Vaktin: Rússar nálgast Kænugarð og beita stórskotavopnum á íbúasvæði Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Árni Sæberg skrifa 11. mars 2022 06:49 Almennir borgarar í Kænugarði hafa grafið skotgrafir í undirbúningi fyrir væntanlega komu herliðs Rússa til borgarinnar. Anadolu Agency/Getty Images) Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selensky, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í dag að Úkraínumenn væru að færast nær sigri þar sem hernaðarleg tímamót hafi átt sér stað. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu fullyrða að Pútín sé að skipuleggja árás á Tjernobyl kjarnorkuverið en rússneskir hermenn tóku þar yfir í vikunni. Vilja úkraínsk yfirvöld meina að Úkraínumönnum verði kennt um árásina. Engar sannanir hafa þó verið færðar fyrir þeirri fullyrðingu. Þá hefur úkraínski herinn sakað Rússa um að skjóta á svæði í Hvíta Rússlandi úr lofthelgi Úkraínu. Sprengingar heyrðust í Lutsk og Dnipro í morgun. Árásirnar í Lutsk beindust að flugvelli borgarinnar, að sögn borgarstjórans Igor Polishchuk. Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og G7 ríkin leggja til að öllum formlegum viðskiptatengslum við Rússa verði slitið. Þetta myndi verða til þess að auknar álögur yrðu lagðar á allan innflutning frá Rússlandi. Notendur Facebook og Instagram í ákveðnum ríkjum munu nú getað kallað eftir dauða innrásarhermanna Rússa án þess að eiga það á hættu að vera bannaðir. Rússar vilja nú skilgreina Meta sem öfgasamtök og hyggjast banna Instagram og Whatsapp. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í dag til að ræða ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn hafi verið að þróa efnavopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu. Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selensky, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í dag að Úkraínumenn væru að færast nær sigri þar sem hernaðarleg tímamót hafi átt sér stað. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu fullyrða að Pútín sé að skipuleggja árás á Tjernobyl kjarnorkuverið en rússneskir hermenn tóku þar yfir í vikunni. Vilja úkraínsk yfirvöld meina að Úkraínumönnum verði kennt um árásina. Engar sannanir hafa þó verið færðar fyrir þeirri fullyrðingu. Þá hefur úkraínski herinn sakað Rússa um að skjóta á svæði í Hvíta Rússlandi úr lofthelgi Úkraínu. Sprengingar heyrðust í Lutsk og Dnipro í morgun. Árásirnar í Lutsk beindust að flugvelli borgarinnar, að sögn borgarstjórans Igor Polishchuk. Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og G7 ríkin leggja til að öllum formlegum viðskiptatengslum við Rússa verði slitið. Þetta myndi verða til þess að auknar álögur yrðu lagðar á allan innflutning frá Rússlandi. Notendur Facebook og Instagram í ákveðnum ríkjum munu nú getað kallað eftir dauða innrásarhermanna Rússa án þess að eiga það á hættu að vera bannaðir. Rússar vilja nú skilgreina Meta sem öfgasamtök og hyggjast banna Instagram og Whatsapp. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í dag til að ræða ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn hafi verið að þróa efnavopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira