Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 21:22 Joe Biden Bandaríkjaforseti spjallaði ásamt Jill Biden við móður Elizu eftir að Eliza hafði orð á því að hún væri hennar fyrirmynd. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. Forsetafrúin Eliza Reid átti fund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í gær en Eliza var stödd í Washington á Taste of Iceland menningarhátíðinni þegar hún fékk boð á fundinn. Jafnréttismál voru í brennidepli að sögn Elizu en síðar um daginn var hún viðstödd viðburð í Hvíta húsinu í tilefni bandaríska jafnlaunadagsins þar sem Joe Biden Bandaríkjaforseti var sömuleiðis viðstaddur. Eliza ræddi meðal annars við forsetahjónin um Ísland og bauð þeim að koma. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Á viðburðinum kallaði hann Elizu upp á svið og þakkaði fyrir framlag hennar í þágu jafnréttis auk þess sem Eliza fékk tækifæri til að tala um jafnréttismál. „Ég var svolítið hissa en þetta var bara mikill heiður,“ segir Eliza. „Þetta passaði vel við mín stærstu áherslumál og mér fannst þetta bara einstakt tækifæri fyrir Ísland að geta talað um hvernig við erum heimsleiðtogar í þessu, þó það sé langt í land eins og við vitum öll.“ Hún segir Biden hjónin hafa verið mjög vingjarnleg og töluðu þau mikið um Ísland. „Þau hafa ekki heimsótt Ísland áður en ég var að segja að þau væru alltaf velkomin hingað, eða til okkar,“ segir Eliza. „Við vorum að tala um jafnréttismálin, hversu mikilvægt það er að ala upp börnin okkar og barnabörnin í jafnréttisheimi, hversu mikilvægt það er, og þetta var bara mjög áhugavert og vingjarnlegt spjall,“ segir hún enn fremur. Eliza Reid fundaði með Jill Biden forsetafrú um jafnréttismál og síðar um daginn var hún viðstödd viðburð með Joe Biden Bandaríkjaforseta. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Þá lýsir hún skemmtilegri uppákomu þegar hún hitti forsetahjónin síðar um daginn. Eliza minnist þess að Jill Biden hafi í ræðu sinni talað um móður sína og hversu mikil fyrirmynd hún var, sem Eliza tengdi við. „Ég sagði að þetta væri alveg eins og mamma mín, sem er mikil fyrirmynd fyrir mig, og þá sagði Joe Biden við mig; Viltu ekki bara hringja í hana?,“ segir Eliza. „Hann hringdi í hana og hún svaraði eins og hún væri bara að bíða eftir að heyra frá forseta Bandaríkjanna.“ „Mamma sagði að hún væri svo ánægð að sjá að það sé jafnrétti í ríkisstjórninni hans og í ríkisstjórn Kanada og sagði „it‘s about time,“ ef ég man eftir þessu. Hún var bara mjög glöð og hress með að heyra frá honum,“ segir Eliza létt í bragði. Eliza mun áfram ræða jafnréttismál næstkomandi föstudag þegar hún fundar með nokkrum bandarískum þingkonum. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Joe Biden Bandaríkin Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid átti fund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í gær en Eliza var stödd í Washington á Taste of Iceland menningarhátíðinni þegar hún fékk boð á fundinn. Jafnréttismál voru í brennidepli að sögn Elizu en síðar um daginn var hún viðstödd viðburð í Hvíta húsinu í tilefni bandaríska jafnlaunadagsins þar sem Joe Biden Bandaríkjaforseti var sömuleiðis viðstaddur. Eliza ræddi meðal annars við forsetahjónin um Ísland og bauð þeim að koma. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Á viðburðinum kallaði hann Elizu upp á svið og þakkaði fyrir framlag hennar í þágu jafnréttis auk þess sem Eliza fékk tækifæri til að tala um jafnréttismál. „Ég var svolítið hissa en þetta var bara mikill heiður,“ segir Eliza. „Þetta passaði vel við mín stærstu áherslumál og mér fannst þetta bara einstakt tækifæri fyrir Ísland að geta talað um hvernig við erum heimsleiðtogar í þessu, þó það sé langt í land eins og við vitum öll.“ Hún segir Biden hjónin hafa verið mjög vingjarnleg og töluðu þau mikið um Ísland. „Þau hafa ekki heimsótt Ísland áður en ég var að segja að þau væru alltaf velkomin hingað, eða til okkar,“ segir Eliza. „Við vorum að tala um jafnréttismálin, hversu mikilvægt það er að ala upp börnin okkar og barnabörnin í jafnréttisheimi, hversu mikilvægt það er, og þetta var bara mjög áhugavert og vingjarnlegt spjall,“ segir hún enn fremur. Eliza Reid fundaði með Jill Biden forsetafrú um jafnréttismál og síðar um daginn var hún viðstödd viðburð með Joe Biden Bandaríkjaforseta. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Þá lýsir hún skemmtilegri uppákomu þegar hún hitti forsetahjónin síðar um daginn. Eliza minnist þess að Jill Biden hafi í ræðu sinni talað um móður sína og hversu mikil fyrirmynd hún var, sem Eliza tengdi við. „Ég sagði að þetta væri alveg eins og mamma mín, sem er mikil fyrirmynd fyrir mig, og þá sagði Joe Biden við mig; Viltu ekki bara hringja í hana?,“ segir Eliza. „Hann hringdi í hana og hún svaraði eins og hún væri bara að bíða eftir að heyra frá forseta Bandaríkjanna.“ „Mamma sagði að hún væri svo ánægð að sjá að það sé jafnrétti í ríkisstjórninni hans og í ríkisstjórn Kanada og sagði „it‘s about time,“ ef ég man eftir þessu. Hún var bara mjög glöð og hress með að heyra frá honum,“ segir Eliza létt í bragði. Eliza mun áfram ræða jafnréttismál næstkomandi föstudag þegar hún fundar með nokkrum bandarískum þingkonum.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Joe Biden Bandaríkin Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira