Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 10:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og húsnæði skrifstofu borgarstjóra Moskvu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Dagur segir í samtali við Vísi að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hafi raunar legið niðri árum saman. „Ég hef þegar sent Moskvu mótmæli borgarstjórnar, ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi. Við fylgjumst vel með ákvörðunum annarra borga í þessum efnum í ljósi innrásarstriðsins í Úkraínu. Bæði á Norðurlöndum, Eystrarsaltslöndum og Póllandi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Dagur. Athygli vakti í ágúst 2013 þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Dagur segist eiga fund með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í næstu viku þar sem stríðið í Úkraínu verði eitt aðalumræðuefnið. Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Akureyri og Múrmansk Auk Reykjavíkurborgar er Akureyrarbær einnig með rússneska borg í hópi vinaborga sinna, en Múrmansk er ein vinaborga sveitarfélagsins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að mögulegar breytingar á vinaborgatengslum Akureyrar og Múrmansk hafi ekki verið ræddar í bæjarstjórn Akureyrar, en telur þó ekki útilokað að það verði gert. Ráðhús Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn.Vísir/Vilhelm Danskar borgir slíta á vinatengslin Danska ríkisútvarpið sagði frá því í gær að Árósir hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi borgarinnar og Pétursborgar í Rússlandi. Sömuleiðis hafi Álaborg hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi sínu og Pushkin, suður af Pétursborg. Í fréttinni segir að hlé hafi verið gert á vinaborgasambandi borganna fyrir einhverjum árum vegna stöðu hinegin fólks í Rússlandi, en að nú hafi dönsku borgirnar ákveðið að slíta á tengslin endanlega. Borgarstjórn Árósa ákvað ennfremur að hefja viðræður við einhverja úkraínska borg um vinaborgasamstarf. Kænugarðsstræti eða -torg í Reykjavík Borgir víða í Evrópu hafa brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með ýmsum hætti, meðal annars með því breyta nafni gatna þar sem rússneskt sendiráð er að finna, á þann veg að kenna þær við Úkraínu. Í Reykjavík samþykkti skipulags- og samgönguráð einróma á fundi sínum á miðvikudag að fela nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Samþykktin kom í kjölfar tillögu Sjálfstæðismanna um að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, þar sem rússneska sendiherrabústaðinn er að finna, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum. Reykjavík Borgarstjórn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01 Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Dagur segir í samtali við Vísi að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hafi raunar legið niðri árum saman. „Ég hef þegar sent Moskvu mótmæli borgarstjórnar, ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi. Við fylgjumst vel með ákvörðunum annarra borga í þessum efnum í ljósi innrásarstriðsins í Úkraínu. Bæði á Norðurlöndum, Eystrarsaltslöndum og Póllandi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Dagur. Athygli vakti í ágúst 2013 þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Dagur segist eiga fund með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í næstu viku þar sem stríðið í Úkraínu verði eitt aðalumræðuefnið. Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Akureyri og Múrmansk Auk Reykjavíkurborgar er Akureyrarbær einnig með rússneska borg í hópi vinaborga sinna, en Múrmansk er ein vinaborga sveitarfélagsins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að mögulegar breytingar á vinaborgatengslum Akureyrar og Múrmansk hafi ekki verið ræddar í bæjarstjórn Akureyrar, en telur þó ekki útilokað að það verði gert. Ráðhús Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn.Vísir/Vilhelm Danskar borgir slíta á vinatengslin Danska ríkisútvarpið sagði frá því í gær að Árósir hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi borgarinnar og Pétursborgar í Rússlandi. Sömuleiðis hafi Álaborg hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi sínu og Pushkin, suður af Pétursborg. Í fréttinni segir að hlé hafi verið gert á vinaborgasambandi borganna fyrir einhverjum árum vegna stöðu hinegin fólks í Rússlandi, en að nú hafi dönsku borgirnar ákveðið að slíta á tengslin endanlega. Borgarstjórn Árósa ákvað ennfremur að hefja viðræður við einhverja úkraínska borg um vinaborgasamstarf. Kænugarðsstræti eða -torg í Reykjavík Borgir víða í Evrópu hafa brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með ýmsum hætti, meðal annars með því breyta nafni gatna þar sem rússneskt sendiráð er að finna, á þann veg að kenna þær við Úkraínu. Í Reykjavík samþykkti skipulags- og samgönguráð einróma á fundi sínum á miðvikudag að fela nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Samþykktin kom í kjölfar tillögu Sjálfstæðismanna um að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, þar sem rússneska sendiherrabústaðinn er að finna, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum.
Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl.
Reykjavík Borgarstjórn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01 Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39
Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39