Vill skoða betur vaktafyrirkomulag og frítökurétt hjá HSS Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. mars 2022 07:01 Willum segist meðvitaður um vandamál HSS. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir úrbætur í heilbrigðisþjónustu Suðurnesja komnar í farveg. Hann vill skoða betur hvort vaktafyrirkomulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) skapi furðumikinn frítökurétt lækna, sem geri það að verkum að þeir starfi mikið á öðrum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. HSS hefur lengi sætt nokkurri gagnrýni en um sjötti hver íbúa svæðisins sækir sér í dag frekar læknisþjónustu til Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að undirbúa úrbætur á stöðunni. „Já, ég kannast svo sannarlega við þetta vandamál,“ segir Willum Þór Þórsson. „Það er svona verið að leggja lokahönd á úttekt á myndinni af stöðunni. Þetta hangir auðvitað saman við mjög öra og mikla fólksfjölgun á svæðinu, langt umfram landsmeðaltal frá 2015.“ Læknar með mikinn frítökurétt Svo virðist sem mönnun sé eitt helsta vandamálið hjá HSS. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar gagnrýndi það harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að yfirlæknir heilsugæslu HSS hefði rekið læknaleigu og margir lækna stofnunarinnar færu reglulega út á land að sinna þjónustu þar á meðan HSS ætti sjálf við mikinn mönnunarvanda að etja. Þetta virðist hafa tíðkast í talsverðan tíma en í umfjöllun suðurnesja.nets frá árinu 2017 er talað um að vaktafyrirkomulag HSS skapi mikinn frítökurétt hjá læknum. „Með auknu vinnuálagi og því að læknar séu bæði að sinna heilsugæslu og bráðamóttöku þá myndast svokallaðar frívaktir. Og við erum með takmarkaða auðlind í heilbrigðisstarfsfólkinu okkar þannig að læknar eru mikið að hlaupa undir bagga víða og út á landsbyggðina,“ segir Willum. Þetta sé fyrst og fremst tengt kjarasamningum lækna. Læknarnir hafi sannarlega rétt til frítökunnar og að nýta hana til að starfa úti á landi. „En ég þarf sannarlega já að rýna þetta mál betur en mér virðist svona við fyrstu skoðun að þetta sé nú meira tengt þessum takmarkaða mannauði sem ég vísa til og svo að þetta er raunverulega bara svo um búið í kjarasamningum,“ segir hann. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnunarinnar sem er ein sú stærsta á landinu ekki viljað veita fréttastofu viðtal um neitt sem tengist rekstrinum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
HSS hefur lengi sætt nokkurri gagnrýni en um sjötti hver íbúa svæðisins sækir sér í dag frekar læknisþjónustu til Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að undirbúa úrbætur á stöðunni. „Já, ég kannast svo sannarlega við þetta vandamál,“ segir Willum Þór Þórsson. „Það er svona verið að leggja lokahönd á úttekt á myndinni af stöðunni. Þetta hangir auðvitað saman við mjög öra og mikla fólksfjölgun á svæðinu, langt umfram landsmeðaltal frá 2015.“ Læknar með mikinn frítökurétt Svo virðist sem mönnun sé eitt helsta vandamálið hjá HSS. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar gagnrýndi það harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að yfirlæknir heilsugæslu HSS hefði rekið læknaleigu og margir lækna stofnunarinnar færu reglulega út á land að sinna þjónustu þar á meðan HSS ætti sjálf við mikinn mönnunarvanda að etja. Þetta virðist hafa tíðkast í talsverðan tíma en í umfjöllun suðurnesja.nets frá árinu 2017 er talað um að vaktafyrirkomulag HSS skapi mikinn frítökurétt hjá læknum. „Með auknu vinnuálagi og því að læknar séu bæði að sinna heilsugæslu og bráðamóttöku þá myndast svokallaðar frívaktir. Og við erum með takmarkaða auðlind í heilbrigðisstarfsfólkinu okkar þannig að læknar eru mikið að hlaupa undir bagga víða og út á landsbyggðina,“ segir Willum. Þetta sé fyrst og fremst tengt kjarasamningum lækna. Læknarnir hafi sannarlega rétt til frítökunnar og að nýta hana til að starfa úti á landi. „En ég þarf sannarlega já að rýna þetta mál betur en mér virðist svona við fyrstu skoðun að þetta sé nú meira tengt þessum takmarkaða mannauði sem ég vísa til og svo að þetta er raunverulega bara svo um búið í kjarasamningum,“ segir hann. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnunarinnar sem er ein sú stærsta á landinu ekki viljað veita fréttastofu viðtal um neitt sem tengist rekstrinum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina:
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira