Körfuboltakvöld um Keflavík: „Voru litlir og ekkert að frétta hjá þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 13:46 Keflavík hefur ekki spilað sinn besta bolta að undanförnu. Vísir/Bára Dröfn Keflavík tapaði nokkuð örugglega fyrir Val í síðust umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum og er í smá brasi. Farið var yfir vandræði Keflvíkinga í Körfuboltakvöldi á fösudagskvöld. Matthías Sigurðsson, annar af sérfræðingum þáttarins tók fyrstur til máls og fór yfir vandræði Keflavíkur í leiknum á Hlíðarneda. „Síðustu þrjú ár er allt búið að snúast um einn hlut og það er (Dominykas) Milka og Hörður Axel (Vilhjálmsson) í vagg og veltu (e. pick and roll). Skiljanlega að einhverju leyti, þetta hefur gengið mjög vel. Fyrsta árið gekk þetta ekki, annað árið voru þeir nálægt en nú er orðið ljóst að lið eru byrjuð að skipuleggja sig nægilega vel gegn þessari ógn að þetta gengur ekki lengur.“ „Í kvöld byrjaði Kristófer (Acox) seinni hálfleikinn á Herði Axel. Í raun og veru voru þeir ekki einu sinni að skipta í vagg og veltu. Þannig að Kristófer fór bara undir vagg og veltuna og sagði „Hörður þú verður bara að vinna okkur með að skora 20-30 stig ef þú ætlar að gera það. Annars ætlar Pavel (Ermolinskij) að halda sér á Milka“ og einhvern veginn dó allt þar einhvern veginn. Fyrir utan það gekk ekki heldur að koma Kananum þeirra inn í eitthvað flæði.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Keflavík í stórum leik, leikur á laugardegi klukkan fimm. Bæði lið spila hægt, þetta er barningu, skýr aðferðafræði sem er augljós og þeir voru bara hugmyndasnauðir. Voru dálítið litlir og ekkert að frétta hjá þeim.“ „Munurinn á Keflavíkur liðinu með Dean Williams að sprengja bæði í vörn og sókn. Menn þurftu alltaf að vera varir um sig á báðum endum vallarins með hann síðastliðin tvö ár. Í byrjun tímabilsins komst liðið upp með þetta því þeir voru með rosalega ógn í (David) Okeke, sem var ekki eins mikil sprengja en er stór og mikill og tók mikið pláss,“ sagði Sævar Sævarsson, hinn séfræðingur þáttarins í kjölfarið. Hann átti svo lokaorðið. „Milka svona átti erfitt með að aðlagast að spila með honum og var gagnrýndur en það gekk upp því Okeke var að spila vel. Nú getur Milka ekki falið sig á bakvið neitt, hvorki sóknar né varnar megin.“ Klippa: KBK: Keflavík í basli Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Matthías Sigurðsson, annar af sérfræðingum þáttarins tók fyrstur til máls og fór yfir vandræði Keflavíkur í leiknum á Hlíðarneda. „Síðustu þrjú ár er allt búið að snúast um einn hlut og það er (Dominykas) Milka og Hörður Axel (Vilhjálmsson) í vagg og veltu (e. pick and roll). Skiljanlega að einhverju leyti, þetta hefur gengið mjög vel. Fyrsta árið gekk þetta ekki, annað árið voru þeir nálægt en nú er orðið ljóst að lið eru byrjuð að skipuleggja sig nægilega vel gegn þessari ógn að þetta gengur ekki lengur.“ „Í kvöld byrjaði Kristófer (Acox) seinni hálfleikinn á Herði Axel. Í raun og veru voru þeir ekki einu sinni að skipta í vagg og veltu. Þannig að Kristófer fór bara undir vagg og veltuna og sagði „Hörður þú verður bara að vinna okkur með að skora 20-30 stig ef þú ætlar að gera það. Annars ætlar Pavel (Ermolinskij) að halda sér á Milka“ og einhvern veginn dó allt þar einhvern veginn. Fyrir utan það gekk ekki heldur að koma Kananum þeirra inn í eitthvað flæði.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Keflavík í stórum leik, leikur á laugardegi klukkan fimm. Bæði lið spila hægt, þetta er barningu, skýr aðferðafræði sem er augljós og þeir voru bara hugmyndasnauðir. Voru dálítið litlir og ekkert að frétta hjá þeim.“ „Munurinn á Keflavíkur liðinu með Dean Williams að sprengja bæði í vörn og sókn. Menn þurftu alltaf að vera varir um sig á báðum endum vallarins með hann síðastliðin tvö ár. Í byrjun tímabilsins komst liðið upp með þetta því þeir voru með rosalega ógn í (David) Okeke, sem var ekki eins mikil sprengja en er stór og mikill og tók mikið pláss,“ sagði Sævar Sævarsson, hinn séfræðingur þáttarins í kjölfarið. Hann átti svo lokaorðið. „Milka svona átti erfitt með að aðlagast að spila með honum og var gagnrýndur en það gekk upp því Okeke var að spila vel. Nú getur Milka ekki falið sig á bakvið neitt, hvorki sóknar né varnar megin.“ Klippa: KBK: Keflavík í basli Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum