Fótbolti

86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson í leiknum á móti PSV Eindhoven í gærkvöldi.
Ísak Bergmann Jóhannesson í leiknum á móti PSV Eindhoven í gærkvöldi. Getty/Patrick Goosen

Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær.

Ekstra Bladet segir að 86 Danir hafi verið handteknir eftir leikinn. Danir eru reyndir þekktari fyrir að vera „roligans“ fregar en „hooligans“ þó svo að þessir æstu dönsku knattspyrnuáhugamenn hafi verið með gorgeir eftir þennan magnaða markaleik.

PSV og FCK gerðu 4-4 jafntefli í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Seinni leikurinn fer fram í Kaupmannahöfn í næstu viku.

Það var auðvitað svekkjandi að FCK liðnu hafi ekki tekið að halda þeirri frábæru stöðu sem liðið komst sér í eftir frábæran fyrri hálfleik.

Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK í leiknum og liðið komst síðan í 3-1 og var 4-3 yfir þegar sex mínútur voru eftir að leiknum. Ísak Bergmann var tekinn af velli í stöðunni 3-2.

Umræddir vandamálaseggir voru handteknir eftir að þeir voru sagðir ólmir í að komast í átök við stuðningsmenn PSV Eindhoven og lögregluna í Eindhoven.

Lögreglan tók þá ákvörðun að handtaka þá og fjarlægja af svæðinu til að róa málin. Þeim hefur síðan öllum verið sleppt, annaðhvort í nótt eða í morgun.

Stuðningsmennirnir fá sekt en sleppa við frekari fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×