Allsber í auglýsingu og afar ósáttur við það Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2022 11:28 Auglýsingin vakti verulega athygli en þar birtist fjöldi fólks allsnakið við ýmsar hversdagslegar aðstæður. Maðurinn, sem nú hefur stefnt þeim sem höfðu með gerð auglýsingarninar að gera, hafði verið fullvissaður um að hann myndi ekki sjást allsnakinn en einhvers staðar í hita leiksins breyttist það. skjáskot Maður nokkur sem birtist allsnakinn í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova telur á sér brotið; hann hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki sjást koma nakinn fram. Það fór þó ekki svo og hefur maðurinn stefnt þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Um er að ræða auglýsingu sem vakti mikla athygli á sínum tíma en hún þótti bæði snjöll og voguð. Auglýsinguna gerði auglýsingastofan Brandenburg fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova. Nekt í frómum tilgangi Í sérstakri útskýringu sem fylgdi þegar auglýsingin var fyrst sýnd var talað um að hugmyndin væri sú að hvetja fólk til að nota armbandsúr með appi og hvíla símann. Þá vildu auglýsendur vekja athygli á mikilvægi geðræktar; hvernig bæta megi andlega líðan. Það var nánast allt undir: „Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“ Í auglýsingunni bregður fyrir fjölda fólks á Adams- og Evuklæðum einum saman fyrir utan að bera armbandsúrið góða. Sjö milljóna króna krafa Ekki var þó hugað betur að geðræktinni en svo að nú hefur einn þeirra sem leikur í auglýsingunni stefnt þeim sem komu að gerð auglýsingarinnar. Maðurinn heldur því fram að hann hafi fengið það skriflegt að hann myndi ekki sjást nakinn á skjánum. Það fór þó ekki svo. Málið telst viðkvæmt en í samtali Vísis við lögmann mannsins kemur fram að þetta hafi fengið verulega á skjólstæðing hans. Maðurinn hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki birtast nakinn. En svo hafi það verið brotið, að því er virðist í hita leiksins. Maðurinn hafi fengið bakþanka eftir að tökum lauk, þar sem allir voru naktir á setti og haft samband við þá sem stóðu að tökum til að fullvissa sig um að ekki færi svo að hann myndi birtast nakinn. Öðrum kosti hefði hann dregið sig út úr verkefninu. Það hafi hann fengið staðfest skriflega. Eftir því sem Vísir kemst næst mun maðurinn fara fram á bætur sem nema rúmum sjö milljónum króna. ... Uppfært 14:58 Nova sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins en frá efni hennar er greint í frétt sem sjá má hér neðar: Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tengdar fréttir Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. 5. nóvember 2020 01:12 „Mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið“ „Það er ótrúlega mikilvægt að sýna venjulegt fólk sem er allskonar í laginu líða vel í eigin skinni. En þetta er einnig sérstaklega mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið,“ segir leikstjóri Allir úr! auglýsingarinnar. 7. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Um er að ræða auglýsingu sem vakti mikla athygli á sínum tíma en hún þótti bæði snjöll og voguð. Auglýsinguna gerði auglýsingastofan Brandenburg fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova. Nekt í frómum tilgangi Í sérstakri útskýringu sem fylgdi þegar auglýsingin var fyrst sýnd var talað um að hugmyndin væri sú að hvetja fólk til að nota armbandsúr með appi og hvíla símann. Þá vildu auglýsendur vekja athygli á mikilvægi geðræktar; hvernig bæta megi andlega líðan. Það var nánast allt undir: „Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“ Í auglýsingunni bregður fyrir fjölda fólks á Adams- og Evuklæðum einum saman fyrir utan að bera armbandsúrið góða. Sjö milljóna króna krafa Ekki var þó hugað betur að geðræktinni en svo að nú hefur einn þeirra sem leikur í auglýsingunni stefnt þeim sem komu að gerð auglýsingarinnar. Maðurinn heldur því fram að hann hafi fengið það skriflegt að hann myndi ekki sjást nakinn á skjánum. Það fór þó ekki svo. Málið telst viðkvæmt en í samtali Vísis við lögmann mannsins kemur fram að þetta hafi fengið verulega á skjólstæðing hans. Maðurinn hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki birtast nakinn. En svo hafi það verið brotið, að því er virðist í hita leiksins. Maðurinn hafi fengið bakþanka eftir að tökum lauk, þar sem allir voru naktir á setti og haft samband við þá sem stóðu að tökum til að fullvissa sig um að ekki færi svo að hann myndi birtast nakinn. Öðrum kosti hefði hann dregið sig út úr verkefninu. Það hafi hann fengið staðfest skriflega. Eftir því sem Vísir kemst næst mun maðurinn fara fram á bætur sem nema rúmum sjö milljónum króna. ... Uppfært 14:58 Nova sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins en frá efni hennar er greint í frétt sem sjá má hér neðar:
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tengdar fréttir Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. 5. nóvember 2020 01:12 „Mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið“ „Það er ótrúlega mikilvægt að sýna venjulegt fólk sem er allskonar í laginu líða vel í eigin skinni. En þetta er einnig sérstaklega mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið,“ segir leikstjóri Allir úr! auglýsingarinnar. 7. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. 5. nóvember 2020 01:12
„Mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið“ „Það er ótrúlega mikilvægt að sýna venjulegt fólk sem er allskonar í laginu líða vel í eigin skinni. En þetta er einnig sérstaklega mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið,“ segir leikstjóri Allir úr! auglýsingarinnar. 7. nóvember 2020 19:00