vikur að ná áætlun í allri borginni. Í skriflegu svari skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að staðan á almennu sorpi í gráu tunnunni sé góð og er hirðan á henni á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Áhersla hefur verið lögð á að tæma gráu tunnurnar, í ljósi eðli úrgangsins, en hirða á endurvinnsluefni hófst á nýjan leik í gær eftir að hafa legið niðri í nokkurn tíma. „Á laugardaginn stefnum við að því að allir bílar fari að tæma plast og pappír til að komast sem fyrst á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Búast má við að það geti tekið allt að þremur vikum að ná áætlun í allri borginni,“ segir í svarinu. Borgin segir íbúa hafa tekið vel í ákall þeirra um að moka og hálkuverja og segjast þakklát fyrir það en þó er enn nokkuð um staði þar sem ekki aðgengi hefur ekki verið lagað og starfsmenn því ekki komist að til að losa. Hafa aukið mannskap og lengt vinnudagana Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum, ýmist vegna veikinda, veðurs eða bilana, en til að bregðast við stöðunni hafa starfsmenn unnið lengur virka daga og unnið nær alla laugardaga frá því fyrir jól. Þá hefur verið bætt við mannskap en fimmtán prósent fleiri vinna við hirðu nú en í janúar. Veðurviðvaranir hafa verið tíðar undanfarnar vikur, til að mynda voru gular viðvaranir gefnar út fyrir daginn í dag, en vont veður tefur hirðuna enn frekar. Þannig hefur snjórinn á höfuðborgarsvæðinu í morgun flækt stöðuna. „Sorphirðan hefur verið að störfum í dag, en það tekur allt lengri tíma í svona veðri en þegar vel viðrar. Veðrið hafði líka áhrif á tæmingu á grenndargámum í dag,“ segir í svari skrifstofunnar. Verktaki sem sinnir því verki verður við vinnu fram á kvöld en ekki er hægt að tæma þá í roki. Reykjavík Veður Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08 Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Í skriflegu svari skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að staðan á almennu sorpi í gráu tunnunni sé góð og er hirðan á henni á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Áhersla hefur verið lögð á að tæma gráu tunnurnar, í ljósi eðli úrgangsins, en hirða á endurvinnsluefni hófst á nýjan leik í gær eftir að hafa legið niðri í nokkurn tíma. „Á laugardaginn stefnum við að því að allir bílar fari að tæma plast og pappír til að komast sem fyrst á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Búast má við að það geti tekið allt að þremur vikum að ná áætlun í allri borginni,“ segir í svarinu. Borgin segir íbúa hafa tekið vel í ákall þeirra um að moka og hálkuverja og segjast þakklát fyrir það en þó er enn nokkuð um staði þar sem ekki aðgengi hefur ekki verið lagað og starfsmenn því ekki komist að til að losa. Hafa aukið mannskap og lengt vinnudagana Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum, ýmist vegna veikinda, veðurs eða bilana, en til að bregðast við stöðunni hafa starfsmenn unnið lengur virka daga og unnið nær alla laugardaga frá því fyrir jól. Þá hefur verið bætt við mannskap en fimmtán prósent fleiri vinna við hirðu nú en í janúar. Veðurviðvaranir hafa verið tíðar undanfarnar vikur, til að mynda voru gular viðvaranir gefnar út fyrir daginn í dag, en vont veður tefur hirðuna enn frekar. Þannig hefur snjórinn á höfuðborgarsvæðinu í morgun flækt stöðuna. „Sorphirðan hefur verið að störfum í dag, en það tekur allt lengri tíma í svona veðri en þegar vel viðrar. Veðrið hafði líka áhrif á tæmingu á grenndargámum í dag,“ segir í svari skrifstofunnar. Verktaki sem sinnir því verki verður við vinnu fram á kvöld en ekki er hægt að tæma þá í roki.
Reykjavík Veður Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08 Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08
Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38
Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56