Á listanum má finna Bandaríkin, Kanada, öll aðildarríki Evrópusambandsins, Bretland, Úkraínu, Svartfjallaland, Sviss, Albaníu, Andorra, Ísland, Liechtenstein, Mónakó, Noreg, San Marino, Norður-Makedóníu, Japan, Suður-Kóreu, Ástralíu, eyjaklasann Míkrónesíu, Nýja-Sjáland, Singapore og Taívan.
Rússneska fréttastofan TASS greinir frá þessu en ríkin á listanum hafa tekið þátt í efnahagslegum þvingunaraðgerðum gagnvart Rússlandi eftir að innrásin hófst inn í Úkraínu.
Að sögn rússneskra yfirvalda verður stjórnvöldum og sveitarfélögum í landinu, rússneskum borgurum og fyrirtækjum, sem eru með gjaldeyrisskuldbindingar gagnvart aðilum í þessum löndum tímabundið heimilt að greiða þær í rúblum.
Fyrir breytinguna í dag voru einungis tvö ríki á listanum: Bandaríkin og Tékkland. Þá var sendiráðum Rússlands óhemilt að ráða starfsmenn frá þessum ríkjum.