Stanley Tucci er heppinn að vera á lífi Elísabet Hanna skrifar 9. mars 2022 16:31 Stanley Tucci er afar þakklátur fyrir lífið. Getty/Rich Polk Leikarinn Stanley Tucci greindist með krabbamein í tungunni árið 2017 en lifir í dag góðu lífi eftir að hafa sigrast á meininu. Hann vill meina að athygli og ást eiginkonu sinnar Felicity Blunt hafi komið honum í gegnum sjúkdóminn. Var lengi að fá greiningu Stanley sem er líklega þekktastur fyrir leik sinn í The Devil Wears Prada, Hunger Games, The Lovely Bones og Julie&Julia. Hann hafði áður komist í kynni við sjúkdóminn en hann missti fyrri eiginkonu sína Kate vegna brjóstakrabbameins árið 2009. Stanley hafði verið með mikla verki í kjálkanum í tvö ár áður en hann fékk greininguna. „Ég fór í myndatöku en meinið sást ekki. Og auðvitað þegar þú heldur að það sé eitthvað að ertu líka hræddur um að það sé eitthvað að.“ Hann greindist að lokum með þriggja sentimetra stórt æxli í tungunni sem var ekki hægt að skera í burtu og var mesta furða að það væri ekki búið að dreifa úr sér eftir allan þennan tíma. Eiginkona hans til tíu ára Felicity hjálpaði honum í gegnum veikindin.Getty/Jeff Spicer Meðferðin á meininu gekk vel Eftir greininguna undir fór hann í gegnum þrjátíu og fimm daga geislameðferð og lyfjameðferð í kjölfarið. Krabbameinið og meðferðirnar gerðu það að verkum að hann gat ekki borðað mat, bragðlaukarnir brengluðust og hann þurfti að nærast í gegnum slöngu. Í dag er hann aftur orðinn mikill matarunnandi rétt eins og fyrir veikindin og gladdist mikið þegar bragðlaukarnir komu til baka. Hann er meðal annars með sjónvarpsþættina Searching for Italy sem tengjast eldamennsku og hefur gefið út matreiðslubækur. „Fullkominn dagur hjá mér væri að fara á markaðinn, kaupa fullt af mat, byrja að elda og leika við krakkana. Svo myndi ég vilja bjóða fólki yfir í mat. Það fyrir mér væri frábær dagur,“ segir leikarinn sem er þakklátur fyrir lífið, fjölskylduna og mat. View this post on Instagram A post shared by Stanley Tucci (@stanleytucci) Systir Emily Blunt Eiginkona hans Felicity er systir leikkonunnar Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily sem bauð Stanley í brúðkaupið sitt eftir að þau urðu vinir við tökur á myndinni The Devil Wears Prada árið 2006 þar sem þau fóru bæði með stórleik. Í dag eiga hjónin saman tvö börn en fyrir átti hann þrjú eldri börn úr fyrra hjónabandinu með Kate. Eiginkona Stanley er Felicity Blunt sem er systir Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily.Getty/ Sylvain Gaboury Hollywood Tengdar fréttir Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Var lengi að fá greiningu Stanley sem er líklega þekktastur fyrir leik sinn í The Devil Wears Prada, Hunger Games, The Lovely Bones og Julie&Julia. Hann hafði áður komist í kynni við sjúkdóminn en hann missti fyrri eiginkonu sína Kate vegna brjóstakrabbameins árið 2009. Stanley hafði verið með mikla verki í kjálkanum í tvö ár áður en hann fékk greininguna. „Ég fór í myndatöku en meinið sást ekki. Og auðvitað þegar þú heldur að það sé eitthvað að ertu líka hræddur um að það sé eitthvað að.“ Hann greindist að lokum með þriggja sentimetra stórt æxli í tungunni sem var ekki hægt að skera í burtu og var mesta furða að það væri ekki búið að dreifa úr sér eftir allan þennan tíma. Eiginkona hans til tíu ára Felicity hjálpaði honum í gegnum veikindin.Getty/Jeff Spicer Meðferðin á meininu gekk vel Eftir greininguna undir fór hann í gegnum þrjátíu og fimm daga geislameðferð og lyfjameðferð í kjölfarið. Krabbameinið og meðferðirnar gerðu það að verkum að hann gat ekki borðað mat, bragðlaukarnir brengluðust og hann þurfti að nærast í gegnum slöngu. Í dag er hann aftur orðinn mikill matarunnandi rétt eins og fyrir veikindin og gladdist mikið þegar bragðlaukarnir komu til baka. Hann er meðal annars með sjónvarpsþættina Searching for Italy sem tengjast eldamennsku og hefur gefið út matreiðslubækur. „Fullkominn dagur hjá mér væri að fara á markaðinn, kaupa fullt af mat, byrja að elda og leika við krakkana. Svo myndi ég vilja bjóða fólki yfir í mat. Það fyrir mér væri frábær dagur,“ segir leikarinn sem er þakklátur fyrir lífið, fjölskylduna og mat. View this post on Instagram A post shared by Stanley Tucci (@stanleytucci) Systir Emily Blunt Eiginkona hans Felicity er systir leikkonunnar Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily sem bauð Stanley í brúðkaupið sitt eftir að þau urðu vinir við tökur á myndinni The Devil Wears Prada árið 2006 þar sem þau fóru bæði með stórleik. Í dag eiga hjónin saman tvö börn en fyrir átti hann þrjú eldri börn úr fyrra hjónabandinu með Kate. Eiginkona Stanley er Felicity Blunt sem er systir Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily.Getty/ Sylvain Gaboury
Hollywood Tengdar fréttir Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52
Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14