Frá þessu segir í tilkynningu á vef Landspítalans. Meðalaldur innlagðra sem eru með Covid-19 er nú 74 ár.
Þar segir ennfremur að kona á sjötugsaldri með Covid-19 hafi látist á spítalanum í gær. Þá lést kona á tíræðisaldri með Covid-19 á þriðjudaginn. 87 hafa látist á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi heimsfaraldursins samkvæmt tölum á síðunni covid.is.