Manoël Bourdenx er 34 ára Frakki og keppt í svigi á Paralympics í Peking um síðustu helgi. Uppátæki hans vakti vissulega athygli.
Fransmannen Manoël Bourdenx chockade publiken med sin protest #Alpint #Paralympics https://t.co/d05ZCJ2eL7
— SVT Sport (@SVTSport) March 15, 2022
Bourdenx keppti nefnilega á nærbuxunum en hann var bara með borða sem hann vafði utan um sig auk þess að vera í keppnisvestinu sem sýndi keppnisnúmer hans.
Á borðanum stóð: Allir geta látið sig dreyma um að keppa á Ólympíuleikum. Erum við minna virði?
Það var við frostmark þar sem keppendur lögðu af stað en hitinn var þó kominn upp i sex gráður í markinu. Honum var þó örugglega ansi kalt þarna uppi með bera leggina í brekkunni og ferðin á honum hjálpaði honum ekki þar.
Quand le Français Manoël Bourdenx s'élance sur sa manche de slalom en... slip #JeuxParalympiques pic.twitter.com/WJrX8SxYH3
— Eurosport France (@Eurosport_FR) March 13, 2022
Bourdenx þurfti að láta taka af sér annan fótinn árið 2017 eftir að hafa orðið fyrir hákarlaárás á Hawaí.
Bourdenx kom í mark í tuttugasta sæti eða fimmtán sætum á eftir Íslendingnum Hilmari Snæ Örvarssyni sem varð fimmti. Landi Bourdenx, Arthur Bauchet, vann keppnina.