Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar bæta við sig, VG dalar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2022 11:28 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi á sama tíma og annar samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn VG, tapar fylgi. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar bæta við sig mestu fylgi á milli mánaða samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Vinstri græn er eini stjórnarflokkurinn sem tapar fylgi á milli skoðanakannana. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,5 prósent fylgi. Mælist flokkurinn því með litlu meira fylgi en í alþingiskosningunum í september, þegar flokkurinn hlaut 24,4 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig frá síðustu könnum Maskínu í febrúar, þegar flokkurinn mældist með 21,9 prósent fylgi. Píratar bæta einnig við sig en þeir mælast nú með 13,7 prósent fylgi og er nú þriðji stærsti flokkur landsins. Í febrúar mældust Píratar með 10,3 prósent fylgi. Flokkkurinn hlaut 8,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Maskína hefur mælt fylgi flokkanna síðustu mánuði og má sjá samanburð í grafíkinni hér að neðan. Framsókn bætir einnig lítillega við sig fylgi á milli mánaða. Flokkurinn mælist nú með 17,2 prósent fylgi, bæting upp á 0,3 prósentustig á milli mánaða. Flokkurinn er á um það bil sama stað og í kosningunum þegar hann hlaut 17,3 prósent atkvæða. Fylgi þriðja stjórnarflokksins, Vinstri grænna, dalar í nýjustu könnum Maskínu. Flokkurinn mælist með 9,3 prósent fylgi en hann mældist með 12,9 prósent í könnum Maskínu í febrúar og hlaut 12,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Samfylkingin fer einnig niður á milli mánaða og mælist flokkurinn nú með 12,1 prósent fylgi, en mældist með 13,4 prósent í febrúar. Flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Píratar, flokkur Björns Levís Gunnarssonar þingmanns, bætir við sig fylgi.Vísir/Vilhelm Viðreisn og Flokkur fólksins tapa einnig fylgi á milli mánaða. Viðreisn mælist með 8,5 prósent fylgi en var með 9,7 prósent fylgi í febrúar. Flokkurinn er á sömu slóðum og í kosningunum í haust þegar flokkurinn hlaut 8,3 prósent atkvæða. Flokkur fólksins mælist með 7,1 prósent fylgi og tapar 0,5 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent fylgi í kosningunum. Miðflokkurinn bætir lítillega við sig en mælist enn undir fimm prósenta markinu. Fylgi flokksins er 4,3 prósent og bætir hann við sig 0,4 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurnn hlaut 5,4 prósent atkvæða í kosningunum. Sósíaslistaflokkurinn mælist með 3,4 prósent fylgi og bætir við sig 0,1 prósentustigi á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 4,1 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Könnunin fór fram dagana 17. febrúar til 9. mars og voru svarendur 2.333 sem tóku afstöðu. Könnunin var löðg fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru fólk hvaðanæva af landinu en allir átján ára og eldri. Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Vinstri græn Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,5 prósent fylgi. Mælist flokkurinn því með litlu meira fylgi en í alþingiskosningunum í september, þegar flokkurinn hlaut 24,4 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig frá síðustu könnum Maskínu í febrúar, þegar flokkurinn mældist með 21,9 prósent fylgi. Píratar bæta einnig við sig en þeir mælast nú með 13,7 prósent fylgi og er nú þriðji stærsti flokkur landsins. Í febrúar mældust Píratar með 10,3 prósent fylgi. Flokkkurinn hlaut 8,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Maskína hefur mælt fylgi flokkanna síðustu mánuði og má sjá samanburð í grafíkinni hér að neðan. Framsókn bætir einnig lítillega við sig fylgi á milli mánaða. Flokkurinn mælist nú með 17,2 prósent fylgi, bæting upp á 0,3 prósentustig á milli mánaða. Flokkurinn er á um það bil sama stað og í kosningunum þegar hann hlaut 17,3 prósent atkvæða. Fylgi þriðja stjórnarflokksins, Vinstri grænna, dalar í nýjustu könnum Maskínu. Flokkurinn mælist með 9,3 prósent fylgi en hann mældist með 12,9 prósent í könnum Maskínu í febrúar og hlaut 12,6 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Samfylkingin fer einnig niður á milli mánaða og mælist flokkurinn nú með 12,1 prósent fylgi, en mældist með 13,4 prósent í febrúar. Flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Píratar, flokkur Björns Levís Gunnarssonar þingmanns, bætir við sig fylgi.Vísir/Vilhelm Viðreisn og Flokkur fólksins tapa einnig fylgi á milli mánaða. Viðreisn mælist með 8,5 prósent fylgi en var með 9,7 prósent fylgi í febrúar. Flokkurinn er á sömu slóðum og í kosningunum í haust þegar flokkurinn hlaut 8,3 prósent atkvæða. Flokkur fólksins mælist með 7,1 prósent fylgi og tapar 0,5 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent fylgi í kosningunum. Miðflokkurinn bætir lítillega við sig en mælist enn undir fimm prósenta markinu. Fylgi flokksins er 4,3 prósent og bætir hann við sig 0,4 prósentustigum á milli mánaða. Flokkurnn hlaut 5,4 prósent atkvæða í kosningunum. Sósíaslistaflokkurinn mælist með 3,4 prósent fylgi og bætir við sig 0,1 prósentustigi á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 4,1 prósent atkvæða í kosningunum í haust. Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Könnunin fór fram dagana 17. febrúar til 9. mars og voru svarendur 2.333 sem tóku afstöðu. Könnunin var löðg fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru fólk hvaðanæva af landinu en allir átján ára og eldri.
Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Vinstri græn Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira