Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2022 12:43 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. Í gær var skýrsla um orkumál kynnt á blaðamannafundi þar sem fram kom að þörf væri á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshóps sem vann skýrsluna sagði í kvöldfréttum í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands fram til ársins 2040 þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári í þennan tíma. Þingmaður Pírata gagnrýnir þetta. „Þarna eru teiknaðar upp sviðsmyndir og mér finnst næstum óábyrgt hvernig formaður nefndarinnar talar eins og ítrasta sviðsmyndin sé það sem helst þurfi að keyra á. Að það þurfi allavegana hundrað megawattavirkjanir á hverju ári sem eru tvær Kárahnjúkavirkjanir á hverjum tíu árum. Þetta er rosalegt magn sem hann talar fyrir á meðan það er ein sviðsmynd sem segir berum orðum að orkuskipti séu möguleg án þess að auka nokkuð raforkuvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Gagnrýnir aðstöðumun Hann hefði viljað sjá hlutlægara mat á stöðunni og telur hægt að ná markmiðinu um orkuskipti án þess að virkja nokkuð. „Þarna er sviðsmynd frá Landvernd sem segir að þetta sé hægt án þess að virkja, en þau skoða hana mjög lítið vegna þess að Landvernd og náttúruverndarsamtökin eru ekki með sama bolmagn og Samorka t.d. sem leggur fram fullreiknaðar sviðsmyndir. Þessi frjálsu félagasamtök leggja bara inn hugmyndir að því hvernig væri hægt að teikna upp svona sviðsmynd. Mér hefði þótt eðlilegt til að jafna aðstöðumun aðilana. Að nefndin sem vann grænbókina hefði lagt mannskap í að reikna þá sviðsmynd út svo að hún stæði jafnfætis öðrum sem tekið var tillit til.“ Heldur þú að það sé pólitísk samstaða um virkjanir? „Varla. Þau í skýrslunni tala lítið um náttúruvernd og gildi hennar fyrir samfélagið og hagkerfið. Það er lítið tekið inn í sviðsmyndirnar pælingar um breyttar neysluvenjur og breytingar á ferðavenjum. Þetta eru allt stór pólitísk atriði sem skipta miklu máli varðandi baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“ Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Píratar Tengdar fréttir „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Í gær var skýrsla um orkumál kynnt á blaðamannafundi þar sem fram kom að þörf væri á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshóps sem vann skýrsluna sagði í kvöldfréttum í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands fram til ársins 2040 þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári í þennan tíma. Þingmaður Pírata gagnrýnir þetta. „Þarna eru teiknaðar upp sviðsmyndir og mér finnst næstum óábyrgt hvernig formaður nefndarinnar talar eins og ítrasta sviðsmyndin sé það sem helst þurfi að keyra á. Að það þurfi allavegana hundrað megawattavirkjanir á hverju ári sem eru tvær Kárahnjúkavirkjanir á hverjum tíu árum. Þetta er rosalegt magn sem hann talar fyrir á meðan það er ein sviðsmynd sem segir berum orðum að orkuskipti séu möguleg án þess að auka nokkuð raforkuvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Gagnrýnir aðstöðumun Hann hefði viljað sjá hlutlægara mat á stöðunni og telur hægt að ná markmiðinu um orkuskipti án þess að virkja nokkuð. „Þarna er sviðsmynd frá Landvernd sem segir að þetta sé hægt án þess að virkja, en þau skoða hana mjög lítið vegna þess að Landvernd og náttúruverndarsamtökin eru ekki með sama bolmagn og Samorka t.d. sem leggur fram fullreiknaðar sviðsmyndir. Þessi frjálsu félagasamtök leggja bara inn hugmyndir að því hvernig væri hægt að teikna upp svona sviðsmynd. Mér hefði þótt eðlilegt til að jafna aðstöðumun aðilana. Að nefndin sem vann grænbókina hefði lagt mannskap í að reikna þá sviðsmynd út svo að hún stæði jafnfætis öðrum sem tekið var tillit til.“ Heldur þú að það sé pólitísk samstaða um virkjanir? „Varla. Þau í skýrslunni tala lítið um náttúruvernd og gildi hennar fyrir samfélagið og hagkerfið. Það er lítið tekið inn í sviðsmyndirnar pælingar um breyttar neysluvenjur og breytingar á ferðavenjum. Þetta eru allt stór pólitísk atriði sem skipta miklu máli varðandi baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“
Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Píratar Tengdar fréttir „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32
Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16