Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 15:56 Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokkstjórnarþingi Samfylkingarinnnar í morgun að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ sagði hann. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins, vera ódýra hræðslupólitík. Hann svaraði ummælum Loga á Facebook áðan. Í samtali við Vísi segir Njáll Trausti að hann hafi fengið góða innsýn í varnarmál landsins eftir að hafa setið á NATO-þinginu í fjögur ár. „Þannig að mér finnst þetta svolítið léttvæg nálgun, að búa til þennan hræðsluáróður. Ég held að það sé margt annað að ræða í þessu máli en þetta,“ segir hann. Þá segir hann þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa hampað Evrópusambandinu í þinginu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst og segja rétta tímann nú vera til inngöngu í sambandið. Njáll segist ekki hafa orðið var við það að sú umræða hafi hlotið mikinn hljómgrunn í þinginu. Evrópusambandið fjármagni lítinn hluta NATO Njáll Trausti segist fagna því að Evrópusambandið bregðist við innrásinni enda hafi sambandið ekki tekið varnar- og öryggismál nægjanlega alvarlega. Þá bendir hann á að þau lönd innan NATO sem eru í Evrópusambandinu fjármagni aðeins tuttugu prósent af því fjármagni sem varið er til varnarmála innan Atlantshafsbandalagsins. „Það er gott að ESB ríkin ætli að efla sinn hermátt til varnar- og öryggismála. Það er hins vegar rétt að benda á hversu langt er í land fyrir þau að fjármagna varnir Evrópu. Það mun væntanlega taka áratugi,“ segir hann. Minni á aðdragandann að fyrstu umsókn Njáll Trausti segir vert að dýpka og efla umræðu um öryggis og varnarmál þjóðarinnar en að mikilvægt sé að umræðan sé upplýst um það hvernig málum er háttað. „Nú talar Samfylkingin og formaður flokksins um að Ísland eigi að ganga í ESB og tengja innrás í Úkraínu við slíka umsókn. Þetta hljómar eins og aðildarumsóknin vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir bankahrunið. Þetta er ódýr hræðsluáróður og pólitík af hálfu formanns Samfylkingar,“ segri Njáll Trausti að lokum. Samfylkingin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokkstjórnarþingi Samfylkingarinnnar í morgun að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ sagði hann. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins, vera ódýra hræðslupólitík. Hann svaraði ummælum Loga á Facebook áðan. Í samtali við Vísi segir Njáll Trausti að hann hafi fengið góða innsýn í varnarmál landsins eftir að hafa setið á NATO-þinginu í fjögur ár. „Þannig að mér finnst þetta svolítið léttvæg nálgun, að búa til þennan hræðsluáróður. Ég held að það sé margt annað að ræða í þessu máli en þetta,“ segir hann. Þá segir hann þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa hampað Evrópusambandinu í þinginu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst og segja rétta tímann nú vera til inngöngu í sambandið. Njáll segist ekki hafa orðið var við það að sú umræða hafi hlotið mikinn hljómgrunn í þinginu. Evrópusambandið fjármagni lítinn hluta NATO Njáll Trausti segist fagna því að Evrópusambandið bregðist við innrásinni enda hafi sambandið ekki tekið varnar- og öryggismál nægjanlega alvarlega. Þá bendir hann á að þau lönd innan NATO sem eru í Evrópusambandinu fjármagni aðeins tuttugu prósent af því fjármagni sem varið er til varnarmála innan Atlantshafsbandalagsins. „Það er gott að ESB ríkin ætli að efla sinn hermátt til varnar- og öryggismála. Það er hins vegar rétt að benda á hversu langt er í land fyrir þau að fjármagna varnir Evrópu. Það mun væntanlega taka áratugi,“ segir hann. Minni á aðdragandann að fyrstu umsókn Njáll Trausti segir vert að dýpka og efla umræðu um öryggis og varnarmál þjóðarinnar en að mikilvægt sé að umræðan sé upplýst um það hvernig málum er háttað. „Nú talar Samfylkingin og formaður flokksins um að Ísland eigi að ganga í ESB og tengja innrás í Úkraínu við slíka umsókn. Þetta hljómar eins og aðildarumsóknin vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir bankahrunið. Þetta er ódýr hræðsluáróður og pólitík af hálfu formanns Samfylkingar,“ segri Njáll Trausti að lokum.
Samfylkingin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira