Íslenski boltinn

Valur þurfti að bíða lengi eftir mörkunum gegn Aftur­eldingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrra mark Vals. Hér fagnar hún marki gegn Tindastóli á síðustu leiktíð.
Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrra mark Vals. Hér fagnar hún marki gegn Tindastóli á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Vals unnu 2-0 sigur á nýliðum Aftureldingar er liðin mættust í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Íslandsmeistararnir voru lengi í gang og sterk vörn Aftureldingar hélt út allan fyrri hálfleikinn og töluvert inn í síðari hálfleikinn. Fyrsta mark leiksins skoraði Ásdís Karen Halldórsdóttir á 61. mínútu og Valur komið með 1-0 forystu.

Það var svo ekki fyrr en í uppbótartíma sem hin unga Eva Stefánsdóttir bætti við öðru markinu og gulltryggði 2-0 sigur Vals.

Valur hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína í riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins. Markatala liðsins er 14-0. Var þetta fyrsta tap Aftureldingar í þremur leikjum en liðið hafði áður unnið Þór/KA og gert jafntefli við Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×