Geir er nýr forseti Landssambands Ungmennafélaga Árni Sæberg skrifar 13. mars 2022 12:07 Geir Finnson, formaður LUF. Aðsend Sambandsþing Landssambands Ungmennafélaga (LUF) fór fram laugardaginn 12. mars síðastliðinn í Hinu Húsinu þar sem fulltrúar kusu nýja stjórn. Geir Finnsson, fulltrúi Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar var kjörinn forseti. Geir tekur við formannsemættinu af Unu Hildardóttur sem gegnt hafði því frá 2019. Í framboðsræðu sinni lagði Geir áherslu á að mikilvægt væri að valdefla ungt fólk og ungmennafélög landsins enn frekar. „Í stað þess að spyrja hvernig hægt sé að ná til ungs fólks eigum við að veita ungu fólki sæti við sama borð og aðrir hópar. Því ungt fólk á skilið traust frekar en tortryggni og forræðishyggju,“ sagði hann. Þá sagði hann einnig að stækka beri LUF enn frekar svo það haldi í við systurfélög sín erlendis. „COVID-19 fór illa með LUF og önnur ungmennafélög. Það er því mikið hjartans mál að tryggja rekstraröryggi okkar svo við getum haldið örugg áfram að stækka umsvif okkar sem félag, sama hvort það sé með langvarandi samningum við ráðuneyti eða aðra aðila. Erindi lýðræðiskjörinna ungmennafélaga er gríðarlega mikilvægt á tímum sem þessum,“ sagði hann. Ný stjórn LUF Auk Geirs voru kjörin í stjórn Viktor Ingi Lorange, varaforseti, Sylvía Martinsdóttir, gjaldkeri, Huginn Þór Jóhannsson, ritari og Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi. Auk þeirra voru tveir meðstjórnendur kjörnir, Pétur Halldórsson og Sigurþór Maggi Snorrason. Una Hildardóttir og Steinunn Ása Sigurðardóttir eru varamenn í stjórn. Um LUF Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífasamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 37 aðildarfélög. LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt þeim. Aðildarfélög LUF eiga það sameiginlegt að vera lýðræðisleg, frjáls félagasamtök, sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. LUF er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum (e. European Youth Forum – YFJ). Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Geir tekur við formannsemættinu af Unu Hildardóttur sem gegnt hafði því frá 2019. Í framboðsræðu sinni lagði Geir áherslu á að mikilvægt væri að valdefla ungt fólk og ungmennafélög landsins enn frekar. „Í stað þess að spyrja hvernig hægt sé að ná til ungs fólks eigum við að veita ungu fólki sæti við sama borð og aðrir hópar. Því ungt fólk á skilið traust frekar en tortryggni og forræðishyggju,“ sagði hann. Þá sagði hann einnig að stækka beri LUF enn frekar svo það haldi í við systurfélög sín erlendis. „COVID-19 fór illa með LUF og önnur ungmennafélög. Það er því mikið hjartans mál að tryggja rekstraröryggi okkar svo við getum haldið örugg áfram að stækka umsvif okkar sem félag, sama hvort það sé með langvarandi samningum við ráðuneyti eða aðra aðila. Erindi lýðræðiskjörinna ungmennafélaga er gríðarlega mikilvægt á tímum sem þessum,“ sagði hann. Ný stjórn LUF Auk Geirs voru kjörin í stjórn Viktor Ingi Lorange, varaforseti, Sylvía Martinsdóttir, gjaldkeri, Huginn Þór Jóhannsson, ritari og Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi. Auk þeirra voru tveir meðstjórnendur kjörnir, Pétur Halldórsson og Sigurþór Maggi Snorrason. Una Hildardóttir og Steinunn Ása Sigurðardóttir eru varamenn í stjórn. Um LUF Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífasamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 37 aðildarfélög. LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt þeim. Aðildarfélög LUF eiga það sameiginlegt að vera lýðræðisleg, frjáls félagasamtök, sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. LUF er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum (e. European Youth Forum – YFJ).
Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira