„Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2022 20:00 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Stöð 2/Egill Rauður dagur var í kauphöllinni í dag. Hagfræðingur segir sérstakt að hækkandi olíuverð hafi meiri áhrif hér á landi en í löndum sem eru háð olíu Rússa og telur Íslendinga full fljóta í kjarnorkubyrgin. Verð á hlutabréfum allra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni lækkuðu í morgun. Svona leit Kauphöllin út um miðjan dag þegar þessi frétt var unnin. Icelandair lækkaði um rúm 8,6 prósent og Íslandsbanki um 2,9 prósent. Hagfræðingur segir að lækkunin sé meiri hér en viða erlendis. „Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin. Íslenski markaðurinn er búinn að lækka töluvert meira en Dow Jones og SUP og danska vísitalan og norska. Markaðir sem hafa allir hækkað eftir stríðið en úrvalsvísitalan íslenska hefur lækkar um tíu prósent,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Markaðurinn grunnur Hann segir að ástæðan sé sú að markaðurinn hér á landi sé frekar grunnur. Hann sé lítill og því þurfi minna til þess að hreyfa við honum. „Þegar markaðurinn er svona lítill þá þarf minna til þess að hækka hann og minna til þess að lækka hann niður. Hann er frekar þunnur, fáir aðilar til að koma inn á markaðinn til þess að koma. Það verða meiri sveiflur. Það vantar kannski menn sem taka stöðu á móti þegar það verða miklar hækkanir eða koma inn þegar það verða miklar lækkanir.“ Hækkun olíuverðs hafi mikil áhrif en olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár. Snorri segir það að einhverju leyti sérstakt hve mikil áhrif olíuverð hefur á íslenskan markað. „Varðandi íslenska hlutabréfamarkaðinn þá er sérstakt að hann sé að lækka meira en í löndum sem eru algjörlega háð olíu og viðskiptum við Úkraínu og Rússland. Lönd sem eru í austur, eða mið Evrópu og markaðurinn hér að lækka sama eða jafnvel meira.“ Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Verð á hlutabréfum allra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni lækkuðu í morgun. Svona leit Kauphöllin út um miðjan dag þegar þessi frétt var unnin. Icelandair lækkaði um rúm 8,6 prósent og Íslandsbanki um 2,9 prósent. Hagfræðingur segir að lækkunin sé meiri hér en viða erlendis. „Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin. Íslenski markaðurinn er búinn að lækka töluvert meira en Dow Jones og SUP og danska vísitalan og norska. Markaðir sem hafa allir hækkað eftir stríðið en úrvalsvísitalan íslenska hefur lækkar um tíu prósent,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Markaðurinn grunnur Hann segir að ástæðan sé sú að markaðurinn hér á landi sé frekar grunnur. Hann sé lítill og því þurfi minna til þess að hreyfa við honum. „Þegar markaðurinn er svona lítill þá þarf minna til þess að hækka hann og minna til þess að lækka hann niður. Hann er frekar þunnur, fáir aðilar til að koma inn á markaðinn til þess að koma. Það verða meiri sveiflur. Það vantar kannski menn sem taka stöðu á móti þegar það verða miklar hækkanir eða koma inn þegar það verða miklar lækkanir.“ Hækkun olíuverðs hafi mikil áhrif en olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár. Snorri segir það að einhverju leyti sérstakt hve mikil áhrif olíuverð hefur á íslenskan markað. „Varðandi íslenska hlutabréfamarkaðinn þá er sérstakt að hann sé að lækka meira en í löndum sem eru algjörlega háð olíu og viðskiptum við Úkraínu og Rússland. Lönd sem eru í austur, eða mið Evrópu og markaðurinn hér að lækka sama eða jafnvel meira.“
Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira