Þjóðarleikvanga á nýja staði Friðjón R. Friðjónsson skrifar 14. mars 2022 07:31 Eitt verkefna borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að leiða til lykta málefni þjóðaleikvanga landsins, það er að segja ef það er nokkur áhugi meðal borgarfulltrúa á að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni. Fyrir liggur að áhugi er á að hafa þjóðarleikvang í knattspyrnu í Kópavogi. En borgarstjóri hefur ýtt málinu á undan sér og á sama tíma komist upp með að vanrækja íþróttaaðstöðu Þróttar og Ármanns, sem eru núna með gríðarlega umfangsmikið barnastarf sem mun aukast enn meira með ákvörðun um að Vogabyggð verði á félagssvæði Þróttar. Landslið karla og kvenna hafa verið stolt þjóðarinnar en Reykjavíkurborg hefur verið þröskuldur í því að byggja upp nýja leikvanga. Raunveruleg hætta er á því að landslið Íslands verði að leika heimaleiki sína erlendis á næstu árum. Ríkið hefur samþykkt að vera með í fjármögnun leikvanganna. Aftur á móti strandar þetta allt á því að borgin taki ákvörðun um hver aðkoma hennar eigi að vera. Svo dæmið sé tekið af Laugardalsvelli þá leggur Reykjavíkurborg núna um 50 milljónir árlega til reksturs vallarins en fær tæplega helming þess tilbaka í fasteignagjöld. Nýr völlur mun bera umtalsvert hærri fasteignagjöld. Sem dæmi má nefna að fasteignagjöld Hörpunnar eru ríflega 300 milljónir árlega. Ef framlag borgarinnar til nýs þjóðarleikvangs væri það sama og áætluð fasteignagjöld bygginganna væri hluti borgarinnar í fjármögnun leystur. Það væri furða ef borgin ætlaði sér að hagnast beint af nýjum leikvöngum. Það má draga umtalsvert úr byggingarkostnaði við gerð nýs knattspyrnuleikvangs ef hann er byggður á nýjum stað. Það verður dýr og erfið framkvæmd að vinna ofan í núverandi velli. Meiri skynsemi væri að byggja á auðu svæði þar sem fer saman nálægð við góðar samgöngur, bílastæði skammt undan og almenningssamgöngu þjóna. Slíkt svæði þarf ekki að vera umfangsmikið og nokkur slík má finna í borginni, fleiri utan borgarmarka. Að auki verða til tækifæri við að tengja við nýja leikvanga annars konar atvinnustarfsemi sem ekki er hægt að koma við í Laugardal. Hótel, veitingastaðir eða skrifstofur samfest við leikvanga gera slíka byggingu og rekstur hagkvæmari auk annarra viðburða sem hægt væri að halda, sem allir vekja athygli á Íslandi og færa okkur beinar og óbeinar tekjur. Ef við viljum að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni, þá þarf borgarstjórn að spýta í lófa og sýna að henni er alvara. Annars byrjum við von bráðar að leika landsleiki fyrst erlendis og síðan í Kópavogi eða Keflavík. Það yrðu glötuð eftirmæli fyrir hvaða borgarstjórn sem er að vera sú sem hrakti landsliðin úr Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Laugardalsvöllur Reykjavík Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Friðjón Friðjónsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Eitt verkefna borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að leiða til lykta málefni þjóðaleikvanga landsins, það er að segja ef það er nokkur áhugi meðal borgarfulltrúa á að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni. Fyrir liggur að áhugi er á að hafa þjóðarleikvang í knattspyrnu í Kópavogi. En borgarstjóri hefur ýtt málinu á undan sér og á sama tíma komist upp með að vanrækja íþróttaaðstöðu Þróttar og Ármanns, sem eru núna með gríðarlega umfangsmikið barnastarf sem mun aukast enn meira með ákvörðun um að Vogabyggð verði á félagssvæði Þróttar. Landslið karla og kvenna hafa verið stolt þjóðarinnar en Reykjavíkurborg hefur verið þröskuldur í því að byggja upp nýja leikvanga. Raunveruleg hætta er á því að landslið Íslands verði að leika heimaleiki sína erlendis á næstu árum. Ríkið hefur samþykkt að vera með í fjármögnun leikvanganna. Aftur á móti strandar þetta allt á því að borgin taki ákvörðun um hver aðkoma hennar eigi að vera. Svo dæmið sé tekið af Laugardalsvelli þá leggur Reykjavíkurborg núna um 50 milljónir árlega til reksturs vallarins en fær tæplega helming þess tilbaka í fasteignagjöld. Nýr völlur mun bera umtalsvert hærri fasteignagjöld. Sem dæmi má nefna að fasteignagjöld Hörpunnar eru ríflega 300 milljónir árlega. Ef framlag borgarinnar til nýs þjóðarleikvangs væri það sama og áætluð fasteignagjöld bygginganna væri hluti borgarinnar í fjármögnun leystur. Það væri furða ef borgin ætlaði sér að hagnast beint af nýjum leikvöngum. Það má draga umtalsvert úr byggingarkostnaði við gerð nýs knattspyrnuleikvangs ef hann er byggður á nýjum stað. Það verður dýr og erfið framkvæmd að vinna ofan í núverandi velli. Meiri skynsemi væri að byggja á auðu svæði þar sem fer saman nálægð við góðar samgöngur, bílastæði skammt undan og almenningssamgöngu þjóna. Slíkt svæði þarf ekki að vera umfangsmikið og nokkur slík má finna í borginni, fleiri utan borgarmarka. Að auki verða til tækifæri við að tengja við nýja leikvanga annars konar atvinnustarfsemi sem ekki er hægt að koma við í Laugardal. Hótel, veitingastaðir eða skrifstofur samfest við leikvanga gera slíka byggingu og rekstur hagkvæmari auk annarra viðburða sem hægt væri að halda, sem allir vekja athygli á Íslandi og færa okkur beinar og óbeinar tekjur. Ef við viljum að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni, þá þarf borgarstjórn að spýta í lófa og sýna að henni er alvara. Annars byrjum við von bráðar að leika landsleiki fyrst erlendis og síðan í Kópavogi eða Keflavík. Það yrðu glötuð eftirmæli fyrir hvaða borgarstjórn sem er að vera sú sem hrakti landsliðin úr Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun