Leyfum Hildi að rétta kúrsinn Gréta Ingþórsdóttir skrifar 19. mars 2022 09:00 Um helgina ganga Sjálfstæðismenn að kjörkössunum og kjósa sér leiðtoga í Reykjavík. Valið stendur á milli tveggja ungra kjarnakvenna sem báðar eiga mikið erindi í stjórnmálum. Önnur þeirra, Hildur Björnsdóttir, hefur sýnt það og sannað undanfarin fjögur ár í starfi sínu sem borgarfulltrúi hversu yfirgripsmikla og djúpa þekkingu hún hefur á málefnum borgarinnar. Hún kemur auga á tækifærin til þess að bæta borgina okkar og hikar ekki við málefnalega gagnrýni. Því ekki er vanþörf á. Borgin undir stjórn núverandi meirihluta hefur safnað skuldum í einhverju mesta tekjugóðæri sögunnar. Á sama tíma greiðir borgin sér himinháar fjárhæðir í formi arðgreiðslna úr Orkuveitunni - auk þess að hækka gjaldskrána. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent á kjörtímabilinu á meðan kvartað er undan manneklu á öllum sviðum grunnþjónustu. Frumkvöðlum er gert erfitt fyrir með flóknu regluverki. Þetta þarf ekki að vera svona en meirihlutinn í borgarstjórn, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, hefur misst sjónar á hlutverki sínu og það þarf að rétta kúrsinn. Reykjavík er nefnilega í samkeppni um fólk og hefur ekki efni á því að dragast aftur úr í þeirri samkeppni. Ég trúi því að undir forystu Hildar geti Sjálfstæðisflokkurinn sótt fram og myndað nýjan meirihluta þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stafni og tekur til í Reykjavík. Það þarf breytingar í borginni sem ég treysti Hildi til að leiða. Ég set hana í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú um helgina og hvet aðra sjálfstæðismenn til að gera það líka. Höfundur er Sjálfstæðismaður og fyrrverandi starfsmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Um helgina ganga Sjálfstæðismenn að kjörkössunum og kjósa sér leiðtoga í Reykjavík. Valið stendur á milli tveggja ungra kjarnakvenna sem báðar eiga mikið erindi í stjórnmálum. Önnur þeirra, Hildur Björnsdóttir, hefur sýnt það og sannað undanfarin fjögur ár í starfi sínu sem borgarfulltrúi hversu yfirgripsmikla og djúpa þekkingu hún hefur á málefnum borgarinnar. Hún kemur auga á tækifærin til þess að bæta borgina okkar og hikar ekki við málefnalega gagnrýni. Því ekki er vanþörf á. Borgin undir stjórn núverandi meirihluta hefur safnað skuldum í einhverju mesta tekjugóðæri sögunnar. Á sama tíma greiðir borgin sér himinháar fjárhæðir í formi arðgreiðslna úr Orkuveitunni - auk þess að hækka gjaldskrána. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent á kjörtímabilinu á meðan kvartað er undan manneklu á öllum sviðum grunnþjónustu. Frumkvöðlum er gert erfitt fyrir með flóknu regluverki. Þetta þarf ekki að vera svona en meirihlutinn í borgarstjórn, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, hefur misst sjónar á hlutverki sínu og það þarf að rétta kúrsinn. Reykjavík er nefnilega í samkeppni um fólk og hefur ekki efni á því að dragast aftur úr í þeirri samkeppni. Ég trúi því að undir forystu Hildar geti Sjálfstæðisflokkurinn sótt fram og myndað nýjan meirihluta þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stafni og tekur til í Reykjavík. Það þarf breytingar í borginni sem ég treysti Hildi til að leiða. Ég set hana í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú um helgina og hvet aðra sjálfstæðismenn til að gera það líka. Höfundur er Sjálfstæðismaður og fyrrverandi starfsmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar