Sverrir Þór: „Við þurfum að fínpússa hluti“ Atli Arason skrifar 10. mars 2022 21:52 Sverrir Þór Sverrirsson, þjálfari Grindvíkinga, var súr eftir tap sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var sár og svekktur eftir að hafa misst niður nánast unnin leik gegn Stjörnunni í Garðabæ. „Ég er drullu svekktur, við vorum ansi nálægt því að klára þetta undir lok venjulegs leiktíma,“ sagði Sverrir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Grindavík var mun betra liðið í fyrri hálfleik og gestirnir voru 20 stigum yfir í hálfleiknum, 29-49. Stjarnan kom svo til baka í síðari hálfleik og jafnaði leikinn með síðustu körfu fjórða leikhluta eftir að Grindavík hafði verið með forskotið alveg frá fyrstu mínútu. „Þeir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Við gáfum þá helvíti mikið eftir sem var að sjálfsögðu ekki planið. Við urðum litlir í okkur og bökkuðum frá öllu, fyrstu fimm í seinni skoruðum við bara einn þrist. Svo var þetta bara orðið stál í stál undir restina, þá er þetta bara spurning um heppni. Þá þarf maður að setja stóru skotin og það voru þeir sem settu stóru skotin í framlengingunni.“ Naor Sharon fór út af leikvelli með fimm villur þegar lítið var eftir af fjórða leikhluta. Grindvíkingar söknuðu aðal leikstjórnanda síns í framlengingunni. „Hann var að stýra leiknum frábærlega og halda öllum inn í leiknum hjá okkur. Við vorum nálægt því að klára þetta án hans en það gekk ekki eftir. Við getum samt tekið fullt jákvætt úr þessu.“ Framundan er smá hlé á deildinni vegna bikarkeppninnar og Sverrir Þór ætlar sér að nýta það hlé vel á æfingasvæðinu. „Það er tveggja frí núna og svo eru þrír hörku leikir eftir. Við þurfum að fínpússa hluti og stilla okkur betur saman og koma klárir í síðustu þrjá í deild. Við munum nýta þennan tíma mjög vel í að undirbúa okkur fyrir lokakaflann,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sjá meira
„Ég er drullu svekktur, við vorum ansi nálægt því að klára þetta undir lok venjulegs leiktíma,“ sagði Sverrir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Grindavík var mun betra liðið í fyrri hálfleik og gestirnir voru 20 stigum yfir í hálfleiknum, 29-49. Stjarnan kom svo til baka í síðari hálfleik og jafnaði leikinn með síðustu körfu fjórða leikhluta eftir að Grindavík hafði verið með forskotið alveg frá fyrstu mínútu. „Þeir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Við gáfum þá helvíti mikið eftir sem var að sjálfsögðu ekki planið. Við urðum litlir í okkur og bökkuðum frá öllu, fyrstu fimm í seinni skoruðum við bara einn þrist. Svo var þetta bara orðið stál í stál undir restina, þá er þetta bara spurning um heppni. Þá þarf maður að setja stóru skotin og það voru þeir sem settu stóru skotin í framlengingunni.“ Naor Sharon fór út af leikvelli með fimm villur þegar lítið var eftir af fjórða leikhluta. Grindvíkingar söknuðu aðal leikstjórnanda síns í framlengingunni. „Hann var að stýra leiknum frábærlega og halda öllum inn í leiknum hjá okkur. Við vorum nálægt því að klára þetta án hans en það gekk ekki eftir. Við getum samt tekið fullt jákvætt úr þessu.“ Framundan er smá hlé á deildinni vegna bikarkeppninnar og Sverrir Þór ætlar sér að nýta það hlé vel á æfingasvæðinu. „Það er tveggja frí núna og svo eru þrír hörku leikir eftir. Við þurfum að fínpússa hluti og stilla okkur betur saman og koma klárir í síðustu þrjá í deild. Við munum nýta þennan tíma mjög vel í að undirbúa okkur fyrir lokakaflann,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sjá meira