Innlent

Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög háleit markmið í loftslagsmálunum og grundvallast þau markmið að vissu leyti á því að til framtíðar litið muni tækniframfarir verða lausnin við loftslagsvandanum,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu vegna fundarins.
„Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög háleit markmið í loftslagsmálunum og grundvallast þau markmið að vissu leyti á því að til framtíðar litið muni tækniframfarir verða lausnin við loftslagsvandanum,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu vegna fundarins. Vísir/Vilhelm

Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum.

Markmiðið var að draga fram staðreyndir á grundvelli faglegra sjónarmiða og upplýsinga á sviði orkumála á aðgengilegu formi til upplýsinga fyrir stjórnvöld, hagaðila og almenning. Starfshópurinn hefur nú lokið þeirri vinnu og skilað af sér stöðuskýrslu.

Starfshópurinn var skipaður eftirfarandi aðilum:

•Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og formaður hópsins.

•Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.

•Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum Iðnaðarins.

•Erla Sigríður Gestsdóttir, sérfræðingur og Magnús Dige Baldursson, lögfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu störfuðu með starfshópnum.

Hópurinn hafði þá samráð við sérstakan samráðshóp ráðuneytisins og stofnana auk þess að á fjórða tug hagaðila lögðu starfshópnum lið við vinnu skýrslunnar.

Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar á blaðamannafundi í Kaldalónssalnum í Hörpu þriðjudaginn 8. mars kl. 14:00 en þar mun fara fram kynning á efni stöðuskýrslunnar.

Fundinum verður streymt hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×