Rússar verði háðir Kínverjum eftir nýjustu efnahagsþvinganir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 20:30 Finnur Magnússon aðjúnkt í alþjóðarétti. vísir/adelina Evrópusambandið ætlar að meina Rússum aðgang að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem myndi gera þá algerlega háða Kínverjum eða Indverjum þegar efnahagur landsins hrynur. Þetta er á meðal þess sem kynnt var í fjórða pakka þvingunaraðgerða gegn Rússlandi í gær. Í fjórða pakkanum voru kynntar enn grófari viðskiptaþvinganir sem Evrópusambandið mun beita gegn Rússum. Bæði Bandaríkin og Japan munu grípa til sambærilegra aðgerða. Hærri tollar á rússneskar vörur Helsta aðgerðin er sú að afnema svokallaða bestu-kjara-meðferð Rússlands í alþjóðlegum viðskiptum. „Í framkvæmd mun þetta leiða til þess að tollar á rússneskar vörur, sem hafa nú þegar ekki verið bannaðar, tollar á rússneskar vörur munu hækka verulega,“ segir Finnur Magnússon doktor í þjóðarétti og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Kanadamenn hafa þegar gripið til sömu aðgerða og hækkuðu í kjölfarið tolla á rússneskum vörum um 35 prósent. Það er enn óljóst með öllu um hve mikið Evrópusambandið mun hækka tolla á rússneskar vörur. Fréttastofa fylgdist grannt með gangi mála í Úkraínu í dag. Hægt er að lesa um það helsta sem gerðist í vaktinni hér að neðan: Ísland fylgi líklega á eftir „Þessi nýi þvingunarpakki, ef svo má kalla, er mjög nýr. Hann var náttúrulega bara kynntur í gær. En íslensk stjórnvöld hafa fylgt Evrópusambandinu við innleiðingu þvingunaraðgerða og miðað við það sem á undan er gengið er ekki óeðlilegt að eitthvað sambærilegt myndi fylgja af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir Finnur. Þá segjast ríkin einnig ætla að beita sér fyrir því að afnema réttindi Rússlands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. „Þessar aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar og Bandaríkjanna og Japan munu leiða til þess að Rússar munu ekki geta fengið lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að bregðast við þeirri efnahagskrísu sem nú er yfirvofandi,“ segir Finnur. En hvað þýðir það fyrir Rússa? „Það er fyrirséð að Rússland mun væntanlega leita á náðir Kína eða jafnvel Indlands. En það er með öllu óvíst hvernig þessi ríki munu bregðast við þegar svigrúm rússneskra stjórnvalda er orðið svona þröngt,“ segir Finnur. Rússland Úkraína Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Japan Kína Indland Hernaður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Í fjórða pakkanum voru kynntar enn grófari viðskiptaþvinganir sem Evrópusambandið mun beita gegn Rússum. Bæði Bandaríkin og Japan munu grípa til sambærilegra aðgerða. Hærri tollar á rússneskar vörur Helsta aðgerðin er sú að afnema svokallaða bestu-kjara-meðferð Rússlands í alþjóðlegum viðskiptum. „Í framkvæmd mun þetta leiða til þess að tollar á rússneskar vörur, sem hafa nú þegar ekki verið bannaðar, tollar á rússneskar vörur munu hækka verulega,“ segir Finnur Magnússon doktor í þjóðarétti og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Kanadamenn hafa þegar gripið til sömu aðgerða og hækkuðu í kjölfarið tolla á rússneskum vörum um 35 prósent. Það er enn óljóst með öllu um hve mikið Evrópusambandið mun hækka tolla á rússneskar vörur. Fréttastofa fylgdist grannt með gangi mála í Úkraínu í dag. Hægt er að lesa um það helsta sem gerðist í vaktinni hér að neðan: Ísland fylgi líklega á eftir „Þessi nýi þvingunarpakki, ef svo má kalla, er mjög nýr. Hann var náttúrulega bara kynntur í gær. En íslensk stjórnvöld hafa fylgt Evrópusambandinu við innleiðingu þvingunaraðgerða og miðað við það sem á undan er gengið er ekki óeðlilegt að eitthvað sambærilegt myndi fylgja af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir Finnur. Þá segjast ríkin einnig ætla að beita sér fyrir því að afnema réttindi Rússlands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. „Þessar aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar og Bandaríkjanna og Japan munu leiða til þess að Rússar munu ekki geta fengið lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að bregðast við þeirri efnahagskrísu sem nú er yfirvofandi,“ segir Finnur. En hvað þýðir það fyrir Rússa? „Það er fyrirséð að Rússland mun væntanlega leita á náðir Kína eða jafnvel Indlands. En það er með öllu óvíst hvernig þessi ríki munu bregðast við þegar svigrúm rússneskra stjórnvalda er orðið svona þröngt,“ segir Finnur.
Rússland Úkraína Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Japan Kína Indland Hernaður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira