Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2022 08:14 Árásarmannsins er leitað en hann klæddist svörtu frá toppi til táar. Lögregla í NYC Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. Tvær árásirnar áttu sér stað með um níutíu mínútna millibili neðarlega á Manhattan snemma á lagardaginn og sú þriðja í gærkvöldi, að því er segir í frétt NBC. Myndband náðist af báðum árásum laugardagsins í eftirlitsmyndavélum. Í þeirri fyrri má sjá heimilislausan mann þar sem hann liggur sofandi nærri horni King Street og Varick og mann sem kemur að honum og skýtur í framhandlegginn. WANTED for SHOOTING: Today, between 4:36 am & 6:00 am, in the confines of the @NYPD1pct and @NYPD5pct, the suspect approached two homeless individuals on the street and shot both of them, killing one individual. NYPD executives will provide an update live at 9:30 PM pic.twitter.com/JwoaWnKrzd— NYPD NEWS (@NYPDnews) March 13, 2022 Henry Sautner, aðstoðarlögreglustjóri í New York, segir að sá sem varð fyrir skotinu og er 38 ára, hafi þá vaknað og hrópað „Hvað ertu að gera?“ og þá hafi árásarmaðurinn hlaupið á brott. Seinni árás laugardagsins átti sér svo stað á Lafayette Street, en þar fannst maður látinn með skotsár í höfði og hálsi. Þriðja árásin var svo gerð um klukkan sjö í gærkvöldi, á horni Greenwich Street og Mary Street þar sem heimilislaus maður var einnig skotinn til bana, að því er segir í frétt NBC. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir myndbandsupptökurnar vera „hrollvekjandi“ og virðist sem að árásarmaðurinn hafi ætlað að drepa mennina af þeirri ástæðu að þeir væru heimilislausir. Lögregla rannsakar nú hvort að árásirnar í New York tengist árásum í höfuðborginni Washington DC fyrr í mánuðum þar sem einnig var ráðist á heimilislausa. Í þeim árásum lést eitt fórnarlambanna. MPD seeks a suspect in Shooting Offenses that occurred in the Fifth District between March 3-9, 2022. Have info? Call (202) 727-9099/text 50411Release: https://t.co/sWaf6YJK5z pic.twitter.com/oxFDjJYSXQ— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 13, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Tvær árásirnar áttu sér stað með um níutíu mínútna millibili neðarlega á Manhattan snemma á lagardaginn og sú þriðja í gærkvöldi, að því er segir í frétt NBC. Myndband náðist af báðum árásum laugardagsins í eftirlitsmyndavélum. Í þeirri fyrri má sjá heimilislausan mann þar sem hann liggur sofandi nærri horni King Street og Varick og mann sem kemur að honum og skýtur í framhandlegginn. WANTED for SHOOTING: Today, between 4:36 am & 6:00 am, in the confines of the @NYPD1pct and @NYPD5pct, the suspect approached two homeless individuals on the street and shot both of them, killing one individual. NYPD executives will provide an update live at 9:30 PM pic.twitter.com/JwoaWnKrzd— NYPD NEWS (@NYPDnews) March 13, 2022 Henry Sautner, aðstoðarlögreglustjóri í New York, segir að sá sem varð fyrir skotinu og er 38 ára, hafi þá vaknað og hrópað „Hvað ertu að gera?“ og þá hafi árásarmaðurinn hlaupið á brott. Seinni árás laugardagsins átti sér svo stað á Lafayette Street, en þar fannst maður látinn með skotsár í höfði og hálsi. Þriðja árásin var svo gerð um klukkan sjö í gærkvöldi, á horni Greenwich Street og Mary Street þar sem heimilislaus maður var einnig skotinn til bana, að því er segir í frétt NBC. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir myndbandsupptökurnar vera „hrollvekjandi“ og virðist sem að árásarmaðurinn hafi ætlað að drepa mennina af þeirri ástæðu að þeir væru heimilislausir. Lögregla rannsakar nú hvort að árásirnar í New York tengist árásum í höfuðborginni Washington DC fyrr í mánuðum þar sem einnig var ráðist á heimilislausa. Í þeim árásum lést eitt fórnarlambanna. MPD seeks a suspect in Shooting Offenses that occurred in the Fifth District between March 3-9, 2022. Have info? Call (202) 727-9099/text 50411Release: https://t.co/sWaf6YJK5z pic.twitter.com/oxFDjJYSXQ— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 13, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira