Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 20:18 Æðarfuglar eru friðaðir og fá þurfti sérstakt leyfi til að aflífa þá sem höfðu orðið illa úti í olíuleka á Suðureyri. Aðsend mynd Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. Tugum anda hefur verið komið fyrir inni í hlýjunni og reynt að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra, eftir að þær lentu í ógöngum við höfnina á Suðureyri. Þar er allt á floti í olíu eftir að fleiri þúsund lítrar láku úr niðurgröfnum tanki sem gaf sig á fimmtudag. „Olía lekur í tjörnina og til dæmis skólinn hérna og krakkarnir og þeir sem voru í sundlauginni, það er eiginlega bara ólíft á þessu svæði. Svo lekur þetta niður í tjörn og sjó. En á laugardaginn þegar enginn viðbragðsaðili sem virtist ætla að gera neitt til að bjarga æðarkollunum og æðarblikunum, sem eru friðaðir fuglar, þá tökum við bara höndum saman og förum að bjarga því sem bjargað verður,“ segir Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, í samtali við fréttastofu. Fuglarnir eru friðaðir - þannig að það þurfti sérstakt leyfi til að aflífa nokkra þeirra. Og það var gert. „Það er hundleiðinlegt þegar svona fer. Það er í sjálfu sér ekki mikið sem hægt er að gera. Það er búið að tæma tankinn. Væntanlega er einhver olía í jarðvegi þarna við tankinn og það verða gerðar áætlanir um að fjarlægja það,“ segir Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Olíutankurinn var í notkun þar sem Landsvirkjun hafði takmarkað rafmagn til íbúa. Auður Steinberg segir ábyrgðina hjá Orkubúi Vestfjarða. „Íbúar eru mjög óánægðir með viðbrögðin í rauninni. Það gera sér allir grein fyrir að þetta er að sjálfsögðu slys. Lekinn er ekki viljandi, en viðbrögðin eru þannig að það segja allir. Heyrðu það er að koma helgi og þetta gerist eftir helgi, eins og slysin gerist bara á milli átta og fjögur á virkum dögum,“ segir Auður. Endurnar eru nú í hinni nýju Fuglamiðstöð Suðureyrar - og vandséð hvert eigi að sleppa þeim út í náttúruna. Ekki er hægt að setja þær aftur út í olíuna. Bensín og olía Ísafjarðarbær Fuglar Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Tugum anda hefur verið komið fyrir inni í hlýjunni og reynt að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra, eftir að þær lentu í ógöngum við höfnina á Suðureyri. Þar er allt á floti í olíu eftir að fleiri þúsund lítrar láku úr niðurgröfnum tanki sem gaf sig á fimmtudag. „Olía lekur í tjörnina og til dæmis skólinn hérna og krakkarnir og þeir sem voru í sundlauginni, það er eiginlega bara ólíft á þessu svæði. Svo lekur þetta niður í tjörn og sjó. En á laugardaginn þegar enginn viðbragðsaðili sem virtist ætla að gera neitt til að bjarga æðarkollunum og æðarblikunum, sem eru friðaðir fuglar, þá tökum við bara höndum saman og förum að bjarga því sem bjargað verður,“ segir Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, í samtali við fréttastofu. Fuglarnir eru friðaðir - þannig að það þurfti sérstakt leyfi til að aflífa nokkra þeirra. Og það var gert. „Það er hundleiðinlegt þegar svona fer. Það er í sjálfu sér ekki mikið sem hægt er að gera. Það er búið að tæma tankinn. Væntanlega er einhver olía í jarðvegi þarna við tankinn og það verða gerðar áætlanir um að fjarlægja það,“ segir Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Olíutankurinn var í notkun þar sem Landsvirkjun hafði takmarkað rafmagn til íbúa. Auður Steinberg segir ábyrgðina hjá Orkubúi Vestfjarða. „Íbúar eru mjög óánægðir með viðbrögðin í rauninni. Það gera sér allir grein fyrir að þetta er að sjálfsögðu slys. Lekinn er ekki viljandi, en viðbrögðin eru þannig að það segja allir. Heyrðu það er að koma helgi og þetta gerist eftir helgi, eins og slysin gerist bara á milli átta og fjögur á virkum dögum,“ segir Auður. Endurnar eru nú í hinni nýju Fuglamiðstöð Suðureyrar - og vandséð hvert eigi að sleppa þeim út í náttúruna. Ekki er hægt að setja þær aftur út í olíuna.
Bensín og olía Ísafjarðarbær Fuglar Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05
Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42