Tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð eftir blóðskimunarátak Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. mars 2022 12:00 Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor hlaut styrk sem tryggir það að verkefninu verði haldið áfram. háskóli íslands/kristinn ingvarsson Á fjórða þúsund manns hefur greinst með forstig mergæxlis í íslenskri rannsókn. Evrópska rannsóknarráðið hefur ákveðið að styrkja verkefnið um nærri þrjú hundruð millljónir króna til að hægt sé að halda því áfram. Mergæxli er beinmergskrabbamein og ólæknandi sjúkdómur. Greinist það snemma eru horfur sjúklinga almennt betri. Krabbameinið hefur ákveðin undanfara eða forstig mergæxlis. Haustið 2016 var þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar ýtt úr vör í samstarfi Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis, kanna orsakir og afleiðingar sjúkdómsins og bæta líf þeirra sem greinast með mergæxli og leita leiða til lækningar. Nú hafa ríflega 75 þúsund sýni verið skimuð. Alls hafa rúmlega 3600 manns greinst með forstig mergæxlis og tæplega 300 með lengra genginn sjúkdóm eða mallandi mergæxli. Einstaklingum með mallandi mergæxli hefur verið boðin þátttaka í lyfjarannsókn með það að markmiði að koma í veg fyrir framþróun sjúkdómsins yfir í mergæxli. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við Landspítala, hefur nú hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (ERC) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu. Sigurður Yngvi segir styrkinn hafa mikla þýðingu. „Bæði er þetta mikil viðurkenning fyrir bara mig og allt rannsóknarteymið og þetta góða starf sem við höfum verið að gera undanfarið og svo gerir þetta okkur náttúrulega kleift að halda áfram að rannsaka mergæxli og forstig þess.“ Þá segir hann ávinning þegar vera af rannsókninni. „Með því að leita og vanda okkur þá finnum við fólk sem er svona á mörkum þess að vera komið með mergæxli. Það er með það sem er kallað mallandi mergæxli og er svona í mikilli hættu á að þróast yfir í mergæxli og við höfum þannig getað gripið inni í áður en í rauninni þau fá mergæxli og höfum þá veitt lyfjameðferð og erum með tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð og nokkrir hafa lokið tveggja ára lyfjameðferð með gríðarlega góðum árangri og það er kannski stóri áfanginn.“ Háskólar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11 Ævintýraleg þátttaka í Fjórum mánuðum eftir að skráning hófst í átakinu Blóðskimun til bjargar hafa vel yfir 70.000 Íslendingar boðað þátttöku. Um 14.000 blóðsýni hafa þegar borist – greining þeirra er að hefjast. 16. mars 2017 07:00 Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku. 20. desember 2021 06:54 Blóðskimun til bjargar Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og erum við þakklát fyrir það. 25. nóvember 2016 07:00 Er ávinningur af því að skima fyrir mergæxli og forstigi þess? 1. desember 2016 11:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Mergæxli er beinmergskrabbamein og ólæknandi sjúkdómur. Greinist það snemma eru horfur sjúklinga almennt betri. Krabbameinið hefur ákveðin undanfara eða forstig mergæxlis. Haustið 2016 var þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar ýtt úr vör í samstarfi Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis, kanna orsakir og afleiðingar sjúkdómsins og bæta líf þeirra sem greinast með mergæxli og leita leiða til lækningar. Nú hafa ríflega 75 þúsund sýni verið skimuð. Alls hafa rúmlega 3600 manns greinst með forstig mergæxlis og tæplega 300 með lengra genginn sjúkdóm eða mallandi mergæxli. Einstaklingum með mallandi mergæxli hefur verið boðin þátttaka í lyfjarannsókn með það að markmiði að koma í veg fyrir framþróun sjúkdómsins yfir í mergæxli. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við Landspítala, hefur nú hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (ERC) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu. Sigurður Yngvi segir styrkinn hafa mikla þýðingu. „Bæði er þetta mikil viðurkenning fyrir bara mig og allt rannsóknarteymið og þetta góða starf sem við höfum verið að gera undanfarið og svo gerir þetta okkur náttúrulega kleift að halda áfram að rannsaka mergæxli og forstig þess.“ Þá segir hann ávinning þegar vera af rannsókninni. „Með því að leita og vanda okkur þá finnum við fólk sem er svona á mörkum þess að vera komið með mergæxli. Það er með það sem er kallað mallandi mergæxli og er svona í mikilli hættu á að þróast yfir í mergæxli og við höfum þannig getað gripið inni í áður en í rauninni þau fá mergæxli og höfum þá veitt lyfjameðferð og erum með tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð og nokkrir hafa lokið tveggja ára lyfjameðferð með gríðarlega góðum árangri og það er kannski stóri áfanginn.“
Háskólar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11 Ævintýraleg þátttaka í Fjórum mánuðum eftir að skráning hófst í átakinu Blóðskimun til bjargar hafa vel yfir 70.000 Íslendingar boðað þátttöku. Um 14.000 blóðsýni hafa þegar borist – greining þeirra er að hefjast. 16. mars 2017 07:00 Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku. 20. desember 2021 06:54 Blóðskimun til bjargar Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og erum við þakklát fyrir það. 25. nóvember 2016 07:00 Er ávinningur af því að skima fyrir mergæxli og forstigi þess? 1. desember 2016 11:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11
Ævintýraleg þátttaka í Fjórum mánuðum eftir að skráning hófst í átakinu Blóðskimun til bjargar hafa vel yfir 70.000 Íslendingar boðað þátttöku. Um 14.000 blóðsýni hafa þegar borist – greining þeirra er að hefjast. 16. mars 2017 07:00
Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku. 20. desember 2021 06:54
Blóðskimun til bjargar Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og erum við þakklát fyrir það. 25. nóvember 2016 07:00