Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Eiður Þór Árnason skrifar 8. mars 2022 15:08 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/ANdrew Harnik Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað kallað eftir því að þjóðir hætti öllum kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi. Á sama tíma og hinar ýmsu efnahagsþvinganir hafa bitið Rússa halda greiðslur vegna jarðefnaeldseytis áfram að flæða til landsins. Ekki er talið að Evrópuþjóðir muni taka þátt í aðgerðunum þar sem samstaða hafi ekki náðst um málið. Breska ríkisstjórnin verður sömuleiðis með blaðamannafund um klukkan 16 þar sem búist er við því að stjórnvöld muni kynna hvernig þau hyggist draga úr innflutningi á rússnesku olíu og gasi til lengri tíma. Samkvæmt opinberum gögnum fluttu Bandaríkjamenn inn um 200 milljón olíutunnur frá Rússlandi árið 2020. Reiknað er með að ríkisstjórn Joe Biden muni kynna innflutningsbann á olíu, gas og kol frá Rússlandi á næstu sólarhringum. Ljóst er að slík aðgerð gæti þýtt verulegt högg fyrir Rússa. Margar Evrópuþjóðir reiða sig verulega innflutning á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi. Til að mynda stendur rússneskt gas undir fjórðungi af orkunotkun Ungverjalands, 22% í Slóvakíu, 17% í Moldóvu, 15% í Austurríki og 14% í Þýskalandi. Vilja hafa Evrópu með „Við erum að ræða við félaga okkar í Evrópu um möguleikann á samrýmdum aðgerðum varðandi bann á innflutningi á rússneskri olíu. Við viljum tryggja að það sé nægt framboð af olíu á heimsmarkaði. Viðræður eru í gangi,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við CNN í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hefur stutt hugmyndir er varða innflutningsbann á rússneskri olíu. Hún segir útflutning Rússa vera að fjármagna stríðsrekstur þeirra. Getgátur eru á lofti um að Bandaríkjamenn sjái möguleikann á því að Venesúela geti orðið þeim úti um olíu ef innflutningsbann verður sett á olíu frá Rússlandi. Venesúela framleiðir mikið magn af olíu á ári hverju og er í tólfta sæti yfir þau ríki sem framleiða mesta olíu í heiminum. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í málefnum Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Bensín og olía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað kallað eftir því að þjóðir hætti öllum kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi. Á sama tíma og hinar ýmsu efnahagsþvinganir hafa bitið Rússa halda greiðslur vegna jarðefnaeldseytis áfram að flæða til landsins. Ekki er talið að Evrópuþjóðir muni taka þátt í aðgerðunum þar sem samstaða hafi ekki náðst um málið. Breska ríkisstjórnin verður sömuleiðis með blaðamannafund um klukkan 16 þar sem búist er við því að stjórnvöld muni kynna hvernig þau hyggist draga úr innflutningi á rússnesku olíu og gasi til lengri tíma. Samkvæmt opinberum gögnum fluttu Bandaríkjamenn inn um 200 milljón olíutunnur frá Rússlandi árið 2020. Reiknað er með að ríkisstjórn Joe Biden muni kynna innflutningsbann á olíu, gas og kol frá Rússlandi á næstu sólarhringum. Ljóst er að slík aðgerð gæti þýtt verulegt högg fyrir Rússa. Margar Evrópuþjóðir reiða sig verulega innflutning á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi. Til að mynda stendur rússneskt gas undir fjórðungi af orkunotkun Ungverjalands, 22% í Slóvakíu, 17% í Moldóvu, 15% í Austurríki og 14% í Þýskalandi. Vilja hafa Evrópu með „Við erum að ræða við félaga okkar í Evrópu um möguleikann á samrýmdum aðgerðum varðandi bann á innflutningi á rússneskri olíu. Við viljum tryggja að það sé nægt framboð af olíu á heimsmarkaði. Viðræður eru í gangi,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við CNN í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hefur stutt hugmyndir er varða innflutningsbann á rússneskri olíu. Hún segir útflutning Rússa vera að fjármagna stríðsrekstur þeirra. Getgátur eru á lofti um að Bandaríkjamenn sjái möguleikann á því að Venesúela geti orðið þeim úti um olíu ef innflutningsbann verður sett á olíu frá Rússlandi. Venesúela framleiðir mikið magn af olíu á ári hverju og er í tólfta sæti yfir þau ríki sem framleiða mesta olíu í heiminum. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í málefnum Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Bensín og olía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira