Nova vill styðja manninn sem vildi ekki birtast nakinn á skjám landsmanna Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2022 14:28 Skjáskot úr auglýsingu Nova, Allir úr en auglýsingin vakti mikla athygli á sínum tíma. Hins vegar varð misskilningur einhvers staðar á leiðinni, einn maður birtist berstrípaður gegn vilja sínum. Hann hefur nú stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingarinnar. skjáskot Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis um mann sem hefur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir fyrirtækið en þar birtist hann nakinn gegn vilja sínum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur maður nokkur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir Nova. En þar birtist hann, gegn vilja sínum, nakinn. Vísir reyndi í morgun að ná tali af Margréti Tryggvadóttur skemmtanastjóra Nova vegna málsins en blaðamaður og hún fórust á mis. En hún hefur nú sent frá sér yfirlýsing vegna málsins. Vert er að taka fram að Nova er ekki stefnt í málinu sem um ræðir. „Nova þykir afar leitt að þátttaka manns, sem ráðinn var til að koma fram í auglýsingu fyrir „Allir úr“-herferðina, hafi valdið honum vanlíðan í kjölfarið. Nova hefur lagt sig fram um að leggja andlegu heilbrigði lið og þegar upplýsingar bárust um málið þá voru gerðar ráðstafanir til að stöðva frekari birtingar á auglýsingunni þar sem maðurinn kom fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingu Nova kemur fram að þegar vanlíðan mannsins lá fyrir hafi verið gert allt til að stöðva birtingar þeirra auglýsinga hvar manninum bregður fyrir.Foto: Hanna Andrésdóttir Þar er þess jafnframt getið að við undirbúning auglýsingarinnar var sérstaklega óskað eftir fólki sem væri tilbúið að koma nakið fram: „Var tilgangur herferðarinnar að hluta að vekja athygli á mikilvægi líkamsvirðingar.“ Hvar misskilningurinn lá liggur hins vegar ekki fyrir. En Nova segist vilja styðja viðkomandi með ráðum og dáð: „Nova hyggst leita leiða til að koma til móts við manninn og styðja hann, hvort sem það er með greiðslu fyrir sálfræðiþjónustu eða öðrum hætti,“ segir að lokum í yfirlýsingunni sem Margrét ritar undir fyrir hönd fyrirtækisins. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur maður nokkur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir Nova. En þar birtist hann, gegn vilja sínum, nakinn. Vísir reyndi í morgun að ná tali af Margréti Tryggvadóttur skemmtanastjóra Nova vegna málsins en blaðamaður og hún fórust á mis. En hún hefur nú sent frá sér yfirlýsing vegna málsins. Vert er að taka fram að Nova er ekki stefnt í málinu sem um ræðir. „Nova þykir afar leitt að þátttaka manns, sem ráðinn var til að koma fram í auglýsingu fyrir „Allir úr“-herferðina, hafi valdið honum vanlíðan í kjölfarið. Nova hefur lagt sig fram um að leggja andlegu heilbrigði lið og þegar upplýsingar bárust um málið þá voru gerðar ráðstafanir til að stöðva frekari birtingar á auglýsingunni þar sem maðurinn kom fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingu Nova kemur fram að þegar vanlíðan mannsins lá fyrir hafi verið gert allt til að stöðva birtingar þeirra auglýsinga hvar manninum bregður fyrir.Foto: Hanna Andrésdóttir Þar er þess jafnframt getið að við undirbúning auglýsingarinnar var sérstaklega óskað eftir fólki sem væri tilbúið að koma nakið fram: „Var tilgangur herferðarinnar að hluta að vekja athygli á mikilvægi líkamsvirðingar.“ Hvar misskilningurinn lá liggur hins vegar ekki fyrir. En Nova segist vilja styðja viðkomandi með ráðum og dáð: „Nova hyggst leita leiða til að koma til móts við manninn og styðja hann, hvort sem það er með greiðslu fyrir sálfræðiþjónustu eða öðrum hætti,“ segir að lokum í yfirlýsingunni sem Margrét ritar undir fyrir hönd fyrirtækisins.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira