Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 15:56 Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokkstjórnarþingi Samfylkingarinnnar í morgun að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ sagði hann. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins, vera ódýra hræðslupólitík. Hann svaraði ummælum Loga á Facebook áðan. Í samtali við Vísi segir Njáll Trausti að hann hafi fengið góða innsýn í varnarmál landsins eftir að hafa setið á NATO-þinginu í fjögur ár. „Þannig að mér finnst þetta svolítið léttvæg nálgun, að búa til þennan hræðsluáróður. Ég held að það sé margt annað að ræða í þessu máli en þetta,“ segir hann. Þá segir hann þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa hampað Evrópusambandinu í þinginu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst og segja rétta tímann nú vera til inngöngu í sambandið. Njáll segist ekki hafa orðið var við það að sú umræða hafi hlotið mikinn hljómgrunn í þinginu. Evrópusambandið fjármagni lítinn hluta NATO Njáll Trausti segist fagna því að Evrópusambandið bregðist við innrásinni enda hafi sambandið ekki tekið varnar- og öryggismál nægjanlega alvarlega. Þá bendir hann á að þau lönd innan NATO sem eru í Evrópusambandinu fjármagni aðeins tuttugu prósent af því fjármagni sem varið er til varnarmála innan Atlantshafsbandalagsins. „Það er gott að ESB ríkin ætli að efla sinn hermátt til varnar- og öryggismála. Það er hins vegar rétt að benda á hversu langt er í land fyrir þau að fjármagna varnir Evrópu. Það mun væntanlega taka áratugi,“ segir hann. Minni á aðdragandann að fyrstu umsókn Njáll Trausti segir vert að dýpka og efla umræðu um öryggis og varnarmál þjóðarinnar en að mikilvægt sé að umræðan sé upplýst um það hvernig málum er háttað. „Nú talar Samfylkingin og formaður flokksins um að Ísland eigi að ganga í ESB og tengja innrás í Úkraínu við slíka umsókn. Þetta hljómar eins og aðildarumsóknin vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir bankahrunið. Þetta er ódýr hræðsluáróður og pólitík af hálfu formanns Samfylkingar,“ segri Njáll Trausti að lokum. Samfylkingin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokkstjórnarþingi Samfylkingarinnnar í morgun að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ sagði hann. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins, vera ódýra hræðslupólitík. Hann svaraði ummælum Loga á Facebook áðan. Í samtali við Vísi segir Njáll Trausti að hann hafi fengið góða innsýn í varnarmál landsins eftir að hafa setið á NATO-þinginu í fjögur ár. „Þannig að mér finnst þetta svolítið léttvæg nálgun, að búa til þennan hræðsluáróður. Ég held að það sé margt annað að ræða í þessu máli en þetta,“ segir hann. Þá segir hann þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa hampað Evrópusambandinu í þinginu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst og segja rétta tímann nú vera til inngöngu í sambandið. Njáll segist ekki hafa orðið var við það að sú umræða hafi hlotið mikinn hljómgrunn í þinginu. Evrópusambandið fjármagni lítinn hluta NATO Njáll Trausti segist fagna því að Evrópusambandið bregðist við innrásinni enda hafi sambandið ekki tekið varnar- og öryggismál nægjanlega alvarlega. Þá bendir hann á að þau lönd innan NATO sem eru í Evrópusambandinu fjármagni aðeins tuttugu prósent af því fjármagni sem varið er til varnarmála innan Atlantshafsbandalagsins. „Það er gott að ESB ríkin ætli að efla sinn hermátt til varnar- og öryggismála. Það er hins vegar rétt að benda á hversu langt er í land fyrir þau að fjármagna varnir Evrópu. Það mun væntanlega taka áratugi,“ segir hann. Minni á aðdragandann að fyrstu umsókn Njáll Trausti segir vert að dýpka og efla umræðu um öryggis og varnarmál þjóðarinnar en að mikilvægt sé að umræðan sé upplýst um það hvernig málum er háttað. „Nú talar Samfylkingin og formaður flokksins um að Ísland eigi að ganga í ESB og tengja innrás í Úkraínu við slíka umsókn. Þetta hljómar eins og aðildarumsóknin vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir bankahrunið. Þetta er ódýr hræðsluáróður og pólitík af hálfu formanns Samfylkingar,“ segri Njáll Trausti að lokum.
Samfylkingin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira