Byggðaþróun og ábyrgð stórfyrirtækja Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifar 7. mars 2022 16:01 Suma daga slær landsbyggðarhjartað mitt hraðar en aðra. Fréttir síðustu daga og vikna af ákvörðunum stórra fyrirtækja um lokun starfstöðva í mínu heimahéraði og víðar á landsbyggðinni hafa gert mig mjög hugsi. Okkur er tíðrætt um samfélagslega ábyrgð í rekstri fyrirtækja, ábyrgar fjárfestingar og lágmörkun umhverfisáhrifa. Þetta eru mikilvæg málefni - en hvað með ábyrgð fyrirtækja á byggðarþróun? Störf sem vinna má hvar sem er Lokanir útibúa á landsbyggðinni eru nær alltaf réttlættar með tækniframförum og mikilli fækkun komu þjónustuþega á starfstöðvar. Vissulega er rétt að þörfin á opnum þjónustuborðum hefur minnkað mikið og mun sennilega með tímanum hverfa alveg. Engu að síður er og verða til staðar hjá umræddum fyrirtækjum þörf fyrir þjónustufulltrúa, bakvinnslu, tæknimenn og sérfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Flestum ef ekki öllum þessum störfum má sinna hvar sem er, með góðri internettenginu. Því tel ég engin haldbær rök fyrir því að þjappa umræddum störfum öllum á höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðin tekur höggið Samkvæmt ársskýrslu Arion banka sem rekur útibú á Hellu hefur starfsmönnum bankans á landsvísu fækkað um 30% frá árinu 2014 til ársins 2021 en á sama tíma hefur starfsmönnum útibúsins á Hellu fækkað um 80%. Á sama tíma og VÍS lokaði nær öllum útibúum sínum á landsbyggðinni árið 2018, þar á meðal á Hvolsvelli og Hellu, birtust auglýsingar þar sem VÍS óskaði eftir nýjum starfsmönnum í þjónustuver sitt í höfuðborginni. Samkvæmt tölum úr ársreikningum félagsins árin 2017 og 2018 fjölgaði stöðugildum VÍS um 9 milli ára. Hefði ekki mátt sinna einhverjum þeirra á landsbyggðinni? Banki allra landsmanna? Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sl. haust hélt Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans fyrirlestur undir nafninu „Nýir tímar í fjármálaþjónustu“. Spurð út í starfsemi Landsbankans á landsbyggðinni svaraði hún „það er ekki fýsilegt fyrir okkur að vera með stóra starfstaði á mörgum stöðum“ og þar á eftir kom „viljum ekki að starfstöðvar verði það litlar að þetta verði mjög erfitt fyrir starfsfólk að vinna á slíkum stöðum“. Undirrituð getur ekki skilið þessi orð bankastjórans á annan hátt en svo að eina leiðin til að reka Landsbankann á nýjum tímum sé að hafa alla starfsemina á einum stað í 101 Reykjavík. Einnig kallaði hún störf án staðsetningar tískuorð og þau hentuðu almennt fremur illa bæði viðskiptavinum og starfsfólki, en þó gengju þau „stundum vel“. Ég ætla að leyfa mér að efast um að Landsbankinn standi undir nafni sem banki allra landsmanna miðað við þessi svör bankastjórans. Upptöku af fyrirlestri og fyrirspurnum má finna á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir áhugasama. Það eru tækifæri á landsbyggðinni Stjórnendur stórra fyrirtækja þurfa að opna augu sín fyrir tækifærum á landsbyggðinni. Tækifæri sem eru ekki bara samfélagsleg heldur einnig arðbær ef betur er að gáð. Atvinnuhúsnæði er almennt ódýrara á landsbyggðinni, með lægri fasteignagjöldum og rekstrarkostnaði. Starfsmannavelta er oftar en ekki töluvert minni á landsbyggðinni en á höfuðbogasvæðinu. Í því felst sparnaður því eins og stjórnendur þekkja er kostnaður við þjálfun nýrra starfsmanna hár. Landsbyggðin er full að mannauði sem fyrirtæki eru að fara á mis við. Þetta á ekki síst við núna þegar sífellt algengara verður að ungt menntað fjölskyldufólk flytji af höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina, enda mat margra að því fylgi aukin lífsgæði. Áskorun til stjórnenda Ég skora á stjórnendur stórra fyrirtækja á Íslandi að endurskoða afstöðu sína til landsbyggðarinnar og efla þar starfsemi sína með framsýni og hugrekki. Ég skora á þau að nýta mannauð, húsakost og nútímatækni og sjá tækifærin sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða, eitthvað sem mörgum leiðtogum hefur yfirsést á síðustu árum. Ég skora á þau að byggja upp starfsemi á landsbyggðinni í stað þess að leggja hana niður, taka samfélagslega ábyrgð og tryggja störf á landsbyggðinni. Kæru stjórnendur. Árið er 2022 og ef það er eitthvað sem covid hefur kennt okkur, þá er það að það skiptir ekki máli hvort góður starfsmaður sé staddur í 861 eða 105. Vinnunni er hægt að skila af sér hvar sem er. Höfundur er skrifstofu- og fjármálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Vinnumarkaður Fjarvinna Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Suma daga slær landsbyggðarhjartað mitt hraðar en aðra. Fréttir síðustu daga og vikna af ákvörðunum stórra fyrirtækja um lokun starfstöðva í mínu heimahéraði og víðar á landsbyggðinni hafa gert mig mjög hugsi. Okkur er tíðrætt um samfélagslega ábyrgð í rekstri fyrirtækja, ábyrgar fjárfestingar og lágmörkun umhverfisáhrifa. Þetta eru mikilvæg málefni - en hvað með ábyrgð fyrirtækja á byggðarþróun? Störf sem vinna má hvar sem er Lokanir útibúa á landsbyggðinni eru nær alltaf réttlættar með tækniframförum og mikilli fækkun komu þjónustuþega á starfstöðvar. Vissulega er rétt að þörfin á opnum þjónustuborðum hefur minnkað mikið og mun sennilega með tímanum hverfa alveg. Engu að síður er og verða til staðar hjá umræddum fyrirtækjum þörf fyrir þjónustufulltrúa, bakvinnslu, tæknimenn og sérfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Flestum ef ekki öllum þessum störfum má sinna hvar sem er, með góðri internettenginu. Því tel ég engin haldbær rök fyrir því að þjappa umræddum störfum öllum á höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðin tekur höggið Samkvæmt ársskýrslu Arion banka sem rekur útibú á Hellu hefur starfsmönnum bankans á landsvísu fækkað um 30% frá árinu 2014 til ársins 2021 en á sama tíma hefur starfsmönnum útibúsins á Hellu fækkað um 80%. Á sama tíma og VÍS lokaði nær öllum útibúum sínum á landsbyggðinni árið 2018, þar á meðal á Hvolsvelli og Hellu, birtust auglýsingar þar sem VÍS óskaði eftir nýjum starfsmönnum í þjónustuver sitt í höfuðborginni. Samkvæmt tölum úr ársreikningum félagsins árin 2017 og 2018 fjölgaði stöðugildum VÍS um 9 milli ára. Hefði ekki mátt sinna einhverjum þeirra á landsbyggðinni? Banki allra landsmanna? Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sl. haust hélt Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans fyrirlestur undir nafninu „Nýir tímar í fjármálaþjónustu“. Spurð út í starfsemi Landsbankans á landsbyggðinni svaraði hún „það er ekki fýsilegt fyrir okkur að vera með stóra starfstaði á mörgum stöðum“ og þar á eftir kom „viljum ekki að starfstöðvar verði það litlar að þetta verði mjög erfitt fyrir starfsfólk að vinna á slíkum stöðum“. Undirrituð getur ekki skilið þessi orð bankastjórans á annan hátt en svo að eina leiðin til að reka Landsbankann á nýjum tímum sé að hafa alla starfsemina á einum stað í 101 Reykjavík. Einnig kallaði hún störf án staðsetningar tískuorð og þau hentuðu almennt fremur illa bæði viðskiptavinum og starfsfólki, en þó gengju þau „stundum vel“. Ég ætla að leyfa mér að efast um að Landsbankinn standi undir nafni sem banki allra landsmanna miðað við þessi svör bankastjórans. Upptöku af fyrirlestri og fyrirspurnum má finna á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir áhugasama. Það eru tækifæri á landsbyggðinni Stjórnendur stórra fyrirtækja þurfa að opna augu sín fyrir tækifærum á landsbyggðinni. Tækifæri sem eru ekki bara samfélagsleg heldur einnig arðbær ef betur er að gáð. Atvinnuhúsnæði er almennt ódýrara á landsbyggðinni, með lægri fasteignagjöldum og rekstrarkostnaði. Starfsmannavelta er oftar en ekki töluvert minni á landsbyggðinni en á höfuðbogasvæðinu. Í því felst sparnaður því eins og stjórnendur þekkja er kostnaður við þjálfun nýrra starfsmanna hár. Landsbyggðin er full að mannauði sem fyrirtæki eru að fara á mis við. Þetta á ekki síst við núna þegar sífellt algengara verður að ungt menntað fjölskyldufólk flytji af höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina, enda mat margra að því fylgi aukin lífsgæði. Áskorun til stjórnenda Ég skora á stjórnendur stórra fyrirtækja á Íslandi að endurskoða afstöðu sína til landsbyggðarinnar og efla þar starfsemi sína með framsýni og hugrekki. Ég skora á þau að nýta mannauð, húsakost og nútímatækni og sjá tækifærin sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða, eitthvað sem mörgum leiðtogum hefur yfirsést á síðustu árum. Ég skora á þau að byggja upp starfsemi á landsbyggðinni í stað þess að leggja hana niður, taka samfélagslega ábyrgð og tryggja störf á landsbyggðinni. Kæru stjórnendur. Árið er 2022 og ef það er eitthvað sem covid hefur kennt okkur, þá er það að það skiptir ekki máli hvort góður starfsmaður sé staddur í 861 eða 105. Vinnunni er hægt að skila af sér hvar sem er. Höfundur er skrifstofu- og fjármálastjóri.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar