Ótrúlegt að risastór alda hafi ekki valdið skemmdum á Granda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2022 15:29 Skjáskot af öldunni skella á húsinu. Snark Telja má magnað að glerið hafi ekki brotnað og engar skemmdir orðið þegar afar stór alda skall á framhlið húsnæðis framleiðslufyrirtækisins Snark á Granda í nótt. Tveir bílar sluppu líka við skemmdir þó annar hafi færst til á bílastæðinu. Veðrið var ekki kræsilegt á suðvesturhorni landsins í gær og inn í nóttina. Þrumur og eldingar vöktu athygli landsmanna á sama tíma og það blés ansi hreint hressilega. pic.twitter.com/2Z528dUSYr— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 15, 2022 Starfsmenn Snark á Fiskislóð sváfu þó á sínu græna eyra þegar öldugangurinn var hvað mestur á skrifstofu þeirra klukkan fimm í nótt. Þegar þeir mættu til vinnu í morgun sáu þeir að bíll hafði færst úr stað og ráku svo upp stór augu þegar þeir skoðuðu upptöku úr öryggismyndavél. Það var nóg af verkefnum fyrir starfsmenn Faxaflóahafna í morgun að hreinsa til eftir nóttina.Snark „Þetta er algjör bilun,“ segir Eilífur Örn Þrastarson leikstjóri hjá Snark. Glugginn sem fékk að finna fyrir ölduganginum í nótt snýr í norðvestur, með útsýni yfir Snæfellsnes og Akranes. Eilífur giskar á að varnargarðurinn sé í um tíu metra fjarlægð frá húsnæðinu. Húsnæðið er merkt með rauðu nærri Örfirisey.Já.is Þar fyrir innan hafi Faxaflóahafnir komið fyrir gulum steypuvarnarklumpum sem þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir að litlir hnullungar, sem enginn skilur hvaða tilgangi þjóni, hafni ekki á skrifstofuhúsnæðinu í slæmu veðri. Annar bíllinn færðist til, steypuklumparnir sömuleiðis og litlir hnullungar liggja úti um allt.Snark „Þegar stórar öldur koma þá fara þeir yfir á bílastæðin hjá okkur,“ segir Eilífur. Faxaflóahafnir hafi einmitt sent starfsmann í morgun til að hreinsa upp þessa hnullunga og annað drasl. Þeir hafi velt því upp við Faxaflóahafnir hvort ekki væri best að fjarlægja þá alveg. Lausnin hafi verið að setja þessa gulu steypuvarnarklumpa upp fyrir innan varnargarðinn. Ákvörðun sem fleiri í skrifstofuhúsnæðinu klóri sér í kollinum yfir. Varnargarður er við sjóinn, göngustígur þar fyrir innan, svo koma gulu steypuklumparnir og þar fyrir innan bílastæðið við Fiskislóð 31.Snark Snark hefur verið í húsnæðinu í fimm til sex ár. Mögulega séu þetta stærstu öldurnar sem skollið hafi á húsinu á þeim tíma, en þeir geti ekki vitað það fyrir víst. Enda ekki fastur liður hjá þeim að skoða upptökur úr eftirlitsmyndakerfinu eftir óveðursnætur. Að neðan má sjá þegar ein aldan skellur á skrifstofuhúsnæðinu við Fiskislóð 31. Veður Reykjavík Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
Veðrið var ekki kræsilegt á suðvesturhorni landsins í gær og inn í nóttina. Þrumur og eldingar vöktu athygli landsmanna á sama tíma og það blés ansi hreint hressilega. pic.twitter.com/2Z528dUSYr— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 15, 2022 Starfsmenn Snark á Fiskislóð sváfu þó á sínu græna eyra þegar öldugangurinn var hvað mestur á skrifstofu þeirra klukkan fimm í nótt. Þegar þeir mættu til vinnu í morgun sáu þeir að bíll hafði færst úr stað og ráku svo upp stór augu þegar þeir skoðuðu upptöku úr öryggismyndavél. Það var nóg af verkefnum fyrir starfsmenn Faxaflóahafna í morgun að hreinsa til eftir nóttina.Snark „Þetta er algjör bilun,“ segir Eilífur Örn Þrastarson leikstjóri hjá Snark. Glugginn sem fékk að finna fyrir ölduganginum í nótt snýr í norðvestur, með útsýni yfir Snæfellsnes og Akranes. Eilífur giskar á að varnargarðurinn sé í um tíu metra fjarlægð frá húsnæðinu. Húsnæðið er merkt með rauðu nærri Örfirisey.Já.is Þar fyrir innan hafi Faxaflóahafnir komið fyrir gulum steypuvarnarklumpum sem þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir að litlir hnullungar, sem enginn skilur hvaða tilgangi þjóni, hafni ekki á skrifstofuhúsnæðinu í slæmu veðri. Annar bíllinn færðist til, steypuklumparnir sömuleiðis og litlir hnullungar liggja úti um allt.Snark „Þegar stórar öldur koma þá fara þeir yfir á bílastæðin hjá okkur,“ segir Eilífur. Faxaflóahafnir hafi einmitt sent starfsmann í morgun til að hreinsa upp þessa hnullunga og annað drasl. Þeir hafi velt því upp við Faxaflóahafnir hvort ekki væri best að fjarlægja þá alveg. Lausnin hafi verið að setja þessa gulu steypuvarnarklumpa upp fyrir innan varnargarðinn. Ákvörðun sem fleiri í skrifstofuhúsnæðinu klóri sér í kollinum yfir. Varnargarður er við sjóinn, göngustígur þar fyrir innan, svo koma gulu steypuklumparnir og þar fyrir innan bílastæðið við Fiskislóð 31.Snark Snark hefur verið í húsnæðinu í fimm til sex ár. Mögulega séu þetta stærstu öldurnar sem skollið hafi á húsinu á þeim tíma, en þeir geti ekki vitað það fyrir víst. Enda ekki fastur liður hjá þeim að skoða upptökur úr eftirlitsmyndakerfinu eftir óveðursnætur. Að neðan má sjá þegar ein aldan skellur á skrifstofuhúsnæðinu við Fiskislóð 31.
Veður Reykjavík Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira