Dómurinn þyngdur yfir karlinum sem hrinti konu fram af svölum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2022 15:03 Það var í september 2019 sem Jón Rúnar hrinti konu fram af svölunum í íbúð í Hólahverfinu í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Jóni Rúnar Péturssyni, rúmlega fertugum karlmanni, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart konu árið 2019. Jón Rúnar fékk 21 mánaða dóm í héraði í fyrra en Landsréttur þyngdi refsinguna í tvö og hálft ár. Jón Rúnar var dæmdur fyrir að hafa í september 2019 veist með ofbeldi að konu á þrítugsaldri og hrint henni fram af svölum íbúðar hans á annarri hæð í Hólahverfi í Breiðholti. Konan hlaut heilahristing, blæðingar og bólgur undir húð í andliti ásamt skurðum yfir kjálka, brot á tveimur stöðum í neðri kjálka, brot í kinnholu í efri kjálka, brotnar tennur og brot á mjaðmabeini. Jón Rúnar var einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann var þann 27. maí 2019 tekinn á þungu bifhjóli, sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þar að auki var hann tekinn með 12,59 grömm af metamfetamíni þann 4. apríl 2020. Jón Rúnar var dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur, um tvö hundrað þúsund krónur í skaðabætur og áfrýjunarkostnað í kringum tvær milljónir króna. Dómur Landsréttar. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að kasta konu fram af svölum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 21 mánaðar fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að kasta konu fram af svölum sínum á annarri hæð í Breiðholti árið 2019. Gæsluvarðhald sem hann sætti frá 17. september til 13. október árið 2019 verður dregið frá dómnum. 13. janúar 2021 19:14 Líkamsárásin á svölunum í Breiðholti telst upplýst Rannsókn lögreglu á máli þar sem maður er grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti er á lokametrunum. 18. október 2019 12:31 Laus úr gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum Maður, sem úrskurðaður var í fjögurra vikna gæsluvarðhald þann 17. september síðastliðinn, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum húss í Breiðholti, er laus úr haldi. 16. október 2019 17:45 Konu hrint fram af svölum í Breiðholti Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. 17. september 2019 06:53 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Jón Rúnar var dæmdur fyrir að hafa í september 2019 veist með ofbeldi að konu á þrítugsaldri og hrint henni fram af svölum íbúðar hans á annarri hæð í Hólahverfi í Breiðholti. Konan hlaut heilahristing, blæðingar og bólgur undir húð í andliti ásamt skurðum yfir kjálka, brot á tveimur stöðum í neðri kjálka, brot í kinnholu í efri kjálka, brotnar tennur og brot á mjaðmabeini. Jón Rúnar var einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann var þann 27. maí 2019 tekinn á þungu bifhjóli, sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þar að auki var hann tekinn með 12,59 grömm af metamfetamíni þann 4. apríl 2020. Jón Rúnar var dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur, um tvö hundrað þúsund krónur í skaðabætur og áfrýjunarkostnað í kringum tvær milljónir króna. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að kasta konu fram af svölum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 21 mánaðar fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að kasta konu fram af svölum sínum á annarri hæð í Breiðholti árið 2019. Gæsluvarðhald sem hann sætti frá 17. september til 13. október árið 2019 verður dregið frá dómnum. 13. janúar 2021 19:14 Líkamsárásin á svölunum í Breiðholti telst upplýst Rannsókn lögreglu á máli þar sem maður er grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti er á lokametrunum. 18. október 2019 12:31 Laus úr gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum Maður, sem úrskurðaður var í fjögurra vikna gæsluvarðhald þann 17. september síðastliðinn, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum húss í Breiðholti, er laus úr haldi. 16. október 2019 17:45 Konu hrint fram af svölum í Breiðholti Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. 17. september 2019 06:53 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Dæmdur í fangelsi fyrir að kasta konu fram af svölum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 21 mánaðar fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að kasta konu fram af svölum sínum á annarri hæð í Breiðholti árið 2019. Gæsluvarðhald sem hann sætti frá 17. september til 13. október árið 2019 verður dregið frá dómnum. 13. janúar 2021 19:14
Líkamsárásin á svölunum í Breiðholti telst upplýst Rannsókn lögreglu á máli þar sem maður er grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti er á lokametrunum. 18. október 2019 12:31
Laus úr gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum Maður, sem úrskurðaður var í fjögurra vikna gæsluvarðhald þann 17. september síðastliðinn, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum húss í Breiðholti, er laus úr haldi. 16. október 2019 17:45
Konu hrint fram af svölum í Breiðholti Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. 17. september 2019 06:53