Vaktin: „Með svona bandamenn munum við vinna þetta stríð“ Eiður Þór Árnason, Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 15. mars 2022 16:25 Forsætisráðherrar Tékklands, Slóveníu og Póllands funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag og lofuðu honum stuðningi. Getty/Anadolu Agency Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur hvatt rússneska hermenn til að gefast upp. Sagði hann í ávarpi seint í gærkvöldi að komið yrði fram við þá eins og manneskjur, ólíkt því hvernig rússneski herinn hefði komið fram við Úkraínumenn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Kanada í dag þar sem hann kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu og sagði minnst 97 börn hafa fallið í árásum Rússa. Stór floti rússneskra skipa stefndi á borgina Odessa fyrr í dag, mögulega til að setja hermenn á land við borgina. Selenskí segir viðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram í dag. Það samtal sem hefði átt sér stað í gær hefði farið „frekar vel“. Forsetinn sagði stríðið orðið að martröð fyrir Rússana og að fleiri rússneskir hermenn hefðu fallið í innrásinni en í báðum stríðum Rússa í Téténíu. Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar hafi nú þegar ákveðið að koma Rússum til aðstoðar en Oleksiy Arestovich, ráðgjafi á úkraínsku forsetaskrifstofunni, segist vonast til þess að bágar aðstæður rússneskra hersveita muni leiða til friðarsamkomulags í síðasta lagi í maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar nú að sækja Evrópu heim til að ræða við leiðtoga þar. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Kanada í dag þar sem hann kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu og sagði minnst 97 börn hafa fallið í árásum Rússa. Stór floti rússneskra skipa stefndi á borgina Odessa fyrr í dag, mögulega til að setja hermenn á land við borgina. Selenskí segir viðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram í dag. Það samtal sem hefði átt sér stað í gær hefði farið „frekar vel“. Forsetinn sagði stríðið orðið að martröð fyrir Rússana og að fleiri rússneskir hermenn hefðu fallið í innrásinni en í báðum stríðum Rússa í Téténíu. Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar hafi nú þegar ákveðið að koma Rússum til aðstoðar en Oleksiy Arestovich, ráðgjafi á úkraínsku forsetaskrifstofunni, segist vonast til þess að bágar aðstæður rússneskra hersveita muni leiða til friðarsamkomulags í síðasta lagi í maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar nú að sækja Evrópu heim til að ræða við leiðtoga þar. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira