Sættir tekist í máli nakta mannsins í Nova-auglýsingunni Jakob Bjarnar skrifar 17. mars 2022 08:49 Sér til mikillar skelfingar birtist maðurinn allsber í auglýsingunni þó hans skilningur hafi verið sá að hann myndi ekki koma þar nakinn fram. Þetta hefur valdið honum verulegri vanlíðan og fór svo að hann stefndi þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Málið hefur nú verið fellt niður. skjáskot Mál mannsins sem birtist nakinn í Nova-auglýsingu gegn hans vilja hefur verið fellt niður en sættir hafa tekist milli málsaðila. Vísir fjallaði á dögunum um afar sérstætt mál sem til stóð að leggja fyrir héraðsdóm og var komið á dagskrá. Ónefndur maður birtist allsber í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova sem vakti mikla athygli. Maðurinn sagðist hafa verið fullvissaður um það, þó hann væri á Adamsklæðum einum á tökustað, að hann myndi ekki sjást strípaður á skjánum. Það fór þó ekki svo og stefndi maðurinn þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Þó Nova væri ekki beinn aðili máls sendi fjarskiptafyrirtækið frá sér sérstaka tilkynningu í kjölfar fréttar Vísis þar sem fullum stuðningi við manninn, svo sem sálfræðiaðstoð, var lofað en það fylgdi sögunni að birting auglýsingarinnar hafi fengið mjög á manninn. Að sögn talsmanns Nova var það einmitt ekki tilgangurinn með auglýsingunni. En nú hafa sem sagt tekist sættir milli málsaðila. Sævar Þór Jónsson er lögmaður mannsins og hann segir að málið hafi verið fellt niður í gær. Hann segist ekkert mega tjá sig um efni sáttarinnar. En það sé ánægjulegt að málinu sé lokið og málsaðilar sáttir. Dómskrafan í málinu voru sjö milljónir króna í bætur en Sævar Þór segist ekkert geta tjáð sig um efnisatriði sáttarinnar, aðeins þetta að það sé ekkert endilega besta lausnin að reka dómsmál þegar ágreiningur kemur upp. „Málinu er lokið og málsaðilar ánægðir. Þannig að það er jákvætt.“ Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Vísir fjallaði á dögunum um afar sérstætt mál sem til stóð að leggja fyrir héraðsdóm og var komið á dagskrá. Ónefndur maður birtist allsber í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova sem vakti mikla athygli. Maðurinn sagðist hafa verið fullvissaður um það, þó hann væri á Adamsklæðum einum á tökustað, að hann myndi ekki sjást strípaður á skjánum. Það fór þó ekki svo og stefndi maðurinn þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Þó Nova væri ekki beinn aðili máls sendi fjarskiptafyrirtækið frá sér sérstaka tilkynningu í kjölfar fréttar Vísis þar sem fullum stuðningi við manninn, svo sem sálfræðiaðstoð, var lofað en það fylgdi sögunni að birting auglýsingarinnar hafi fengið mjög á manninn. Að sögn talsmanns Nova var það einmitt ekki tilgangurinn með auglýsingunni. En nú hafa sem sagt tekist sættir milli málsaðila. Sævar Þór Jónsson er lögmaður mannsins og hann segir að málið hafi verið fellt niður í gær. Hann segist ekkert mega tjá sig um efni sáttarinnar. En það sé ánægjulegt að málinu sé lokið og málsaðilar sáttir. Dómskrafan í málinu voru sjö milljónir króna í bætur en Sævar Þór segist ekkert geta tjáð sig um efnisatriði sáttarinnar, aðeins þetta að það sé ekkert endilega besta lausnin að reka dómsmál þegar ágreiningur kemur upp. „Málinu er lokið og málsaðilar ánægðir. Þannig að það er jákvætt.“
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira