Vill að fólk fætt 2010 og seinna fái aldrei að kaupa nikótín Árni Sæberg skrifar 15. mars 2022 22:31 Nái ráðherrann fram vilja sínum mun fólk ekki mega reykja í Danmörku þrátt fyrir háan aldur eftir nokkra áratugi. Finn Winkler/Getty Heilbrigðisráðherra Danmerkur kynnti í dag áætlun sem ætlað er að koma í veg fyrir að einstaklingar fæddir árið 2010 og seinna nái nokkurn tímann tilskildum aldri til kaupa á vörum sem innihalda nikótín. Í síðustu viku birti embætti landlæknis Danmerkur skýrslu þar sem kom fram að Danir væru langt frá því markmiði sínu um að koma í veg fyrir nikótínneyslu barna og ungmenna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, kynnti í dag heilbrigðisáætlun sem ætlað er að ná þessu markmiði. Einn liður áætlunarinnar er ansi áhugaverður en ráðherrann leggur til að nikótínkaupaaldur hækki í nítján ár árið 2028 og hækki um eitt ár á hverju ári eftir það. Það gerir það að verkum að árgangurinn fæddur 2010 mun aldrei ná tilskildum aldri til að kaupa sígarettur, munntóbak, nikótínpúða eða hvaðeina sem inniheldur nikótín. Þannig mun staðan vera sú árið 2050, til dæmis, að fertugur einstaklingur þurfi að redda sér fölsuðum skilríkjum, ætli hann að kaupa sér rettur, eða fá 41 árs gamlan vin sinn til að kaupa þær fyrir sig. Bjóði upp á skondna stöðu í framtíðinni Tillagan er ekki óumdeild og leggst danski Íhaldsflokkurinn, meðal annarra, gegn henni. „Við þurfum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni byrji að reykja. En þessi tillaga snertir einnig fullorðið fólk, vegna þess að börn fullorðnast auðvitað á einhverjum tímapunkti,“ segir Per Larsen, heilbrigðisfulltrúi Íhaldsflokksins. „Það fylgja því ýmis vandkvæði að ætla að setja bönn á fullorðið fólk. Í sumum kynslóðum snertir þetta fertugt, fimmtugt og sextugt fólk. Það yrðu skemmtilegar aðstæður eftir nokkra áratugi þar sem 65 ára gömul kona má ekki kaupa sígarettur en 66 ára gamall eiginmaður hennar má það, segir Stinus Lindgren, heilbrigðisfulltrúi Róttæka vinstriflokksins. Áfengiskaupaaldur hækki sömuleiðis Í áætlun heilbrigðisráðherrans er einnig minnst á áfengisneyslu ungs fólks í Danmörku, en danskir unglingar eru meðal þeirra unglinga sem drekka hvað mest áfengi í Evrópu. Ráðherrann vill stemma stigu við því með því að hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, óháð styrkleika áfengra drykkja. Nú mega dönsk ungmenni kaupa áfengi frá sextán ára aldri, sé hlutfall áfengis ekki hærra en 16,5 prósent. Vilji þau stekara vín þurfa þau að hafa náð átján ára aldri. Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Í síðustu viku birti embætti landlæknis Danmerkur skýrslu þar sem kom fram að Danir væru langt frá því markmiði sínu um að koma í veg fyrir nikótínneyslu barna og ungmenna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, kynnti í dag heilbrigðisáætlun sem ætlað er að ná þessu markmiði. Einn liður áætlunarinnar er ansi áhugaverður en ráðherrann leggur til að nikótínkaupaaldur hækki í nítján ár árið 2028 og hækki um eitt ár á hverju ári eftir það. Það gerir það að verkum að árgangurinn fæddur 2010 mun aldrei ná tilskildum aldri til að kaupa sígarettur, munntóbak, nikótínpúða eða hvaðeina sem inniheldur nikótín. Þannig mun staðan vera sú árið 2050, til dæmis, að fertugur einstaklingur þurfi að redda sér fölsuðum skilríkjum, ætli hann að kaupa sér rettur, eða fá 41 árs gamlan vin sinn til að kaupa þær fyrir sig. Bjóði upp á skondna stöðu í framtíðinni Tillagan er ekki óumdeild og leggst danski Íhaldsflokkurinn, meðal annarra, gegn henni. „Við þurfum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni byrji að reykja. En þessi tillaga snertir einnig fullorðið fólk, vegna þess að börn fullorðnast auðvitað á einhverjum tímapunkti,“ segir Per Larsen, heilbrigðisfulltrúi Íhaldsflokksins. „Það fylgja því ýmis vandkvæði að ætla að setja bönn á fullorðið fólk. Í sumum kynslóðum snertir þetta fertugt, fimmtugt og sextugt fólk. Það yrðu skemmtilegar aðstæður eftir nokkra áratugi þar sem 65 ára gömul kona má ekki kaupa sígarettur en 66 ára gamall eiginmaður hennar má það, segir Stinus Lindgren, heilbrigðisfulltrúi Róttæka vinstriflokksins. Áfengiskaupaaldur hækki sömuleiðis Í áætlun heilbrigðisráðherrans er einnig minnst á áfengisneyslu ungs fólks í Danmörku, en danskir unglingar eru meðal þeirra unglinga sem drekka hvað mest áfengi í Evrópu. Ráðherrann vill stemma stigu við því með því að hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, óháð styrkleika áfengra drykkja. Nú mega dönsk ungmenni kaupa áfengi frá sextán ára aldri, sé hlutfall áfengis ekki hærra en 16,5 prósent. Vilji þau stekara vín þurfa þau að hafa náð átján ára aldri.
Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira