Birgir fann vel fyrir sprengingunni við Lviv Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. mars 2022 22:46 Birgir með slösuðum hermanni á úkraínskum herspítala fyrr í dag. Birgir er kominn til Póllands þar sem hann aðstoðar flóttafólk á landamærunum. Að landamærastöðinni koma um 10.000 manns á dag. Aðsend/Birgir Þórarinsson Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var við hjálparstörf í borginni Lviv í Úkraínu í dag. Stór eldflaugaárás var gerð á herstöð nærri borginni í morgun og kveðst Birgir vel hafa fundið fyrir henni. Hann er nú kominn til Póllands og segir ástandið átakanlegt. Fréttastofa náði tali af Birgi fyrr í kvöld. Hann kveðst ekki vera á vegum Alþingis en hann er með kanadískum þingmanni auk vinar þeirra frá Kanada sem rekur hjálparsamtökin One Free World International. Samtökin hafa verið að dreifa lyfjum og nauðsynjavörum fyrir flóttafólk frá því innrás Rússa hófst. Mbl. is ræddi fyrst við Birgi í dag. Tvítugir strákar mjög illa slasaðir Birgir hefur áður farið út með hjálparsamtökunum, til að mynda í Nagorno-Karabakh stríðinu árið 2020. Hann kannist því við loftvarnarflauturnar. Í dag heimsóttu þeir spítala í höfuðborginni og hann segir að ástandið hafi verið átakanlegt. „Við fórum þarna á nokkra staði, heimsóttum meðal annars herspítala. Þar er mikil þörf fyrir lækningavörur og lyf. Þetta er gamall spítali, byggingin yfir hundrað ára gömul og aðstæðurnar ekki það sem við myndum nú sætta okkur við. Þarna hittum við unga stráka, 19-20 ára gamla sem voru mjög illa slasaðir; búnir að missa hendi eða fót og svo framvegis,“ segir Birgir. Eftir heimsóknina á spítalann fóru þeir í samtökunum á munaðarleysingjahæli í borginni. Mikill fjöldi barna hefur komið á heimilið frá austurhluta landsins, þar sem átökin eru hvað verst. Birgir segir að þar sé þörfin fyrir aðstoð mikil. Myndin er af aðalinngangi herspítalans í Lviv.Aðsend/Birgir Þórarinsson Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í morgun. Rússar segjast bera ábyrgð á árásinni en yfirvöld í Úkraínu segja að 35 hafi látist og 134 særst þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. Birgir segist vel hafa fundið fyrir árásinni en hann gisti í borginni Lviv í nótt: „Loftvarnaflauturnar fóru í gang, þetta var mjög öflug sprengja. Hún var nú einhverja 30 kílómetra frá borginni en maður fann mjög vel fyrir henni, þetta minnti mig á jarðskjálftana hérna á síðasta ári. Þessari eldflaug var skotið frá Svartahafi, 2000 kílómetra af skipi þar, og lenti tæpum 30 kílómetrum frá pólsku landamærunum,“ segir Birgir og bætir við að honum hafi verið brugðið. Hermaðurinn sem missti höndina er 21 árs.Aðsend/Birgir Þórarinsson Hann segir að átökin fari versnandi og dapurlegt sé að sjá hvernig innrás Rússa bitni fyrst og fremst á saklausum borgurum; konum, börnum og eldra fólki. Vonir hafi verið bundnar við að borgin Lviv slyppi í átökunum en nú sé fólk orðið óttaslegið. „Þegar við vorum á herspítalanum í dag þá fóru loftvarnaflauturnar af stað og við þurftum að fara niður í kjallara á spítalanum þar sem er svona loftvarnarbyrgi. Það þurfti að slökkva öll ljós á spítalanum og maður verður mjög var við það hvað þetta er nálægt fólki hér,“ segir Birgir. Nú er Birgir kominn í þorp í Póllandi nærri landamærum Úkraínu. Hann fundaði meðal annars með fylkisstjóranum og hermálayfirvöldum í Lviv fyrr í dag. Birgir segir að yfirvöld leggi mikla áherslu á að komið verði á loftvarnarbanni. Það gæti dregið úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. „Það eru allir að leggjast á eitt að aðstoða fólk og það er bara mjög gaman að sjá hvað Pólverjarnir eru duglegir að hjálpa fólki. Við Íslendingar þurfum náttúrulega líka að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður. Margir hafa gengið fleiri kílómetra til að komast að landamærunum.Aðsend/Birgir Þórarinsson Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Birgi fyrr í kvöld. Hann kveðst ekki vera á vegum Alþingis en hann er með kanadískum þingmanni auk vinar þeirra frá Kanada sem rekur hjálparsamtökin One Free World International. Samtökin hafa verið að dreifa lyfjum og nauðsynjavörum fyrir flóttafólk frá því innrás Rússa hófst. Mbl. is ræddi fyrst við Birgi í dag. Tvítugir strákar mjög illa slasaðir Birgir hefur áður farið út með hjálparsamtökunum, til að mynda í Nagorno-Karabakh stríðinu árið 2020. Hann kannist því við loftvarnarflauturnar. Í dag heimsóttu þeir spítala í höfuðborginni og hann segir að ástandið hafi verið átakanlegt. „Við fórum þarna á nokkra staði, heimsóttum meðal annars herspítala. Þar er mikil þörf fyrir lækningavörur og lyf. Þetta er gamall spítali, byggingin yfir hundrað ára gömul og aðstæðurnar ekki það sem við myndum nú sætta okkur við. Þarna hittum við unga stráka, 19-20 ára gamla sem voru mjög illa slasaðir; búnir að missa hendi eða fót og svo framvegis,“ segir Birgir. Eftir heimsóknina á spítalann fóru þeir í samtökunum á munaðarleysingjahæli í borginni. Mikill fjöldi barna hefur komið á heimilið frá austurhluta landsins, þar sem átökin eru hvað verst. Birgir segir að þar sé þörfin fyrir aðstoð mikil. Myndin er af aðalinngangi herspítalans í Lviv.Aðsend/Birgir Þórarinsson Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í morgun. Rússar segjast bera ábyrgð á árásinni en yfirvöld í Úkraínu segja að 35 hafi látist og 134 særst þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. Birgir segist vel hafa fundið fyrir árásinni en hann gisti í borginni Lviv í nótt: „Loftvarnaflauturnar fóru í gang, þetta var mjög öflug sprengja. Hún var nú einhverja 30 kílómetra frá borginni en maður fann mjög vel fyrir henni, þetta minnti mig á jarðskjálftana hérna á síðasta ári. Þessari eldflaug var skotið frá Svartahafi, 2000 kílómetra af skipi þar, og lenti tæpum 30 kílómetrum frá pólsku landamærunum,“ segir Birgir og bætir við að honum hafi verið brugðið. Hermaðurinn sem missti höndina er 21 árs.Aðsend/Birgir Þórarinsson Hann segir að átökin fari versnandi og dapurlegt sé að sjá hvernig innrás Rússa bitni fyrst og fremst á saklausum borgurum; konum, börnum og eldra fólki. Vonir hafi verið bundnar við að borgin Lviv slyppi í átökunum en nú sé fólk orðið óttaslegið. „Þegar við vorum á herspítalanum í dag þá fóru loftvarnaflauturnar af stað og við þurftum að fara niður í kjallara á spítalanum þar sem er svona loftvarnarbyrgi. Það þurfti að slökkva öll ljós á spítalanum og maður verður mjög var við það hvað þetta er nálægt fólki hér,“ segir Birgir. Nú er Birgir kominn í þorp í Póllandi nærri landamærum Úkraínu. Hann fundaði meðal annars með fylkisstjóranum og hermálayfirvöldum í Lviv fyrr í dag. Birgir segir að yfirvöld leggi mikla áherslu á að komið verði á loftvarnarbanni. Það gæti dregið úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. „Það eru allir að leggjast á eitt að aðstoða fólk og það er bara mjög gaman að sjá hvað Pólverjarnir eru duglegir að hjálpa fólki. Við Íslendingar þurfum náttúrulega líka að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður. Margir hafa gengið fleiri kílómetra til að komast að landamærunum.Aðsend/Birgir Þórarinsson
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26
Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52