Leita til TikTok-áhrifavalda til að tækla upplýsingaóreiðu Árni Sæberg skrifar 11. mars 2022 22:45 Bandarískir TikTok-áhrifavaldar eiga nú að taka þátt í upplýsingastríðinu sem hófst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Pavlo Gonchar/Getty Til þess að stemma stigu við upplýsingaóreiðu um innrás Rússa í Úkraínu hafa bandarísk yfirvöld leitað til þrjátíu helstu TikTok-áhrifavaldanna í Bandaríkjunum. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins og Matt Miller, samskiptaráðgjafi Öryggisráðs Bandaríkjanna, fræddu áhrifavaldana um stöðuna á fjarfundi í gær, fimmtudag. Markmið fundarins var að gera TikTok-stjörnunum kleift að afsanna upplýsingaóreiðu og falsfréttir og aðstoða fylgjendur sína við að átta sig á stöðunni í Úkraínu. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur þar sem bandarískur almenningur les um nýjasta nýtt. Svo við viljum að þið fáið nýjustu upplýsingar frá traustri heimild,“ sagði Rob Flaherty, yfirmaður stafrænnar stefnumörkunar hjá Hvíta húsinu, á fundinum en The Washington Post hefur upptöku af honum undir höndum. Ríkisstjórn Joes Biden hefur áður fengið áhrifavalda til liðs við sig en í fyrra var hópur þeirra fenginn til að hvetja almenning til að þiggja bóluefni gegn Covid-19. Ekki fyrstir til að nýta TikTok Í frétt Vice segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fengið sömu hugmynd og fengið rússneska áhrifavalda til að ýta undir stuðning við innrás í Úkraínu. „Margar herferðir hafa verið skipulagðar á leynilegri Telegram-rás, sem segja áhrifavöldum hvað á að segja, hvar á að taka upp myndbönd, hvata myllumerki á að nota og hvenær á að birta myndbönd,“ segir í frétt Vice. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu TikTok Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins og Matt Miller, samskiptaráðgjafi Öryggisráðs Bandaríkjanna, fræddu áhrifavaldana um stöðuna á fjarfundi í gær, fimmtudag. Markmið fundarins var að gera TikTok-stjörnunum kleift að afsanna upplýsingaóreiðu og falsfréttir og aðstoða fylgjendur sína við að átta sig á stöðunni í Úkraínu. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur þar sem bandarískur almenningur les um nýjasta nýtt. Svo við viljum að þið fáið nýjustu upplýsingar frá traustri heimild,“ sagði Rob Flaherty, yfirmaður stafrænnar stefnumörkunar hjá Hvíta húsinu, á fundinum en The Washington Post hefur upptöku af honum undir höndum. Ríkisstjórn Joes Biden hefur áður fengið áhrifavalda til liðs við sig en í fyrra var hópur þeirra fenginn til að hvetja almenning til að þiggja bóluefni gegn Covid-19. Ekki fyrstir til að nýta TikTok Í frétt Vice segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fengið sömu hugmynd og fengið rússneska áhrifavalda til að ýta undir stuðning við innrás í Úkraínu. „Margar herferðir hafa verið skipulagðar á leynilegri Telegram-rás, sem segja áhrifavöldum hvað á að segja, hvar á að taka upp myndbönd, hvata myllumerki á að nota og hvenær á að birta myndbönd,“ segir í frétt Vice.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu TikTok Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira