Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur í lýðræðisríki Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2022 22:52 Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar. Vísir/Egill Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, furðar sig á því að Landsréttur hafi ekki tekið efnislega afstöðu í máli sínu gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins frá héraðsdómi Norðurlands eystra sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að lögreglunni hafi verið óheimilt að taka skýrslu af honum sem sakborningur. Lögreglustjórinn áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar og segir Aðalsteinn að hann hyggist nú fara með málið áfram til Hæstaréttar. Aðalsteinn var einn fjögurra blaðamanna sem fékk réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífsins. Málið varðar síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, en gögn úr síma hans komu við sögu í umfjöllun um svokallaða Skæruliðadeild Samherja. Fram hefur komið að blaðamennirnir fjórir séu grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni sem fannst á símanum og brot á friðhelgi. Aðalsteinn kveðst ekki hafa séð umrætt efni og hefur verjandi hans sagt kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. „Eftir stendur allt sem kom fram við meðferð málsins í héraðsdómi að lögreglan er að rannaska einhvern glæp sem engar vísbendingar eru um að hafi verið framinn og ekkert tengir mig við. Lögreglan ákveður að gera mig að sakborningi út frá þeim fréttum sem ég hef skrifað og engu öðru. Þessi niðurstaða Landsréttar breytir ekki þeim staðreyndum málsins,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur Í dómi Landsréttar segir meðal annars að löggjöf um réttindi og skyldur blaðamanna auk ákvæða um vernd heimildarmanna leiði ekki af sér skyldu til að tryggja blaðamönnum vernd gegn rannsókn lögreglu á ætluðum brotum þeirra gegn almennum hegningarlögum við rækslu starfa þeirra eða saksókn fyrir slík brot ef svo ber undir. Vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu er sagt ná eingöngu til formlegra atriða, en ekki til þess að leggja efnislegt mat við upphaf rannsóknar á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út eða gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi. Hið sama eigi við um að taka afstöðu til annarra atriða á þessu stigi máls sem varði blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. „Landsréttur fer ekkert efnislega í málið og fer aðallega bara yfir það að hann telji að dómstólar eigi ekki að geta haft neitt að segja um aðgerðir lögreglu,“ segir Aðalsteinn. „Það er náttúrlega ótrúlega skrítið ef í lýðræðisríki sé það þannig að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur til að gera fólk að sakborningum og þeir hafi enga möguleika á að láta reyna á lögmæti þess. Það er ótrúlega skrítin staða í þessu samfélagi sem við erum að reyna að reka hér.“ Á ekki von á því að verða boðaður strax Aðalsteinn hefur þrjá daga til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og gerir ráð fyrir að lögreglan leyfi þessum fresti að líða áður en hann verður boðaður aftur til yfirheyrslu. „Ég geri bara ráð fyrir því að lögreglan horfi til þess í staðinn fyrir að rjúka af stað í yfirheyrslur. Hún hefur sjálf sagt að það séu engir rannsóknarhagsmunir sem lögreglan telur knýja á um að þessar yfirheyrslur fari fram strax.“ Samherjaskjölin Dómsmál Fjölmiðlar Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16 Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32 Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins frá héraðsdómi Norðurlands eystra sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að lögreglunni hafi verið óheimilt að taka skýrslu af honum sem sakborningur. Lögreglustjórinn áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar og segir Aðalsteinn að hann hyggist nú fara með málið áfram til Hæstaréttar. Aðalsteinn var einn fjögurra blaðamanna sem fékk réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífsins. Málið varðar síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, en gögn úr síma hans komu við sögu í umfjöllun um svokallaða Skæruliðadeild Samherja. Fram hefur komið að blaðamennirnir fjórir séu grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni sem fannst á símanum og brot á friðhelgi. Aðalsteinn kveðst ekki hafa séð umrætt efni og hefur verjandi hans sagt kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. „Eftir stendur allt sem kom fram við meðferð málsins í héraðsdómi að lögreglan er að rannaska einhvern glæp sem engar vísbendingar eru um að hafi verið framinn og ekkert tengir mig við. Lögreglan ákveður að gera mig að sakborningi út frá þeim fréttum sem ég hef skrifað og engu öðru. Þessi niðurstaða Landsréttar breytir ekki þeim staðreyndum málsins,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur Í dómi Landsréttar segir meðal annars að löggjöf um réttindi og skyldur blaðamanna auk ákvæða um vernd heimildarmanna leiði ekki af sér skyldu til að tryggja blaðamönnum vernd gegn rannsókn lögreglu á ætluðum brotum þeirra gegn almennum hegningarlögum við rækslu starfa þeirra eða saksókn fyrir slík brot ef svo ber undir. Vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu er sagt ná eingöngu til formlegra atriða, en ekki til þess að leggja efnislegt mat við upphaf rannsóknar á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út eða gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi. Hið sama eigi við um að taka afstöðu til annarra atriða á þessu stigi máls sem varði blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. „Landsréttur fer ekkert efnislega í málið og fer aðallega bara yfir það að hann telji að dómstólar eigi ekki að geta haft neitt að segja um aðgerðir lögreglu,“ segir Aðalsteinn. „Það er náttúrlega ótrúlega skrítið ef í lýðræðisríki sé það þannig að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur til að gera fólk að sakborningum og þeir hafi enga möguleika á að láta reyna á lögmæti þess. Það er ótrúlega skrítin staða í þessu samfélagi sem við erum að reyna að reka hér.“ Á ekki von á því að verða boðaður strax Aðalsteinn hefur þrjá daga til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og gerir ráð fyrir að lögreglan leyfi þessum fresti að líða áður en hann verður boðaður aftur til yfirheyrslu. „Ég geri bara ráð fyrir því að lögreglan horfi til þess í staðinn fyrir að rjúka af stað í yfirheyrslur. Hún hefur sjálf sagt að það séu engir rannsóknarhagsmunir sem lögreglan telur knýja á um að þessar yfirheyrslur fari fram strax.“
Samherjaskjölin Dómsmál Fjölmiðlar Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16 Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32 Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16
Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32
Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23